Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

mánudagur, mars 03, 2008

Íslandsferð í apríl

Sælt veri fólkið, kominn tími á að segja smá fréttir héðan úr Köben. Af okkur er allt gott að frétta, Rannslan loks byrjuð í skólanum og líkar bara vel, gott að brjóta aðeins upp vinnuna með smá skóla. Annars eru helstu fréttir að Mútta og Pabbi ætla að koma í heimsókn til okkar Atla yfir helgina og hlakkar mig ekkert smá mikið til! Loksins fær maður að sýna þeim Kagsåhöllina okkar :o)
Þar sem Rannslan er orðin svo múruð eftir alla vinnuna ákvað hún að skella sér í smá helgarferð heim til Íslands, enda orðið alltof langt síðan maður hefur hitt vinkonurnar og tekið almennilegt Klakadjamm :o) Rannslan mun mæta á Klakann 3. apríl og dveljast til og með 7. apríl, býst við móttökunefnd og lúðrasveit á flugvellinum :o)
Annars bara allt gott að frétta, Atli gerði sér lítið fyrir og rúllaði upp fótboltamóti sem þeir tóku þátt í síðustu helgi. Að launum fyrir fyrsta sætið fékk hann flugmiða heim og til baka, nokkuð góður kallinn :o)
Held ég hafi voða lítið annað að segja í bili héðan úr Danmörkinni, bara farið að vora hér hjá okkur, allavega enginn snjór og læti eins og heima. Væri nú voða gott ef sumarið kæmi bara snemnma til okkar hér í Köben :o)

11 Comments:

At mars 05, 2008 10:00 e.h., Blogger Hjördís said...

sumar ?
ekki alveg að muna hvað það er :)

 
At mars 06, 2008 11:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

sumar.. já það væri gott, en með þessu áframhaldi megum við teljast heppin að fá vor hérna á skerinu,....

;)

 
At mars 06, 2008 12:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hlakka til að sjá þig... mundu eftir hljóðfærinu því það vantar flautuleikar í lúðrasveitina sem mætir að taka á móti þér:)

kv.Rúna

 
At mars 06, 2008 5:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já, ég kann bara að spila á greiðu.

Hlakka til að sjá þig og þitt sæta fés. Ætla að knúsa þig í köku líka!

 
At mars 07, 2008 9:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Thad var mikid, kona!
Thu ert næstum thvi latari bloggari en eg!! ;)
Kvedja frå Heia Norge

 
At mars 08, 2008 9:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég lærði á blokkflautu þegar ég var 6 ára , pant spila á hana ( æ hún er full af slefi). Hlakka til að sjá þig :) kiss kiss

 
At mars 11, 2008 5:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hlakka til að fá þig heim :o) þó að þetta sé stutt heimsókn :)
Sakn og knús

 
At mars 11, 2008 5:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hlakka til að fá þig heim :o) þó að þetta sé stutt heimsókn :)
Sakn og knús

 
At mars 18, 2008 7:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halló!

Rakst á síðuna þína á vafrinu og langaði að skilja eftir spor

kv.ÞóreyJó

 
At mars 26, 2008 9:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ ! Ég pant koma með á djammið þegar þú kemur :-) Sjáumst hress vonandi, kveðja - Smári Jökull

 
At mars 27, 2008 6:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kannski eitthvað að velta fyrir þér að blogga svona uppá fönnið?
24 dagar, þú getur enn bætt metið og komið með blogg í sama mánuðinum. Bara vinaleg ábending.

knús, Dröfn

 

Skrifa ummæli

<< Home