Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

laugardagur, apríl 15, 2006

10 ára fermingarafmæli!

Jebb í dag þann 14. apríl eru liðin heil tíu ár frá því að Rannslan fermdist, sjæse hvað þetta líður alveg ógeðslega hratt, manni finnst maður bara vera orðin eldgamall þegar maður sér þessa tölu 10 ár!!! Finnst nú ekki vera svona agalega langt síðan ég skundaði í borgarferð með múttu að finna fermingardress, hanska, sálmabók og ekki má gleyma gífurlega glæsilegum fermingarskóm, eða ætti kannski frekar að segja klossum! Amma fékk alveg fyrir hjartað þegar hún sá uppáklædda dömuna á fermingardaginn í kjól (sem gerðist aldrei á þessum tíma, lítið fyrir kjóla), búin að fara í þessa fínu greiðslu hjá Ástu frænku og smá föðrun með og svo á þessum klossum við! Hún sagði nú ekki mikið, en mikið fannst mér það fyndið þegar ég sá svipin á þeirri gömlu... Kannski ekki hægt að ljá henni það þar sem þetta voru algjörir hippaklossar, örugglega hækkun um heila 10 cm, sem mér stubbinum fannst nú ekki leiðinlegt, verst bara hvað þeir voru ógeðslega þungir!
En þetta var það allra heitasta í tískunni í á þessum tíma og veit ég að ég var ekki sú eins sem fermdist í þessum gæða klossum :o) Þessir skór hafa svo hin síðustu ár einkum verið notaðir við hippadress þegar ég skelli mér á hippaballið heima í eyjum...
Það eru semsagt komin heil 10 ár frá þessum degi... og ég semsagt að fara á árgangsmót í sumar, sem er nú eiginlega það eina skemmtilega við þetta :o) Hlakka ekki lítið til, og eins gott að þessi danski skóli tímasetji prófin mín þannig að ég komist til eyja helgina 23.-25. júni! Annars fer ég í mál við hann, það er alveg á hreinu, ætla ekki að missa af því partýi :o) Annars er þessi dagur nú líka mjög merkilegur fyrir þær sakir að einmitt fyrir 10 árum á fermingardaginn minn fæddist yndislegasti köttur sem uppi hefur verið, hún Doppfríður Olsen, eða Doppa mín :o) Hefði hún semsagt orðið 10 ára í dag ef hún væri enn á lífi...
Annars er það helst að frétta úr danmörkinni að páskarnir hafa nú bara verið tiltölulega rólegir hjá Rönnslunni...fyrir utan páskafrokostinn hjá bekknum mínum sem haldinn var á miðvikudag. Þá hittumst við öll heima hjá einni í dýrindis mat og öli, en danir hafa nú ekki mikið djammþol, þannig að þar sem partýinu var startað kl 17 var því bara slúttað kl 12...Gengur ekkert að kenna þessum dönum að djamma..þannig að ég skellti mér bara heim á Kagsaa og kom við hjá Konna í síðasta öl og spjalli :o)
Held ég hafi ekki meir af fréttum í bili...enda fátt sem gerist hér hjá mér þessa dagana, tel bara dagana þar til Bryndís vinkona kemur hingað út til mín, 21 dagur! :o) og svo eru ekki nema 110 dagar í þjóðhátíð ;o)

9 Comments:

At apríl 15, 2006 1:27 f.h., Blogger Ranna said...

hehe aðeins of æst í að komast heim :o)
Búin að breyta þessu...

 
At apríl 17, 2006 4:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ skvís
10 ár segir þú, ég ætla sko ekki einu sinni að reikna mín..

en ég er svo ánægð að Bryndís skyldi hafa ákveðið að skella sér út, ég skála við ykkur á sunnudeginum ef ég verð búin að átta mig á tímamismuninum ;)

sjáumst í sumar
kv. Eva

 
At apríl 23, 2006 5:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu... Þetta var nú barasta aaaalgjör óþarfi, þessi fyrsta setning sko!
Maður verður hálf niðurdreginn við tilhugsunina um hvað maður er orðinn gamall, og þú bara blastar því framan í mann í byrjun og núir salti í sárin gegnum allan póstinn!!
Er aaansi hreint hrædd um að þú þurfir að vera dugleg að blogga um ljósku-moment Rönnunnar til að bæta þetta upp! ;)

 
At apríl 23, 2006 1:28 e.h., Blogger dröfn said...

jahérna hér!

ég sé að danirnir hafa ekki enn orðið fyrir áhrifum frá íslensku rönnslunni. þetta þarftu að fara að bæta mín kæra.

veistu annars hvenær kjellingin byrjar í prófum?

 
At apríl 25, 2006 12:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hlakka til ad fá tig til Spánar systa... 11. mai tetta styttist. Tá verdur sko horku systra djamm ;) miss you

 
At apríl 27, 2006 11:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

þú ert bara drullu ofvirk í blogginu!!!

 
At apríl 27, 2006 2:05 e.h., Blogger Birkir said...

trúi ekki upp á þig að þú hafir ekki bloggað í tilefni af því að það voru 100 dagar í þjóðhátíð...

 
At apríl 27, 2006 6:38 e.h., Blogger Ranna said...

Jebb viðurkenni fúslega að ég hef verið löt í þessu bloggi, eiginlega bara búin að gleyma þessu...auðvitað til háborinnar skammar að blogga þegar minna en 100 dagar eru í hátíð þjóðarinnar, en fer í það að sjóða saman blogg :o)

 
At apríl 28, 2006 1:31 f.h., Blogger Hjördís said...

já það er allavega fullt í fréttum ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home