Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, september 28, 2005

Ryksugupirringur

Þetta hélt ég að kæmi nú aldrei fyrir mig, að pirrast yfir því að geta ekki ryksugað! En jújú, Rannslan fór í búð í dag og keypti nauðsynleg hreingerningarefni til þess að geta þrifið hjá sér hátt og lágt, enda kominn tími á það fyrir nokkru síðan. Þegar Rannslan kemst loks heim með græjurnar og startar þrifunum er komið vel fram yfir kvöldmat, og þar sem að allt átti nú að vera skínandi hreint og fínt hjá Rönnslunni tóku þessi þrif nokkuð langan tíma. Eins og allir þeir sem hafa gilt vottorð til þrifa vita þrífur maður allt áður en farið er að ryksuga... svo loks þegar Rannslan var búin að strjúka allt og pússa og ætlaði að fara að ryksuga var klukkan eiginlega orðin of margt til þess að hægt væri að bjóða nágrönnunum upp á hið yndisfagra tónverk ryksugunnar... þannig að nú situr Rannslan í skínandi fínu herbergi og bíður morgundagsins til þess að geta sett punktinn yfir i-ið og ryksugað!
Já veit, þetta er nú ekki líkt mér...en getið þá rétt ímyndað ykkur hvað ég hef mikið að gera hér úti...fyrst ég er farin að pirra mig yfir því að geta ekki ryksugað, og ég sem hef aldrei þolað ryksugur!!!

4 Comments:

At september 29, 2005 9:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Á ekkert að fara bæta manni inn bloggaranna hjá þér;)

 
At september 29, 2005 9:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sorrý, þetta var ég hérna fyrir ofann;)

 
At september 30, 2005 2:01 e.h., Blogger Ranna said...

jú skal reyna að fara að vinna í þessu...kann bara ekkert á þetta, fæ leiðbeiningar hjá henni Hjördísi minni við tækifæri, lofa því...

 
At október 01, 2005 1:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jesús Ranna mín,,, ég trúi þessu nú bara ekki upp á þig eftir öll þau ár sem ég hef búið með þér hef ég alldrei séð þig taka ryksuguna sjálfviljug upp,,, hehehhe en jæja svona gerir bjórin manni greinilega gott hahahah ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home