Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

föstudagur, ágúst 26, 2005

Helgin hafin!

Jæja þá er síðasta helgi mín á klakanum í langan tíma gengin í garð. Var að koma heim eftir síðasta vinnudaginn minn í álverinu, ekki laust við að maður eigi eftir að sakna misskrýtinna vinnufélaga þegar maður verður komin út til Danmerkur, en ég kem vonandi aftur til þeirra næsta sumar, ef þessar elskur vilja fá mig...
En nú er bara verið að pakka niður í smá tripp austur í bústað þar sem amma og afi ætla að halda smá kveðjuveislu fyrir Rönnslu, uummm grill og bjór, það verður ljúft. Svo verður bara brunað í bæinn á morgun, farið í ríkið og undirbúningur fyrir aðalpartýið settur í fullan gang. Ekki laust við að það sé komin smá tilhlökkunarfiðringur í magan, alltaf gaman þegar djamm er framundan :)

En verð að fara að finna mig til, mamma og pabbi farin að reka á eftir mér, þið verðið róleg í kvöld svo þið hafið úthald í að djamma með mér á morgun, þið vitið að það þarf nokkuð gott úthald til þess að halda í við mig :)

2 Comments:

At ágúst 26, 2005 11:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

við mætum ferskar aftur á næsta ári við lyftarasystur ;)

 
At ágúst 26, 2005 11:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

við mætum ferskar aftur á næsta ári við lyftarasystur ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home