Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

þriðjudagur, september 25, 2007

Nýjar myndir!

Dreif í því að henda inn myndunum, bæði frá Spáni og íbúðinni. Ættuð að finna þær í Albúmi 4 hérna hægra megin á síðunni. Vil síðan fá einhver skemmtileg komment á myndirnar fyrst ég er búin að hafa fyrir þessu!
Annars er það helst í fréttum að við vorum að panta okkur flugið heim um jólin, við munum lenda á Klakanum 21. des og fljúga til baka 30. des. Þetta verður því stutt stopp, en við náum nú vonandi að hitta sem flesta.
Segi þetta gott í bili, njótið myndanna.
Kv. Rannslan

6 Comments:

At september 25, 2007 1:49 e.h., Blogger Hjördís said...

stóðu 2 myndir uppúr, klessta andlitið í glugganum og hárið á þér nývaknaðri.

eftir að skoða hitt albúmið :)

 
At september 25, 2007 2:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað það hefur gaman hjá ykkur á spáni !!!
ég kem með næst!!!

Slæmu fréttirnar í dag eru; engin íslandsferð hjá þér í október:( langar svoooooo að þú komir!!!!!!!!!!!!!!

 
At september 25, 2007 2:21 e.h., Blogger Hjördís said...

haltu þetta bara aðra helgi rúna brúna !!!!!

 
At september 25, 2007 6:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jiii hvað það er gaman að skoða þessar myndir.. íbúðin bara hellingsstór og spánarferðin hlýtur að hafa verið algjört gegg.. mann langar bara til spánar..
hafðu það gott, sæta..
knús frá Ameríkunni

 
At september 26, 2007 3:43 e.h., Blogger dröfn said...

Sælar vina mín! Frábærar myndir og ekkert smá kósý íbúðin. Til hamingju með það.

Ég sé að þetta hefur verið æðisleg spánarferð og ekkert smá flottur staður. Nú langar mig á krúttlegan stað í einhverju fjallarþorpi á heitum stað þar sem lífið snýst aðallega um hvað skuli borða þann daginn, hvað skoða eigi, kæla sig niður og liggja í sólbaði ásamt valkvíða milli kokteildrykkja!

Spurning um að setja þetta á túdú listann.

Kossar og knús til ykkar pjakkarnir mínir.

 
At september 28, 2007 12:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Rosalega f�n �b�in hj� ykkur,, �i� eru� n� meiri rj�mabollurnar kiss kiss

 

Skrifa ummæli

<< Home