Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Amma dreki í Köben!

Jæja þá er enn ein crazy helgin liðin! Veit ekki hvernig þetta á eftir að enda hérna hjá mér, sennilega líður ekki á löngu þar til ég verð orðin þekkt í miðbæ köben fyrir djamm og djúserí með snarbiluðum Íslendingum :o)
Að þessu sinni var það Ásta föðursystir (öðru nafni amma dreki), ásamt Rönku (öðru nafni amma ísbjörn) vinkonu sinni og Kristínu dóttur hennar sem að máluðu pöbbana rauða með mér...Hins vegar tók amma dreki af mér loforð um að blogga pent og fínt um helgardvöl hennar hér í Köben, þar sem hún er nú komin langt á fimmtugsaldurinn og vill ekki verða höggvin af ættratrénu, því verður því allra svæsnasta sleppt hér ;o)
Laugardagskvöldið byrjaði allavega snemma í góðum kínverskum málsverði heima í íbúð hjá Kristínu og Kára, sem var skolað niður með ísköldum bjór og nokkrum tópasskotum. Þar var horft/hlustað á Eurovision í gegnum netið og úrslitunum fagnað ógurlega. Eftir keppnina var aðeins hitað betur upp með bjór og tópast ásamt ýmsum fleiri brjóstastyrkjandi veigum sem voru þar á boðstólum... Þá drifu gellurnar sig niður í bæ, en Kári greyið var skilinn eftir heima til að passa. Það voru einstaklega hressar og föngulegar dömur sem skunduðu í bæinn þetta laugardagskvöld, amma dreki skar sig vel út í eiturgrænum jakka, nískupúkabuxum og aumingjastígvélum, amma ísbjörn, ein stresshrúga, einnig klædd í nískupúkabuxur (þetta er víst það flottasta í tískunni hjá þessum fertugu...), hoppandi hérahopp hér og þar, ásamt því að leggja sig í líma við að labba ekki niður runna og ljósastaura, en það hafið verið stundað nokkuð í ferðinni :o) Við Kristín skemmtum okkur svo konunglega með þessum 2 eðal-ömmum! Það var rölt á milli ýmissa írskra pöbba og tékkað á stemmingunni, amma dreki steig síðan trylltan pissudans á miðju Ráðhústorgi, held ég hafi sjaldan séð nokkuð fyndnara! Hún var einnig staðráðin í að koma mér út, og voru þær 3 búnar að finna hitt fínasta mannsefni handa mér og gekk allt eins og í sögu þar til að við komumst að því að hann var HOMMI...eða það héldum við allavega í fyrstu, amma dreki komst síðan að því að það var um misskiling að ræða, en það víst aðeins of seint...(ef þeir eru ekki rónar þá eru þeir hommar! held ég gefist bara upp...)
Amma dreki var síðan æst í að taka hjólataxa heim eftir að hafa frétt af svaðilförum mínum um síðustu helgi, það var þó ekki hættandi að taka kappaksturinn á þetta þar sem að sú gamla gæti fengið fyrir hjartað... En þetta varð nú samt soldið skondin hjólataxaferð, þar sem að ég og amma dreki sátum í vagninum, fundum okkur ungan strák til að hjóla með okkur, og hjólarinn sem átti hjólið fékk að sitja í fanginu á okkur ömmu dreka, létum svo greyið strákinn borgar fyrir ferðina, þó svo að hann hafi séð um að hjóla með okkur! Held að ég verði ströffuð næst þegar ég ætla að taka hjólataxa...orðin þekkt á meðal þessara fáu hjólataxahjólara...
En ætli þetta sé ekki orðið nógu gott af sögum helgarinnar, aðrar sögur eru ekki prenthæfar, hvað þá til birtingar á netinu...ég þakka bara fyrir frábæra helgi, bíð spennt eftir hvað gerist næstu helgi, mamma og pabbi á leið hingað út til mín...

Ég var víst klukkuð af góðri vinkonu, en ætla að geyma það til morguns, hef ekki orku í að svara þeim lista núna... Svo er maður bara orðinn heimsfrægur heima á íslandi, farnar að birtast djammmyndir af mér í aðal glanstímariti landsins, Fréttablaðinu! Heitir aðdáendur geta skráð sig í kommentakerfið og ég sendi þeim áritaða mynd :o)

9 Comments:

At febrúar 19, 2006 11:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Dísús... ekki taka út allan djammpakkann áður en ég kem eftir 18 daga !!

hittiru annars ekkert þóreyju ??

 
At febrúar 19, 2006 11:46 e.h., Blogger Ranna said...

Jú en bara í stuttan tíma, hún var líka voða stilt og prúð... ekki eins æst og ömmurnar tvær :o)

 
At febrúar 21, 2006 8:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Varstu ekki búin að sjá myndirnar í Se og Hør???

 
At febrúar 21, 2006 12:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Amma Dreki:) Það á nú vel við hana!!!
Það hefur greynilega verið mikið fjör hjá ykkur.
'Eg held ég verði nú að prófa þessa hjólataxa þegar ég fer út.

 
At mars 01, 2006 12:56 f.h., Blogger Hjördís said...

snjór á spáni??? ji dúdda!!

takk fyrir sms-ið í dag !! er strax byrjuð að safna fyrir skíðaferð!! ekki nokkur vafi! 9 dagar í köben baby!!

 
At mars 04, 2006 11:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

er hún amma Dreki ekkert að fara frá köben eða hvað??? mig er farið að langa til það sjá nýtt blogg! :D

 
At mars 04, 2006 12:02 e.h., Blogger Ranna said...

hehe allt að verða vitlaust hér! En jújú gleymdi að segja ykkur dyggu lesendur að ég skrapp í skiðferðalag til Austurríkis, blogga um það á mánudag þegar ma og pa eru farin heim á klaka...

 
At mars 08, 2006 5:03 e.h., Blogger Hjördís said...

Á ekki að blogga um konu mina :0

 
At mars 08, 2006 5:03 e.h., Blogger Hjördís said...

komu mína hahahahahaha

 

Skrifa ummæli

<< Home