Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

laugardagur, ágúst 27, 2005

Brjálað að gera!

Það verður að segjast að þessi dagur hefur verið nokkuð vel nýttur, engin leti á þessum bæ. Vaknaði um 11 í sól og blíðu austur í bústað, vel út hvíld og tilbúin að takast á við átök dagsins...Eftir að hafa skellt í sig morgunverði og knúsað alla bless, var brunað í borgina því það var nokkuð margt sem átti eftir að gera fyrir kvöldið.
Eftir stutt hvíldarstopp á Langholtsveginum var haldið í innkaupaleiðangur, snyrtidót, matur og snakk fyrir kvöldið, og ekki mátti gleyma að koma við í mjólkurbúðinni. Þar voru gerð svakaleg innkaup, átti í erfiðleikum með að bera djös. körfuna, og samt er ég nú nokkuð mössuð enda lyftaragella! Þegar komið var að kassanum tók ekki betra við. Ég rogast að kassanum með báðar hendur fullar (búin að fara í byggt og búið og bónus þannig að það var ekki bara vín...) og þar afgreiddi mig einhver gjæi af sólheimum eða eitthvað, alla vega að deyja úr hamingju með lífið og fer að spyja mig hvort ég sé að fara á svaka fyllerí, og ég get svarið það held hann hafi sungið fyrir mig upphæðina sem ég þurfti að borga fyrir búsið, það vakti ekki neina svaka lukku hjá mér þar sem að sú upphæð var vægast sagt mjög HÁ! Var fegin að sleppa þarna út og burt frá greyið stráknum, eins gott ég hitti hann ekki í kvöld, hann gæti fengið einn á hann...
Eftir þessar raunir þurfti auðvitað að koma við í fleiri búðum þar sem ekki fékkst allt í bónus... Að þessu loknu var svo skellt sér í einn lampatíma til þess að reyna að má út sólbrúnkuFÖR sumarsins, svo hægt væri að vera fínn um kvöldið.
Nú er klukkan hálf átta og ég ekki enn farin í sturtu, hvað þá farin að græja eitthvað til fyrir þetta blessaða partý... en þetta hlýtur að allt að reddast eins og venjulega.

En eitt er á hreinu, ÞAÐ VERÐUR DJAMMAÐ Í KVÖLD! :)

3 Comments:

At ágúst 27, 2005 10:11 e.h., Blogger Regnhlif said...

Haha. Lampatíma:)

Góða skemmtun í kvöld (ég mun skemmta mér með færeysku sögnunum...) og í Danmörku, það er sko meget meget sjovt þar.
Ég á örugglega eftir að lesa þetta blogg á hverjum degi:)

 
At ágúst 28, 2005 5:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að sjá þig í gær skvísípæ! Góða ferð og góða skemmtun í Baunaveldinu..
Mun kíkja við og fylgjast með slúðrinu eins oft og ég get ;)

 
At september 01, 2005 4:36 f.h., Blogger Videos by Professor Howdy said...

We work like a horse.
We eat like a pig.
We like to play chicken.
You can get someone's goat.
We can be as slippery as a snake.
We get dog tired.
We can be as quiet as a mouse.
We can be as quick as a cat.
Some of us are as strong as an ox.
People try to buffalo others.
Some are as ugly as a toad.
We can be as gentle as a lamb.
Sometimes we are as happy as a lark.
Some of us drink like a fish.
We can be as proud as a peacock.
A few of us are as hairy as a gorilla.
You can get a frog in your throat.
We can be a lone wolf.
But I'm having a whale of a time!

You have a riveting web log
and undoubtedly must have
atypical & quiescent potential
for your intended readership.
May I suggest that you do
everything in your power to
honor your encyclopedic/omniscient
Designer/Architect as well
as your revering audience.
As soon as we acknowledge
this Supreme Designer/Architect,
Who has erected the beauteous
fabric of the universe, our minds
must necessarily be ravished with
wonder at this infinate goodness,
wisdom and power.


Please remember to never
restrict anyone's opportunities
for ascertaining uninterrupted
existence for their quintessence.

There is a time for everything,
a season for every activity
under heaven. A time to be
born and a time to die. A
time to plant and a time to
harvest. A time to kill and
a time to heal. A time to
tear down and a time to
rebuild. A time to cry and
a time to laugh. A time to
grieve and a time to dance.
A time to scatter stones
and a time to gather stones.
A time to embrace and a
time to turn away. A time to
search and a time to lose.
A time to keep and a time to
throw away. A time to tear
and a time to mend. A time
to be quiet and a time to
speak up. A time to love
and a time to hate. A time
for war and a time for peace.


Best wishes for continued ascendancy,
Dr. Howdy


P.S. One thing of which I am sure is
that the common culture of my youth
is gone for good. It was hollowed out
by the rise of ethnic "identity politics,"
then splintered beyond hope of repair
by the emergence of the web-based
technologies that so maximized and
facilitated cultural choice as to make
the broad-based offerings of the old
mass media look bland and unchallenging
by comparison."

 

Skrifa ummæli

<< Home