Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

sunnudagur, september 11, 2005

Flutningar

Loks nennir maður að setjast niður og blogga eitthvað smá héðan úr baunalandi! það er gjörsamlega búið að vera crasy að gera hjá mér hér síðustu daga... Skólinn byrjaður fyrir alvöru og þar er sko ekkert elsku mamma takk fyrir, heldur er bunað á mann námsefni og meira segja byrjað að tala um prófafyrirkomulag!!! hvað er það eiginlega?? maður er rétt svo að átta sig á því að maður sé búinn í sumarfríinu og sestur á skólabekk að nýju, danir greininlega svona bráðlátir, get nú samt ekki sagt að þeir séu mjög skipulagðir!
Fyrir utan það að það sé brjál að gera í skólanum hef ég verið að flytja á milli hverfa hér í Köben, og sé fram á frekari fluttning á næstu dögum... Er núna flutt inn til Evu og Jökuls á Kagsaa kollegíet í Herlev. Þau voru svo elskuleg að leyfa mér að gista hjá sér með allt mitt hafurtask, sem er nú ekki lítið, þar til ég fæ herbergið mitt hér á kollegíinu. Var að frétta á föstud. að ég fengi það sennilegast á morgun! :)
Fyrir utan allt þetta eru líka búinn að vera svakalegur gestagangur, Bryndís, Eva og Erla komu til Köben á þriðjudag og fara heima á morgun. Er nú ekki búin að ná að hitta þær jafn mikið og ég vildi en náði þó að taka smá djammrúnt með þeim á fimmtudag og kíkja í búðir á þriðjudag með þeim. Pabbi kom svo hingað á fimmtudag til þess að fara á fund í vinnunni. Get ekki sagt annað en að ég held ég eigi allra besta pabba í heimi! Hann gerði sér bara lítið fyrir og leigði sér bílaleigubíl til þess að geta farið með mér í búðir og versla inn húsgögn í herbergið mitt! Við versluðum reyndar ekki húsgögn á fimmtudaginn, en skoðuðum bara og völdum það sem ég ætla að kaupa eftir að ég fæ herbergið. En tækjapabbi splæsti auðvitað í ísskáp og sjónvarp með dvd-spilara handa litlu stelpunni sinni, alveg æðislegur, TAKK TAKK pabbi!
Svo fór helgin í það að djamma, hvað annað... fór í upp í sveit með bekkjafélögunum í smá skólaferðalag, gistum í stórri hittu. Þar var djammað frá föstudegi til sunnudags, getu nú samt ekki sagt að danir séu mjög sterkir djammarar, en þetta var samt ágætt. Íslenski djammarinn hafði hljótt um sig og fylgdist með djammtöktum dananna og reyndi að taka sem mest inn af djammtaktík. En get ekki sagt að það hafi verið dýrt að djamma þarna þar sem að bjórinn kostaði 30 kr ísl, og skotið 50 kr... Þema helgarinnar var vörubílstjórar þannig að við vorum allar klæddar sem sveittir og ógeðslegir trukkadriverar, með hár á bringunni, órakaðar í framan og viðbjóðslegum kallasvitalyktaeyði var sprautað yfir alla, svo voru snæddir hamborgarar með klámblað í annarri og öl í hinni, vona að ég geti sett inn myndir svo þið fáið að sjá stemmarann á liðinu...
En best að fara að ljúka þessu, er á leið að hitta Bryndísi og co, ætlum að borða saman í kvöld og fá okkur nokkra öl þar sem að þær skvísur eru á leið heim á klakann snemma í fyrramálið, uuuhuuu uuuhhhuuu... veit að það verður erfitt að kveðja þær... en ég treysti bara á ykkur hin að drífa í að plana ferð hingað út til mín!
Bjórkveðjur úr Köben :)

5 Comments:

At september 11, 2005 3:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

NowPublic: Emergent Journalism
Stowe Boyd, President/COO of Corante, is a well-known media subversive, and an internationally recognized authority on real-time, collaborative and social technologies.
I have a birthday gift for grandma site. It pretty much covers birthday gift for grandma related cards and gifts.

Paul

 
At september 11, 2005 8:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

blessaður! hefur bara varla tíma til að anda þessa dagana.. bara svo það sé á hreinu þá kemur ekki annað til greina en óskert athygli allan tímann ef við eigum að taka pjásuferð næst til DK..
ég á nú enn eftir að sjá rönnsluna draga sig í hlé og láta lítið á sér bera!! það er e-ð nýtt. þú kemur nú vonandi þó ekki til með að dannast neitt heilann helling þarna úti er það nokkuð?
kiss&knús

 
At september 11, 2005 8:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jáh það er aldeilis dagskrá..

ætlaði einmitt að bíða eftir að það myndi aðeins hægja um hjá þér áður en ég færi að bjalla á þig ...

kiss kiss

 
At september 11, 2005 8:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hej
Gaman að heyra að þú nýtur lífsins í Köben.Ég öfunda þig ekkert smá af því að vera flutt þarna út, ég kannast við þetta allt saman. Og ég get alveg verið sammála þér varðandi skipulagið hjá þeim , það gæti alveg verið betra. Bið að heilsa í bili. Garðar

 
At september 12, 2005 5:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Blessuð elskan... Gaman að heyra að þú sért að skemmta þér þarna í Köben... Var að koma heim frá eyjum í gær úr brjáluðu staffa partýi og enn þá betra balli með vinum vors og blóma. Mamma biður að heilsa og er að tuða um eithvað ökuskírtavandamál hjá þér,, en kveðja frá okkur hérna á klakanum
Þín lille söster ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home