Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

fimmtudagur, september 15, 2005

Rigning

Jahérna held ég þurfi að fjárfesta í regnhlíf! Það er búið að vera fínasta veður hér í dag, nema það koma af og til skúrir, og þá engir venjulegir skúrir heldur hellidemba! Ég sem ætlaði að skella mér í hjólatúr og skoða mig um, það er spurning hvort maður hættir sér út...

Annars var ég að henda inn örfáum myndum í gær af skólanum, ætla að reyna að setja fleiri inn í dag, ef ég nenni...

Hei hei

2 Comments:

At september 15, 2005 6:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

lítur virkilega vel út þarna hjá þér, úti í sólinni í frímó... sé þig í anda með bjór í hönd.. æ, nei.. þú ert náttúrulega orðin svo dönnuð þarna í DK..hehe ;o)
kiss&knús

 
At september 16, 2005 12:29 f.h., Blogger Ranna said...

Jább er loks orðin að dömu hér í baunalandi, komin á háa hæla og drekk bara fína kokteila í frímó...

 

Skrifa ummæli

<< Home