Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

föstudagur, ágúst 26, 2005

Partý Partý

Jæja þá er lítur fyrsta partýtilkynningin dagsins ljós hér á síðunni (vonandi verðar þær nokkrar, kannski þó á dönsku).

Blásið verður til veislu og hátíðarhalda fyrir fræga og fallega fólkið, semsagt ykkur, á Langholtsvegi 147 næstkomandi laugardag. Þetta verður mitt síðasta djamm á klakanum í LANGAN tíma og má því búast við miklu stuði hjá partýhaldaranum. Eitthvað áfengi verður í boði hússins, en ætlast er til að fallega og fræga fólkið sé það múrað að það geti að einhverju leyti splæst í vín fyrir sig og sína, einnig er verið að spara fyrir danska bjórnum, öll framlög eru vel þegin :)
Gleðin hefst upp úr kl 21:00, hressleiki er skilyrði fyrir inngöngu og munið að fyrstir koma fyrstir fá....áfengi!

Fyrir þá sem hafa planað eitthvað annað þetta kvöld minni ég á að hafa símana með sér því að þeir skulu ekki láta sér detta í hug að þeir sleppi við að djamma með mér og knúsa mig bless, heldur mun ég hafa upp á þeim í bænum!

Fallega og fræga fólkið er vinsamlegast beðið um að láta mig vita í kommentakerfinu hvort það komi, eða hvort ég þurfi að leyta að því í miðbænum á laugardagsnóttina...over and out!

4 Comments:

At ágúst 26, 2005 3:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hjördís mætir þó hún eigi líka annað heimboð :)
Við tökum svo bara á því um jólin næst!! :)

já og til hamingju með að vera orðin löggiltur bloggari :)

 
At ágúst 26, 2005 10:53 f.h., Blogger Magnea said...

hæ skvís takk fyrir síðast :) ég kíki til þín á laugardaginn þú getur sko bókað það !!
kv Magnea www.stjornufifill.blogspot.com

 
At ágúst 26, 2005 11:19 f.h., Blogger Snótin said...

Ég mæti, nema eitthvað agalega komi upp á. Verð að sjálfsögðu agalega hress og spræk. Helga.

 
At ágúst 26, 2005 3:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohh ég er svo ánægð með þig, þú ert algjörlega tjúttarinn sko.. ekki sens að maður missi af því að vera með rönnslu sinn áður en hún fer.. verð í bandi viðig ;o) kiss kiss..

 

Skrifa ummæli

<< Home