Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

mánudagur, ágúst 29, 2005

Síðustu tímarnir

Þá er runninn upp síðasti dagurinn á fróni í langan langan tíma, og alveg klikkað að gera hjá mér. Djammið á laugardaginn var í einu orði frábært! Góður stemmar hér á Langholtsveginum, kjóllinn dreginn fram og mátaður, hringt á dominos til þess að panta bíl í bæinn, nokkrar fleygar setningar úr Nýju lífi æfðar, rætt um atvinnumöguleika í minnkabúi.... Þegar í bæinn var komið var tekinn trylltur dans á celtic með FRÁBÆRUM trúbardor sem spilaði allt sem við skvísurnar báðum um, enda átti Bryndís í miklum erfiðleikum með að draga okkur þaðan. Á leiðinni á Hressó var svo gæinn í fallega 70´s skíðagallanum myndaður í bak og fyrir með aðalmódelum gengisins, einnig hringt nokkur símtöl við mismikla ánægju þeirra sem hring var í. Á Hressó var dansað af sér rassgatið, hitt gamla vestmannaeyinga, ásamt reykjavíkurliði, tekinn einn pöbbarúntur með Dröfn, þar sem kúbufarinn tönglaðist á því að hún ætlaði sko að skrifa um það í blöðin að við hefðum ekki fengið inngöngu á Rex, bíð spennt eftir þeim pisli. Aftur skundað á Hressó og dansað meira, sópað út með ruslinu og drifið sig heim með leigubíl, án þess að þurfa einu sinni að koma nálægt leigubílaröðinni :) greyið leigubílstjórinn þurfti að hlusta á mig alla leiðina tönglast á því að hann væri riddarinn á hvíta hestinum... var svo glöð að hafa sloppið við röðina.
Á sunnudegi var risið mjög seint úr rekkju og þrifið eftir partý næturinnar. Um kvöldið haldið í kveðjuleiðangur á pöbbana og kvatt skólafélaga og aðra skemmtilega vini, þar sem tekin voru loforð af mönnum um að mæta fljótt til Köben til þess að djamma með Rönnslunni. Í dag hefur allt verið á milljón, reddleiðangrar um allan bæ og pakkað og pakkað í töskur, skil ekki alveg hvernig ég á að komast með þetta allt út.... Í kvöld er planið að fara út að borða með ma og pa, knúsa 2 bestustu bless og vonandi ekki fara mjög seint að sofa þar sem að ég þarf að vakna upp úr 5 til þess að bruna á völlinn, það verður sennilega gífurlegur ferskleiki sem mætir mönnum í afgreiðslunni á vellinum...

Vonandi líður ekki mjög langur tími þar til ég kemst á netið næst, en þangað til segi ég bara bless elskurnar mína, verið hress, ekkert stress og bless bless!

17 Comments:

At ágúst 29, 2005 5:58 e.h., Blogger Hjördís said...

Buhuuuuuuuuuuuu þú ert bara að faaaaaaaaaaara :'(

þetta er samt bara svipað og þú værir að fara til akureyrar, nema verður bara skemmtilegra að heimsækkja þig...verðum við ekki bara að líta á þetta þannig?? :)

 
At ágúst 29, 2005 6:01 e.h., Blogger Ranna said...

Jú það þýðir víst ekkert annað, hef það líka á tilfinningunni að þú eigir alveg eftir að heimsækja mig jafn "oft" og ef ég væri að flytja til Akureyrar... :)

 
At ágúst 29, 2005 8:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég trúi ekki að þú sért að fara út! :(

En þú verður ekki kvödd almennilega fyrr en eftir tvær vikur þar sem ég er að fara að hitta þig aftur eftir viku!!! :D og þá verður sko tjúttað allavega einu sinni almennilega! :) get ekki beðið!

 
At ágúst 29, 2005 9:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

iiii.. já kvöldið var vel heppnað, takk fyrir mig;O) en ég segi bara það sama og stelpurnar, trúi varla að þú sért að fara! við hittumst um jólin og svo verður náttúrulega næsta pjásuferð farin til DK.. júhú!! kiss kiss og knús rannslan mín, góða ferð hafðu það rosa gott;o*

 
At ágúst 30, 2005 2:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

góða ferð elsku rannveig og sjáumst þegar þú ert búin að vera úti í viku :)

tek undir með bryndísi, þú verður ekkert betur kvödd í bili, en það verður djammað úti, ekki eitt djamm allavegna 3 helst 8.. en veit ekki hvort við náum svo mörgum...

ciao

 
At ágúst 30, 2005 2:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

var sko að meina ALMENNILEGA...HIHIHI

EVA

 
At ágúst 30, 2005 2:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Natasha Robinson on Mobile Marketing
This past weekend I had a dream that involved Danny Sullivan , Chris Sherman , RustyBrick and the sinister looking bunny from Donnie Darko .
This site is great, nice job!!

I have a penis enlargment excersizes info site. It is about penis enlargment excersizes articles and stuff.

Drop by when you can, nice site here!

 
At ágúst 30, 2005 2:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Verizon cuts EV-DO from $80 to $60
Yep, as expected Verizon Wireless dropped the price of their high-speed EV-DO BroadbandAccess Package from $79.99 to $59.99 when you sign up for a new two-year service agreement.
Hi, I surfing and found your blog! If you are interested, go see retail management software related site. It

isn't anything special but you may still find something of interest.

 
At ágúst 30, 2005 3:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

How your boss may have a hold on you
The battle royale between Microsoft and Google over the hiring of Kai Fu Lee has once again highlighted a fact of life for many employees in the technology industry that has long been a source of resentment if ...
Hey there, you've got a great blog here! I'm thinking of bookmarking your site!

I have a best digital camera site. It pretty much covers best digital camera
related stuff.

Come and check it out if you get time :-)

 
At ágúst 30, 2005 2:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hvað er málið með þessa útlendiga hérna í kommentakerfinu?!?!
ég trúi því ekki að þú sért að fara og ég sem komst ekki með á laugardaginn!!! aldrei eftir að fyrirgefa ákveðnum aðilum fyrir það!!! en við eigum nú eftir að djamma af okkur rassgatið útí köben í vor!!!! þú verður þá búin að kanna alla heitustu staðina komin með vip og fleira sem kemur okkur að góðum notum þá.... góða ferð og skemmtu þér vel þarna úti mundu samt bara að giftast engum bauna því ég vil þig aftur til íslands!!!!

 
At september 01, 2005 4:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

vóó hver er þessi Anonymous sem er alltaf að kommenta.. hehehe :D

en til hamingju með bloggsíðuna.. ég á sko eftir að kíkja oft á bloggið! vertu bara rosadugleg að blogga og þú verður að segja mér frá því hvernig námið er! verður þetta kennt á ensku eða dönsku?

Vona að ferðin út hafi verið góð og við sjáumst vonandi um jólin, right??

hafðu það sem allra allra best í Danaveldi!
Bið að heilsa öllum sem ég þekki!

Þín vinkona Emilía

 
At september 01, 2005 4:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Your blog is creative Keep up the great work. This may be of interest to you; mayan civilization in respect to info on mayan civilization

 
At september 01, 2005 4:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nissan opens car-to-car crash facility
In addition to spending money on weather controlling cannons, Nissan has opened a new car-to-car crash test facility in Japan, just outside Tokyo.


I like the way you have layed out your blog! I am currently working on one
myself when I find time from creating new sites.

If you would be intested in checking out my site on image treadmill
I would appreciate any comments. It basically covers image treadmill related stuff.

If you have time check it out :-)

 
At september 01, 2005 5:51 e.h., Blogger Sara said...

Hjördís
Hvernig veist þú að það sé skemmtilegra en að koma norður, ekki hef ég rekist á þig hérna í heimsókn síðan að ég flutti! ;) hehe
Ranna
Góða skemmtun elskan, vonandi gekk ferðin vel út og að þú sért búin aðkoma þér ágætlega fyrir.

 
At september 02, 2005 1:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

haha bara þúst...komast í fríhöfn... kaupa tollinn... bjór kl 7am og svona...

annars örugglega voða gaman fyrir norðan ;)

annars hefur rannveig það gott og er löngu byrjuð að sulla í bjórnum...

 
At september 04, 2005 3:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ranna mín, spurning um að fara að hreinsa aðeins til í commentunum sínum? :P
Vona að allt gangi sem best hjá þér! :)
Les þig síðar :)

 
At september 04, 2005 5:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ baunaskvís :) leiðinlegt að ég missti af partyinu en ég held enn í staffadjömmin hjá okkur :) hafðu það frábært þarna úti !!!

 

Skrifa ummæli

<< Home