Morgunvakning
Shit hvað það er ekki þægilegt að vera vakin kl 8:30 á föstudagsmorgni, þegar maður má sofa út og hefur verið að hanga á netinu langt fram á nótt kvöldið áður. Kom hér kall í morgun til þess að lesa af mælunum á ofnunum, var búin að fá einhverja tilkynningu um þetta en auðvitað búin að steingleyma þessu... Þannig að það tók mjög mygluð og þreytt gella, með sína frægu morgunhárgreiðslu (þið þekkið þetta sem hafið séð mig nývaknaða) á móti greyið manninum sem kom til að lesa af... Hann var hinn hressasti og bauð góðan dag, en ég sá að hann bjóst ekki alveg við svona mikilli morgunmyglu hjá einni manneskju...Z...ZZ...ZZZ...
4 Comments:
sælar svefnpurka og klukk!!!
Klukk!! ekki alveg viss hvað ég á að gera, en legst í rannsóknarvinnu ekki seinnna en núna! sá eitthvað um þetta hjá Hjördísi...best að spyrja hana.
omg! að e-r hafi þurft að sjá á þér hárið
já hjördís omg!!!! sko það er ekkert grín að vera í sama herbergi og nývöknuð rannsla!!
Skrifa ummæli
<< Home