Niðurringd!
jæja þá er sólin loks farin í frí hér í danmörkinni, allavega búið að rigna allsvakalega í dag. En Rannslan lét það nú ekki á sig fá og dreif sig niður í bæ að hitta Smárann sem kominn var í djammferð hingað til Köben alla leið frá Malmö. Regnhlífin var bara tekin upp, og skundað af stað. Hún er reyndar orðin eitthvað löskuð greyið eftir daginn, greinilega aðeins gerð fyrir rigningu í logni, en ekki neinar vindkviður eins og voru í dag, alltaf að fjúka upp greyið, mátti valla blása á hana, en elskan dugaði mér nú samt ágætlega í dag, spurning um að kíkja samt eftir einhverri aðeins vandaðri.... Það var frábært að hitta Smárann, fór með honum og skiptinemunum sem voru með honum á Eroticasafnið sem er hér í Köben... og guð minn góður við Smári gjörsamlega töpuðum okkur úr hlátri, vorum byrjuð að tárast strax í anddyrinu á safninu! Allavega mjög góð skemmtun. Eftir safnið var skundað á kaffihús og fengið sér í gogginn ásamt góðu spjalli þar sem talið barst auðvitað að þjóðhátíð, enda ekki skrýtið þar sem 2 vestmannaeyingar tala saman. Hann er svo að fara að djamma í borginni í kvöld með skiptinemunum sem komu með honum, en ég dreif mig heim og kom inn úr dyrunum gjörsamlega niðurringd! En þá er bar a að skella sér í djammfílinginn, þurka sig upp, setja upp andlitið, skella í sig einum köldum öl og kíkja í afmælisteiti til hennar Evu...
Bestu partýkveðjur úr rigningunni í baunalandi
2 Comments:
Já tetta var nú tvílíka safnid sem vid fórum á ! :-) En takk fyrir sídast og vonandi kemur tú svo einhvern tíman yfir til Malmö :-)
já vonandi er ekki allt of langt í að ég kíki yfir til þín
Skrifa ummæli
<< Home