Búningapartý
Hvað er málið með dani og búninga þegar kemur að partýum. Var í partýi í gær hér í blokkinni til þess að bjóða alla nýbúa velkomna og þar mætti helmingurinn í hinum furðulegustu búningum! Það voru 2 hjúkkur á svæðinu, ein lögga, 1 sadómasógella, öryggisvörður sem breyttist síðar um kvöldið í dragdrottningu og svo var ein frönsk kók light gella.... Er farin að hallast að því að þetta fylgi partýmenningunni hér...
Annars var kvöldið mjög skemmtilegt, hér búa greinilega allraþjóða kvikindi þannig að í gær var töluð danska, íslenska og enska, mjög alþjóðlegt eitthvað. Enduðum á kollegíbarnum hér í Kagsaa, kemur sér vel að hann er við hliðina á blokkinni minni. Gott að vera búin að kynna sér aðstæður þar sem að það á víst að vera svaka partý þar næstu helgi fyrir alla nýbúa kollegísins.
Annars hefur dagurinn að miklu leyti farið í eintóma leti og sjónvarpsgláp, týbískur þynnkudagur :)
6 Comments:
rannveig...þarft þú ekkert að læra þarna úti?????? :)
Tommi kemur til köben þann 8. eða 15.okt. ég kemst því miður ekki:(
jújú Hjördís mín, það er sko nóg að læra, en ég hlífi ykkur nú við að þurfa að lesa um svoleiðis skemmtilegheit hér á blogginu mínu...
En hlakka til að hitta Tomma, væri samt betra ef þú hefði komið með rúna brúna, en það bíður betri tíma...
það er staðfest að tommi kemur þann 13.okt og ég myndi þá koma um kvöldið þann 14. jibbý!!!
Júhú!! Þetta lofar góðu ;)
er ekki 1x bloggað vinkonu sinni til heiðurs?? hnuss ;)
Skrifa ummæli
<< Home