Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

mánudagur, nóvember 06, 2006

Ég hlakka svo til!

Þá er það komið á hreint hvenær ég kem heim á Klaka! Flýg heim 16. nóv og verð þar til 27. nóv! Mamma og Pabbi splæstu í flug handa fátæka námsmanninum sínum, á náttúrulega bestu mömmu og pabba í heimi! :o)
Þannig það eru bara 10 dagar í Rönnsluna...mun vera að mestu í starfsnámi hjá Bryndísi Guðmundsdóttur hjá Talþjálfun Reykjavíkur en sennilega líka eitthvað á heyrnar og talmeinastöðinni (þetta er spes fyrir þig Emilía mín).
Fyrir utan það að vera í starfsnáminu hef ég nú hugsað mér að hitta mann og annan, vona að ég finni eins og eitt gott partý (er Brávallagatan eða H26 ekki game???), nokkrar kaffihúsaferðir og fullt af rúntum, ætti auðveldlega að ná þessu þar sem ég næ nú 2 íslenskum helgum ;o)
Annars er allt fínt að frétta hér úr Köben, í veðurfréttum er það helst að þessi fimbulkuldi sem hefur herjað á Baunabúa er að mestu farinn, en komin rigning í staðin...veit ekki alveg hvort er betra...jú ætli rigningin hafi ekki vinningin þar sem ég þarf ekki lengur að SKAFA af hjólinu mínu á morgnana!
Annars er Rannslan bara að komast í nettan jólafíling þrátt fyrir rigninguna, danskar búðir eru að verða fullar af jóladagatölum, jólasmákökum, jólanammi og bara allsherjar jóladóti...enda kannski ekki skrítið þar sem allir danir eru svo tilboðssjúkir og skipulagðir í öllu að þeir eru búnir að öllum jólainnkaupum í nóvember, hvort sem það er jólaskraut eða jólagjafir...Get þó ekki sagt að ég hafi smitiast af þessu...er ennþá sami íslendingurinn í mér og kaupi allt á síðustu stundu...

11 Comments:

At nóvember 07, 2006 12:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að sjá þig! Það verður sko örugglega nóg að gera hjá þér á klakanum. Ég er allavega byrjuð að plana! :)

 
At nóvember 07, 2006 2:14 f.h., Blogger Hjördís said...

þú hringir bara þegar þú átt lausan tíma !! :)

 
At nóvember 07, 2006 11:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

það verður partý á brávallagötunni þann 18. myndi það kannski vera betra að hafa það á föstudeginum? þú ræður:)

 
At nóvember 07, 2006 6:10 e.h., Blogger Ranna said...

Þú mátt alveg ráða þessu Rúna mín! Þetta er fyrsta planið í dagskránni minni, ekkert annað komið á blað eins og er... vinn svo planið bara út frá þessu mohítópartýi ;o)

 
At nóvember 07, 2006 10:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra að þú verður allavega í Köben þegar ég mæti á svæðið, ég panta djamm með þér þar ! :-)

Kv. Smári Jökull

 
At nóvember 08, 2006 10:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég legg til að það verði þá á laugardeginum

 
At nóvember 08, 2006 7:38 e.h., Blogger dröfn said...

íha, jahú, jibbí og framvegis..
hohoh

 
At nóvember 09, 2006 5:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir þetta, Rannsý.. gangi þér rosalega vel í starfsnáminu.. hlakka til að heyra hvernig það var.. hafðu það gott á íslandi og borðaðu fullt af íslensku alls kyns fyrir mig líka og djammmaður FEITT fyrir mig..

 
At nóvember 10, 2006 1:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að fá þig heim sys ;o) Sem betur fer verður þessi geðveiki búin hjá mér henni lýkur semsagt á laugardaginn klukkan 12:00 get sagt þér að þá verður mikil gleði í langholtinu og þá ekki eingöngu að minni hálfu heldur einnig af hálfu Ólafs og Jakóbínu!!! Hehehe álag að hafa taugatrektan námsmann á heimilinu greinilega ;0) En já maður getur þá byrjað að eiga eðlilegt líf afttur t.d tala við fólk, stunda staðina í 101, kíkja jafnvel í bíó og hvað eina ;o) Allt annað en Hlaðan for least ;) En jám hlakka til að sjá þig sæta ;o) sem og afmælisgjöfina mína :P

 
At nóvember 14, 2006 10:49 e.h., Blogger dröfn said...

2 í komu, þrír í bibbu á brávallagötu? :)

 
At nóvember 22, 2006 12:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

öfunda þig á því að vera á íslandi.. hafðu það gott og skemmtu þér vel.. hlakka samt til að þú komir aftur á bloggið :D
knús..

 

Skrifa ummæli

<< Home