Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

sunnudagur, október 23, 2005

Sønderborg

Þá er maður komin heim úr fjölskylduheimsókn frá Sönderborg. Þetta var hin fínasta ferð, þó hún hafi reyndar orðið styttri en ég áætlaði þar sem ég kom heim til Köben í gær. Ferðin byrjaði nú á frekar fyndin hátt... Rannslan vaknaði vægast sagt mjög mygluð um hálf átta, hentist í föt og út til þess að ná strætó á lestarstöðina og lest niður á Hovedbanegaard, þegar þangað var komið var keyptur miði, og reynt að finna blessaðan lestarvagninn sem ég átti að sitja í, hafði reyndar klikkað á því að kaupa mér sér sæti þannig að ég ákvað bara að setjast í næsta vagn sem ég fyndi og væri viss um að færi til Sönderborg... Eftir allt þetta stress lagði Rannslan sig í tæpan klukkutíma en náði ekki lengri svefn þar sem að danskt par hafið plantað sér við hliðina á henni með nokkrum látum enda kom það á daginn að þau voru víst enn vel í glasi eftir djamm næturinnar (skulum samt ath að það var fimmtudagsmorgun!). Þegar þau höfðu komið sér ágætlega fyrir, farið úr skónum og flaggað sokkum og rauðnaglalökkuðum tánöglum (Hjördís hefði verið hress með þau), var dregin upp rauðvínsflaska og 2 bleikum og appelsínugulum plastglösum úr Ikea skellt upp á borð, mér var auðvitað boðinn sopi, en hefið þá þurft að drekka af stút þar sem að þau höfðu því miður ekki hugsað fyrir gesti...ég afþakkaði nú pent, þar sem að klukkan var rétt að skríða í 11 fyrir hádegi.... Eftir að hafa skellt í sig nokkrum sopum af rauðvíni byrjaði sögustund fyrir Rönnslu litlu, þau þurftu auðvitað að fræða mig um djamm næturinnar og verðandi djamm, það þýddi lítið að segjast tala lélega dönsku, það fannst þeim bara enn betra, gátu verið í því að kenna mér ýmist slangur og svoleiðis...þannig að ekki var sofið meir í þessari lestarferð! Í staðin var hlustað á rallandi dani, sem drógu upp rauðvínsflösku nr. 2 þegar sú fyrri kláraðist, þannig að klefinn var farinn að anga af rauðvíni... Stelpan samkjaftaði valla og talaði alltaf hærra og hærra, milli þess sem hún endurtók djammsögur næturinnar bauð hún mér rauðvín og skyldi ekkert í því að ég vildi ekki sopa! þannig að það var frekar þreytt og mygluð Rannsla sem mætti fjölskyldunni í Sönderborg upp úr hádegi á fimmtudegi.
Í Sönderborg var að mestu slappað af, verslað smá en skellt sér á eitt fimmtudagsdjamm með Balda frænd, þar voru rifjaðar upp gamlar sögur þar sem að við frændsystkynin höfum ekki hista að ráði í 10 ár... Eitt sem við frændsystkynin vorum aljörlega sammála um er að Danir hafa alveg HÖRMULEGAN tónlistarsmekk! Á fyrsta barnum sem við settumst inn á hljómuðu lög sem voru vinsæl í kring um 1990, fengum m.a. að heyra titillagið í Strandvörðum, hvað er það!! Þannig að við ákváðum að skipta um bar og ath. hvort tónlistin batnaði ekki, en þar var bara sama prógram á fóninum... Reyndar ansi fyndið að þar þurftum við að borga okkur inn, svo þegar við komum inn var skylda að setja jakkan sinn í fatahengið, annars var manni vísað út, og auðvitað þurfti að borga fyrir það, frekar spes svona... En skemmtum okkur kongunglega, sérstaklega þegar við föttuðum að það var eitthvað fest í gangi og bjórinn var frír til miðnættist!
Annars hefur Rannslan bara tekið því rólega eftir að hún kom heim og notið þess að vera í fríi, tók reyndar smá öfundarkast í gær þegar gjörsamlega allir eyjamenn voru að fara á Sálarball í eyjum, bókað fjör á liðinu þar, fékk m.a. mjög skemmtilegt símatal í nótt með góðu tóndæmi frá henni Hjördísi minni... En það verður bara djammað með ykkur um jólin og þrettándann, þar sem að ég var að lesa á síðunni hans Smára Klaka að Vinir Vors og blóma verði að spila í eyjum á þrettándanum, og ekki verður hlustað á neinar afsakanir fyrir að sleppa við djamm þar!!

miðvikudagur, október 19, 2005

Kort á flakki

Fékk ansi skemmtilegt símtal frá Íslandi í morgun, ungur maður sem sagðist heita Aron hringdi til þess að ath hvort það gæti ekki passað að ég hefið týnt kortaveski...Jú það stemmir sagði ég en það er nú reyndar orðið soldið langt síðan...týndi því nebblega á Menningarnótt, en það var víst fyrst núna að koma í leitirnar hjá þeim núna, niðri í kjallara!! Ekki alveg að fatta á hvaða flakki það hefur verið allan þennan tíma...en það virtist allt vera í því, þannig að mamman var send að sækja Kortaferðalanga niður á Gauk...
Annars er þetta búinn að vera hinn fínasti dagur, sofið út í fríinu og var síðan boðin í kaffi hjá Birki nágranna, hann gerðist svo hugaður að ætla að reyna að kenna Rönnslunni að drekka kaffi....Það gekk nú ekki betur en svo að ég var komin í mjólkina eftir einn kaffisopa þannig að Birkir þurfti bara að drekka kaffið sitt einn, ekki alveg sú skemmtilegasta til þess að bjóða í svona fínheit... En fínt kaffiboð engu að síður, fékk meðal annars kennslu í póker og er því klár í næsta pókerkvöld hér á Kagså þar sem tekjurnar verða vonandi eitthvað drýgðar :o)
Seinni partinn var svo farið í erobikktíma hjá Önnu Ósk. Hún var að fá dótið sitt sent frá Íslandi. Bera þurfti rúm, sjónvarp og nokkra kassa upp heilar fimm hæðir og er óhætt að segja að maður hafi verið orðin vel sveittur og heitur eftir það púl. Á morgun er ferðinni heitið til Guðrúnar frænku og fjölskyldu í Sønderborg, sem þýðir 5 tíma lestarferð og fjör. En þar sem að Rannslan er með einsdæmum morgunfersk er planið að drífa sig snemma á stað og vera komin til þeirra upp úr hádegi, hafiði ekki trú á að það takist?
Reikna ekki með að blogga mikið hjá frænku, þó svo að maður fái kannski að kíkja aðeins á netið, þannig að næsti fréttatími verður ekki fluttur fyrr en á Sunnudagskvöld.

mánudagur, október 17, 2005

Svíþjóð-seinni partur

Jæja komin úr bíó, og tími til að halda áfram með Svíþjóðarsöguna...
Á laugardeginum skelltum við Smári okkur í góðan hjólreiðatúr um Malmöborg, ég fékk lánaðan bleikan eðalfák með hrútastýri sem gagnast ágætlega á jafnsléttu, en ég er ekki alveg viss um hvort og þá hvernig hann myndi virka í brekkum... En allavega var hjólað um alla borg og byggingar, strendur, hjólabátar, bílastæðahúsið Anna, Malmökastali og margt fleira skoðað. Um kvöldið var síðan skellt sér á djammið með sænskum strák sem býr á kollegíinu hans Smára. Ferðinni var heitið á sænskan Klúbb sem nefnist Chockolate fabrikka og auðvitað var farið á hjólum þó svo að búið væri að innbyrgða nokkuð (mismikið eftir einstaklingum) af áfengum drykkjum. Á súkkúlagðiverksmiðjunni var dansað af miklum móð og bætt aðeins í áfengisbyrgðirnar, það virtist fara eitthvað misvel í fólk, þar sem að Smári þurfti að senda sænska vin sinn heim fremur snemma vegan þess að hann var að deyja í sófanum... Við spurðum hvort hann ætlaði að labba heim að taka leigubíl, en vinurinn var nú ekki á því þar sem að hann ætlaði ekki að skilja hjólið sitt eftir! Guð má tvita hvernig hann og hjólið hafa litið út þegar þau komu heim... En við Smári djömmuðum áfram í verksmiðjunni og ákváðum svo að fara að ráði svíans og hjóla heim á leið... Get ekki sagt að ég ráðleggi fólki að gera það, þ.e.a.s. hjóla undir áhrifum en held þó að við Smári séum sammála um að það sé ansi skemmtilegt... Það gekk bara nokkuð áfallalaust fyrir sig að komast heim fyrir utan SMÁ óhapp, þegar Rannslan áttaði sig ekki á því í tíma að Smári á bláka fáknum sínum væri að fara að beygja og hljólaðu langleiðina upp á böglaberarann hjá honum... Vorum heppin að hrynja ekki í götuna úr hlátri þegar þetta gerðist, god það var allavega mjög erfitt að hjóla aftur á stað vegna máttleysis, en það hafðist þó. Eins og alvöru djammörum sæmir var auðvitað ákveðið að fá sér að snæða áður en lagst væri til svefns og því komið við á Burger King. Þangað komum við inn, skellihlægjandi yfir hjólafærni okkar og uppskárum frekar undarlegar augnargotur frá matargestum, en okkur íslendingunum var náttúrulega alveg sama héldum bara áfram að fíflast, talandi um að það skildi okkur hvort eð er enginn... en heyrum þá bara sagt í röðinni fyrir framan okkur " nú er það ekki?" þar var þá íslenskur strákur með kærustunni sinni. Þetta fannst okkur náttúrulega alveg svaka fyndið og hljógum og hlógum, en þetta átti nú eftir að batna, það leið ekki á löngu þar til enn ein íslensk stelpa birtist í röðinni og við vorum því orðin 5 íslendingar þarna á Burger King, öll að koma heim af djamminu og í miklu stuði...en þó held ég að önnur íslenska stelpan hafi átt svæðið, þar sem að hún hélt að Smári héti Sáli! og svo gjörsamlega HRUNDI hún í gólfið þarna þar sem við stóðum í röðinni (gólfið var soldið sleipt) og ekki einu sinni heldur 2 sinnum á sömu mínútunni!!! Sko við hlógum öll svo ógeðslega mikið að svíarnir sem voru þarna inni voru farnir að færa sig alltaf fjær og fjær, ég hékk gjörsamlega á búðarkassanum þar sem ég gat ekki staðið upprétt og Smári þurfti að setjast við eitthvað borð þar sem að hann gat ekki staðið í lappirnar vegna hláturs, hef sjaldan á ævinni hlegið jafn ógeðslega mikið!!! Er viss um að Svíarnir hafa haldið að við værum í hópferð af Kleppi, svoleiðsi var allavega svipurinn á þeim sem voru þarna inni... En eftir að allir höfði keypt sér að borða var ákveðið að halda í íslendingapartý og borða Burger King borgarana, hvað annað. Þannig að kvöldinu var slúttað í 5 manna íslendingapartýi, með fólki sem maður þekkti akkúrat ekki neitt! Gjörsamlega frábær dagur í alla staði, sem endaði á ennþá skemmtilegri hátt, það verður allavega erfitt að toppa þetta kvöld hvað hlátur varðar, Ég er þó komin á þá skoðun að það sé öruggast að taka með sér hjálm á djammið, bæði fyrir heimferðina á hjólinu og ef ske kynni að maður skellti sér á Burger King, þar sem að gólfin þar geta reynst hættuleg...

sunnudagur, október 16, 2005

Svíþjóðarferð

Jæja þá er maður kominn aftur heim til Köben eftir vægast sagt frábæra helgi hjá Smára í Malmö. Lagði upp í ferðina á hádegi á föstudegi og var komin til Malmö rúmlega 2, þar sem Smári tók á móti mér og fylgdi mér í græna strætóinn, fynnst frekar fyndið að strætóarnir séu grænir í Svíþjóð, passar eiginlega ekki við þá. Eftir að hafa skilað töksunni upp á Cellsíusgarden þar sem Smári býr var farið í bæjarleiðangur og skoðað í búðirnar í Malmö, mjög áhugavert og verð að segja að ég væri alveg til í að fara í smá verslunarferð yfir til Svíþjóðar, mun skemmtilegra að versla þarna þar sem að það er ekki allt morandi í fólki eins og hér í Köben. Um kvöldið var svo eldað heima og djammað með 2 skiptinemastelpum frá Finnlandi og USA sem búa á sama stað og Smári. Fínt en rólegt kvöld, fórum niður í hverfi sem kallast Möllen og settumst út á bar og fengum okkur bjór með unaðslegum gashitara sem hélt á okkur hita þarna út, mjög sniðugt apparat, ekki má gleyma óborganlega stráknum sem kom hjólandi með risastórann gamaldags ömmu gólflampa með kögri og öllu á BÖGLABERARANUM!! Hvað er það, við Smári hljógum svo ógeðslega mikið að hinum 2 stelpunum sem voru með okkur var hætt að lítast á blikuna, en hver hjóla um Malmöborg með risa gólflampa á böglaberaranum?!? En er farin í bíó, fáið framhald á eftir...

fimmtudagur, október 13, 2005

Hausfrí

Jæja þá er maður kominn í haustfrí, eða tæknilega séð á það ekki að byrja fyrr en í næstu viku, en þar sem að ég er ekki í skólanum á fimmtudögum og föstudögum er haustfríið mitt byrjað! Að það sé komið haustfrí er bæði gott og slæmt, gott þar sem að maður fær frí og það styttist í að maður komi heim til Íslands, en slæmt þar sem að þetta þýðir að önnin er hálfnuð (og mér finnst ég ekki búin að læra neitt svaka mikið) og þar af leiðandi styttist mikið í prófið mitt 3. jan og dönsk ritgerðarskil í lok annar... En Rannslan tók daginn snemma og skellti sér á Svarta demantinn og lærði í allan dag, er alveg þvílíkt stolt af sjálfri sér núna, fyrsti dagur haustfrísins bara tekinn í lærdóm!
Annars held ég að hitastillirinn hér í baunalandi sé eitthvað bilaður, þegar ég var á leið í skólann í morgun, var svoleiðis steikjandi hiti að ég var bara á stuttermabolnum á leiðinni, er ekki örugglega kominn miðjur október?! Annars vor danirnir nú bara samir við sig í úlpunum og vetrarkápunum, það er greinilega bara litið á dagatalið áður en þeir fara út á morgnanna, ekkert verið að gá til veðurs á þeim bæ...
Á morgun er planið að fara yfir til Malmö til hans Smára Jökuls og gera eitthvað skemmtilegt með honum í Svíaríki um helgina. Þannig að þið fáið sennielgar ekkert meir að heyra frá mér fyrr en á sunnudag, nema það sé eitthvað bráðnauðsynlegt...
Bestu kveðjur úr októberhitanum ;o)

þriðjudagur, október 11, 2005

Hrollur

Jæja fór til læknisins í morgun og losnaði við fjandans bómulina úr eyranu, en það kostaði nú samt smá bras. Þurfti að nota einhverja pinna, þar sem að blessuð eyrnatöngin fannst ekki...það virðist greinilega vera mikill skortur á þessum eyrnatöngum hér í Danmörku. Hins vegar tók ekkert voða spennandi á móti mér þegar ég kom heim, skellti mér með þvott í þvottahúsið og þegar þangað kom sá ég að það var búið að girða stórt svæði af fyrir framan nokkrar íbúðir og þar var sjúkrabíll og fullt af löggum. Þegar ég þorði loks að spurja um hvað hefði gerst, fékk ég að vita að það hefði verið framið MORÐ!!! 29 ára stelpa stungin af fyrrverandi kærastanum sínum. Frekar óhugnarlegt, er sko búin að vera með hroll í allan dag og eiginlega ekki fara út úr húsi, rétt þorað út á snúrur með þvottinn minn... Maður er greinilega ekki lengur heima á litla Íslandi...

sunnudagur, október 09, 2005

Ólukkudagur!

Þetta er aldeilis búinn að vera ólukkudagur í dag svo ekki sé minna sagt! Rannslan náði með einhverri óskyljanlegri óheppni að festa bómul af eyrnapinna inni í eyranu á sér...náði honum enganvegin sjálf úr, þannig að það var farið í heimsókn til þess að fá hjálp...ekki gekk það mikið betur þó að við værum 2 að reyna að ná þessum andsk. bómul út... Þannig að þá var næsta skref að hringja á læknavaktina hér í Herlev, þar fengum við þær upplýsingar að ég ætti að drífa mig niður í Apótek og kaupa mér einhverskonar skolunarvökva....þegar við komum niður í apótek og ætlum að fá vökvan þar segja apótekararnir að ég ætti ekki að setja þetta í eyrað á mér heldur bara fara á læknavaktina og láta þá taka þetta úr, það væri öruggast. Þannig að aftur var brunað af stað niður á sjúkrahús, komst strax að hjá lækninu og sá fram á bjartari tíma þar sem ég áleit að ég væri nú að fara að losna við bómulinn úr eyranu...en neinei, Rannslan var aðeins of bjartsýn get ég sagt ykkur. Læknirinn sem skoðaði mig sagðist ekki hafa réttu töngina hjá sér til þess að ná þessu út, þannig að ég yrði bara að hringja í heimilislækninn minn á morgun og fá hann til að redda þessu. Sko við erum að tala um að læknirinn sem ég fór til vinnur og RISA stóru sjúkrahúsi, þetta er ríkissjúkrahúsið í Herlev og hann gat ekki reddað einni töng!!!! Ekki eins og þetta hafi verið heilsugæslan á Raufarhöfn! Það var Mjög PIRRUÐ Rannsla sem strunsaði út af læknavaktinni áðan get ég sagt ykkur! Þannig að ég þarf að hringja í lækninn minn á morgun milli kl 8 og 9 (eins gott ég er að fara í skólann, þannig að ég vakna pottþétt) og panta mér tíma hjá heimilsilækninum, það er sko eins gott að hann tali ensku! Þannig að núna situr Rannslan heima frekar pirruð yfir danskri læknaþjónustu, og by the way minnið mig á að nota aldrei eyrnapinna á danskri grundu!!!

laugardagur, október 08, 2005

Stórborgin

Maður var illþyrmilega minntur á það í vikunni að maður er ekki lengur heima á litla Íslandi. Þegar ég ætlaði að fara að taka lestina heim um daginn eftir lærdóm á bókasafninu og kaffihúsaferð með stelpunum fékk ég ekki að fara inn í Hovedbanegaarden þar sem að verið var að rýma lestarstöðina vegna grunsamlegrar tösku sem haldið var að sprengja væri í. Þetta er víst búið að gerast nokkrum sinnum hér í Köben, maður fékk hálfgerðan hroll þegar maður áttaði sig á því hversu nálægt þetta er núna þegar maður er kominn hingað út...

Annars er vikan að mestu búin að fara í skóla og lærdóm... Fór í gær í alveg frábært íslendingapartý sem stelpurnar sem eru með mér í talmeinafræðinni héldu...Þar var mikil flóra íslendinga í pínulítilli kjallaraíbúð í hliðargötu af Istergade. Það er með sanni hægt að segja að þetta hafi verið mikið fræðingapartý, þar voru talmeinafræðingar, verkfræðingar, stjarneðlisfræðingur, jarðeðlisfræðingur og fullt meir af fræðingum sem ég man ekki í augnablikinu. Fannst annsi skondið að í miðju partýi bankaði fyrri leigjadi íbúðarinnar upp á og fékk að kíkja á stemminguna, var þarna með 2 vinum sínum bara að tékkja á nýju íbúunum, frekar subbulegir danir sem voru sem betur fer fjótir að drífa sig út... En kvöldið var frábært, nóg af íslenskir tónlist í blandi við danska, móhító kokteilar ásamt dönskum öl.
Í kvöld er svo stefnan að skella sér á Kagsaafest sem er nokkurskonar árshátíð íslendinganna sem búa hér á Kagsaakollegíinu, verður án efa mikið stuð þar, enda búin að komast að því að það er sko alltaf stuð þar sem íslendinar eru í Köben!!

mánudagur, október 03, 2005

Íha!

Jæja þá er helgin liðin, og grár mánudagurinn tekur á móti manni, greinilegt að það er að hausta hér í baunalandi, hitinn rétt skríður í 15 stig. Annars var afmælisteitið hjá henni Evu alveg hreint út sagt frábært! Komst loks í almennilegt partýstuð, enda verið að djamma með íslendingum, það voru tekin jellískot, kokteilar, neftóbak og þjóðhátíðarlög sett á fónin, þetta bara gerist ekki mikið betra! Það var allavega svo gaman í partýinu að við nenntum ekki í bæinn heldur bara bara djammað heima í íbúð. Sunnudagurinn var nú frekar slappur eftir ósköp næturinnar enda er Rannslan greinilega eitthvað að missa niður djammþolið hér úti í danaveldi... Þar af leiðandi var legið í leti, glápt á norska, sænska, danska og enska raunveruleikaþætt megnið af deginum...Annars sá ég þá allra stærstu og ógeðslegustu könguló sem ég hef á ævi minni séð (með berum augum sko) inni á klósettvegg hjá mér í morgun! Þar sem að það er enginn kallmaður á svæðinu varð Rannslan bara að redda málunum sjálf og sturta hlussunni niður í tojarann...Ég get sko sagt ykkur það að Rannslan hefur sjaldan verið jafn ótrúlega vakandi svona snemma morguns, eins og hún var eftir að hún sá þessa ógeðslegu hlussu!

laugardagur, október 01, 2005

Niðurringd!

jæja þá er sólin loks farin í frí hér í danmörkinni, allavega búið að rigna allsvakalega í dag. En Rannslan lét það nú ekki á sig fá og dreif sig niður í bæ að hitta Smárann sem kominn var í djammferð hingað til Köben alla leið frá Malmö. Regnhlífin var bara tekin upp, og skundað af stað. Hún er reyndar orðin eitthvað löskuð greyið eftir daginn, greinilega aðeins gerð fyrir rigningu í logni, en ekki neinar vindkviður eins og voru í dag, alltaf að fjúka upp greyið, mátti valla blása á hana, en elskan dugaði mér nú samt ágætlega í dag, spurning um að kíkja samt eftir einhverri aðeins vandaðri.... Það var frábært að hitta Smárann, fór með honum og skiptinemunum sem voru með honum á Eroticasafnið sem er hér í Köben... og guð minn góður við Smári gjörsamlega töpuðum okkur úr hlátri, vorum byrjuð að tárast strax í anddyrinu á safninu! Allavega mjög góð skemmtun. Eftir safnið var skundað á kaffihús og fengið sér í gogginn ásamt góðu spjalli þar sem talið barst auðvitað að þjóðhátíð, enda ekki skrýtið þar sem 2 vestmannaeyingar tala saman. Hann er svo að fara að djamma í borginni í kvöld með skiptinemunum sem komu með honum, en ég dreif mig heim og kom inn úr dyrunum gjörsamlega niðurringd! En þá er bar a að skella sér í djammfílinginn, þurka sig upp, setja upp andlitið, skella í sig einum köldum öl og kíkja í afmælisteiti til hennar Evu...
Bestu partýkveðjur úr rigningunni í baunalandi