Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

laugardagur, september 03, 2005

Á lífi!!

Loksins komst ég í netsamband, en tid verdid af afsaka ad tad er ekki íslenskt lyklabord hér! Tá er ég komin til Danmerkur, ferdin gekk bara vel, tó svo ad ég hafi verid med 36,8 kiló af farangri plús eitt stykki hjól! Geri adrir betur... Ég gisti til ad byrja med hjá gømlum hjónum sem pabbi kannast eitthvad vid, ég hef aldrei séd tau ádur. Tau búa í bæ fyrir utan kaupmannahøfn sem heitir Ishøj, eru mjøg inndæl en tala enga ensku! tannig ad tad er sko mikid buid ad reyna á danska heilabúid mitt tessa sídustu daga. Get ekki sagt ad ég sé sleip í dønskunni, rugla henni mikid saman vid týskuna mína sem ég notadi úti í austurríki um árid. En ég skil tó svona ef talad er hægt og ég get horft framan í fólkid...sem er sko ekki alltaf mjøg audvelt, en tetta hlýtur ad koma med tímanum. Tad eru búnir ad vera kynningardagar í skólanum, tar sem vid sem erum ad byrja í talmeinafrædinni erum búin ad fá kynningu á øllu náminu, skólanum og bara flest øllu sem vid turfum ad vita, tad eru 5 stelpur á ødru ári sem sjá um tessa kynnisdaga, verst ad madur skilur ekki mjøg mikid. Tad eru reyndar 2 íslenskar stelpur med mér í bekk, sem er MJØG gott :) Tetta er algjørt stelpufag, en tad eru 2 kallar med okkur, já kallar teir eru sko vel yfir 30 bádir...

Nú ætla ég ad leyfa ykkur íslendingunum adeins ad øfundast ut i mig, tar sem ad tad er sko buid ad vera frábært vedur hér sídan ég kom, sól og blída allan tíman, madur er ad stikkna í kvarttbuxum og stuttermabol, 22-25 stig. Vonandi ad tetta verdi svona eitthvad áfram, verst ad ég skildi øll strandarføtin eftir heima. Svo held ég bara ad sambúd mín med danska bjórnum gangi nokkud vel, hef allavega ekki enn upplifad bjórlausan dag í baunalandi... :) Bjórinn á kaffihusinu í skólanum kostar 100 kr íslenskar... tannig ad ekki er madur ad fara á hausinn vid ad fá sér adeins í adra tánna...

Í gær fór ég á mitt fyrsta danska djamm, eftir skólasetninguna fórum vid krakkarnir í talmeinafrædinni saman út ad borda og svo var kíkt á barinn á eftir... tetta var bara nokkud fínt, tó ad tetta hafi ekki verid neitt íslenskt djamm. Turfti líka ad taka lestina heim um hálf tólf tar sem ad tær hætta ad ganga kl hálf eitt, turfti svo ad taka leigubíl heim af lestarstødinni tar sem ad strætóinn minn hætti ad ganga kl 9!!! Greinilega ekki gert rád fyrir neinu helgardjammi í tessum bæ...

En segji tetta gott i bili, tid fáid betri frettir af mér tegar ég kemst í netsamband í minni tølvu, og kannski nokkrar myndir med ef Hjørdís verdur elskuleg ad hjálpa mér ad setja tær inn ;)
Bestu kvedjur frá Baunanum

9 Comments:

At september 04, 2005 1:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Ranna mín...gott að frétta að allt gengur svona vel hjá þér,ég sit hér græn af öfund mig langar svo út aftur,en ég lofa að ég kem fljótlega í heimsókn:)En það er eitt sem ég get lofað þér,danskan verður fljót að koma,fyrsti mánuðurinn er lang erfiðastu og svo kemuru þetta bara smátt og smátt:)Jæja gaman að heyra frá þér og vertu duglega að skrifa gamla:)

 
At september 04, 2005 12:47 e.h., Blogger Ranna said...

Takk Takk, ég ætla ad vona ad danskan komi fljótt, audvitad vill madur ad allt gerist strax en madur verdur víst ad vera tolinmódur og bída í einn til tvo mánudi...

 
At september 04, 2005 3:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

bara drekka nógu mikið maður verður svo helvíti sleipur í dönskunni undir áhrifum:) eins og ég sannreyndi svo snildarlega í gærkveldi!!!!

 
At september 04, 2005 3:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ja, det (språket) kommer vel veldig fort ;)
Ha det kjempe bra lille venn :)

 
At september 04, 2005 8:41 e.h., Blogger Sara said...

Gaman að heyra að þú hafir það gott. Fáðu þér svo nokkra Calsberg Light fyrir mig mig annars lagið! Ekki smá góður bjór :P

 
At september 05, 2005 2:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ertu ready að taka á móti mér... ætti ég ekki bara að skella mér á morgun eða svo ;)

 
At september 05, 2005 11:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ rannslan mín.. gaman að heyra að þér og að allt gangi svona frábærlega vel. mér finnst alveg frábært að þú hafir skellt þér;o) vonandi sjáumst við svo fljótt.. hehe.. geri nú samt ekki ráð fyrir að það verði neitt fyrr en um jólin og svo vonandi um páskana

 
At september 08, 2005 2:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja bara alltaf í bjórnum,hugsum til þín um helgina hér verður íslenskt staffapartý sem verður öruglega lengur en til kl 1
rek eftir hjördísi með myndina kveðja úr Skýlinu Svana

 
At september 11, 2005 3:34 e.h., Blogger Ranna said...

Takk takk, vildi að ég gæti verið með ykkur að djamma heima í eyjum... það verður bara seinna.

En magnea skal senda þér póst við tækifæri...þegar ég er flutt inn og hef meiri tíma...

 

Skrifa ummæli

<< Home