Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

þriðjudagur, september 27, 2005

Dönsk áramót?

Eftir miklar pælingar síðustu daga er Rannslan að komast á þá skoðun að best sé fyrir hana að halda áramótin hér úti í Danmörku. Aðalástæðan er sú að ég þarf að fara í próf 3. janúar!! Í skólanum er prófatími í janúar, og eina prófið sem ég fer í er sett á 3. janúar.... svo er bara frí allan janúar því að kennsla byrjar ekki aftur fyrr en í febrúar, svaka stuð. Ég hef því komist á þá skoðun að það sé betra að halda bara áramótin hér úti, þar sem að ég kemst hvort eð er ekki til Eyja eins og ég hef alltaf gert, og litlar líkur eru á að maður djammi mikið í Reykjavík vitandi að það bíður flugferð til danmerkur og lærdómur eftir manni þegar maður vaknar eftir skemmtun næturinnar. Ég held því bara að ég muni koma hingað út aftur 30. des, læra fyrir prófið, skála í dönsku kampavíni fyrir nýju ári, læra meira, taka prófið og svo reyna að fá ódýrt flug heim á klakann og eyða janúarmánuði heima með ykkur! Annars er samt ekkert ákveðið í þessum málum ennþá.... Get ekki alveg ímyndað mér hvernig verður að halda áramót annars staðar en í eyjum, hvað þá hér úti í Baunalandi...
p.s. er byrjuð að safna fyrir flugi heim í janúar og eru öll framlög vel þegin.... :)

6 Comments:

At september 28, 2005 2:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

áramót í köben er fínt, ég skemmti mér allavegna konunglega í fyrra. Verður einhver úti um áramótin sem þú þekkir???
Ég skal koma ef þú borgar...hihi

kv. Eva

 
At september 28, 2005 2:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hey kella. er ekkert hægt að totta kennarana upp í smá ligeglad fíling og vella.. frestun á prófi??
kissoknús
p.s þér er boðið í leiðangur memmér og hjó um helgina ef þú vilt??

 
At september 28, 2005 4:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

djö er ég spennt yfir þessum leiðangri :)))

en ég held í alvöru að þetta sé skynsöm ákvörðun hjá þér...

 
At september 28, 2005 10:15 f.h., Blogger Sara said...

Já þetta verður skrítið EN örugglega bara alveg fínt. Gaman líka að vera heima í janúar, þá er svo lítið að gera í skólanum og svona, þannig allir eiga eftir að hafa tíma til að "sinna" þér ;) hehe

 
At september 28, 2005 7:21 e.h., Blogger Ranna said...

Leiðangur já...tek honum fagnandi! En vona að það verði einhver hér sem ég þekki, annars á ég nú frædfólk hér úti í Sönneborg sem ég gæti sennilega fengið að skjótast til... Annars verður maður bara að læra fyrir prófið... En Dröfn, það er kelling sem kennir þennan áfanga, ásamt reyndar einhverjum Harry Potter skólastrák, þannig ég hef lítinn áhuga að redda prófinu með þínum ráðum....

 
At október 03, 2005 4:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heheheheheheh.... ertu viss um ad tú farir ekki ad rádum Drafnar ? Jii tú ert snilli Dröfn "See my pussy, i´ve got a leeeeg in it" :-) fyrir tá sem ekki skilja tetta comment, hafid samband vid Dröfn :-)

 

Skrifa ummæli

<< Home