Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Vor í lofti?

Þá er maður víst komin aftur í baunalandið eftir frábæra dvöl á Klakanum góða. Get þó ekki sagt annað en að maður hafi verið í smá taugaáfalli þegar stigið var úr 9 stiga hita í Köben inn í 7 stiga frost og rok! En maður var fljótur að aðlagast því, greynilega ekki orðin of dönsk. Starfsþjálfunin gekk vonum framar, allir voða ánægðir að frétta af 3 talmeinafræðinemum sem koma vonandi fljótt til starfa, enda er vöntunin víst svaklega heima. Maður gengur þá allavega garenterað í vinnu :o)
Það hefur sjaldan verið svona mikið að gera hjá mér á Klakanum, heimsóknir út og suður, partý, djamm, bíóferð, bókaklúbbur, innflutiningspartý...Frábær ferð í alla staði þó svo að ég hafi næstum orðið úti fyrstu helgina mína heima, en pabbi reddaði því auðvitað :o)
Hér í danaveldi er allt við sama heygarðshornið, 8-10 stiga hiti, ansi notalegt eftir kuldan heima. Hér er enn verið að slá gras, þannig það er nettur vorfílingur í loftinu...sýnist kuldaboli allavega ekkert vera á næsta leyti :o) Eina er að maður er alveg að kafna í skólanum þessa síðustu daga fyrir jólafrí og prófi, hlaðið á mann aukatímum vegna veikinda, verkleg klinik líka og svo eru maður að reyna koma sér almennilega í gang í jólaprófalestrinum... 2 Julefrokostar, verslunar og djammleiðangur með Smára og Eygló og Jólatívolí er eitt af því sem bíður... Einhverstaðar þarna á milli reynir Rannslan að kreysta út tíma til að versla jólagafir áður en haldið er aftur heim á klaka. Þannig það er ekki hægt að segja annað en að það sé full dagskrá næstu 2 vikur..dagarnir ættu þá ekki að vera lengi að líða :o)
Segjum þetta nóg í bili, best að nýta tímann í eitthvað annað en blogg og meira blogg..
Med venlig julehilsen úr Baunalandi :o)

4 Comments:

At desember 01, 2006 10:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

og svo er bara áramótagleði í eyjum næst?!?!

 
At desember 01, 2006 7:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

velkomin heim aftur.. gaman að heyra að allt gekk vel í vinnunni.. og að þú hafir skemmt þér vel..
gangi þér vel með jólapróf og jólagjafir og hafðu það notó í Dan fyrir mig líka!

 
At desember 02, 2006 4:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Næsta djamm er 16.des :)

 
At desember 03, 2006 10:10 e.h., Blogger dröfn said...

það verður keppst um að fá þig i vinnu elskan!
-já, ég tek líka undir kommentið hennar rúnu.. verður mín á eyjunni góðu á áramótum?
kossar og knús úr eintómum leiðinlegheitum.!

Dröfn

 

Skrifa ummæli

<< Home