Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Gengin í barndóm

Jæja merkilegt hvað maður bloggar orðið sjaldan hér, bloggletnin alvega að fara með mig, eða maður ætti kannski bara að segja að almenn leti herji ámig þessa dagana! Annars róleg og þægileg helgi liðin og skólinn tekinn við aftur, er einhvernvegin ekki mjög upplögð í þennan endasprett sem eftir er af skólanum, farin að telja dagana þar til ég kemst heim í dekrið :o)
Annars er það hels að frétta að Rannslan yngist greinilega bara með hverjum deginum hér í Köben, var allavega að kaupa mér klippikort í lestar og strætó í gær, og var selt barnakort! Erum sko að tala um að það er fyrir 16 ára og yngri... Já þannig að ég ferðast bara á barnakorti þessa dagana! Ekki hægt að segja að ellikellingin sé búin að ná mér ennþá :o)
Var búin að lofa ykkur smá lýsingu á kennurunum mínum, skemmtilega fyndnir karakterar.
Mads sem kennir mér málfræði er yngstur af þeim, ný skriðinn úr skóla og hefur alveg óstjórnlegan áhuga á málfræði, kallar sjálfan sig Málfræðinördið, og ég get alveg tekið undir það... Hann er nú svona í hallærislegri kanntinum í útliti og klæðaburði, reyndar ótrúlega líkur Harry Potter! Oft frekar utanvið sig, greinilega svo mikið að gera í málfræðirannsóknum að það gefst enginn tími til að fara í klippingu, þar sem að hann er kominn með MIKINN lubba, eins og ég segi, Danir eru alltaf í tískunni....En hannmá eiga það að hann er góður kennari og ég skil hann nokkuð vel, fær auka plús fyrir það :o)
Frúin sem kennir mér hljóðfræði heitir Birgitt og er sko búin að kenna þetta fag í 30 ár eða eitthvað... Líkt og Mads þá er þetta hennar líf og yndi, hefur alvega ótrúlegan áhuga á kennslunni, sem kemur sér mjög vel fyrir okkur. Hún er alveg ótrúlega fyndin í útliti, fyri það fysta er hún alveg pínupínu lítil og svo mjó að hún er innfallin, er að meina það...er svona hokin! Svo er hún með alveg rosa þykkt og mikið grátt hár, sem nær akkúrat niður að kjálka, það er svo þykkt að maður sér ekkert framan í hana nema að horfa beint framan á hana, annars sér maður bara gráan hárvegg... Svo er hún oft hlaðin risastórum hringjum og armböndum, klædd í skærgræna jakka og með buxurnar girtar upp að brjóstum og auðvitað með belti til að halda þeim uppi, til að setja punktinn yfir i-ið er hún svo með alveg eldrauð gleraugu, mjög smart!
En það verður framhaldsþáttur í þessum kennaramálum, fáið lýsingu á hinum 2 í næstu færslu...
Rannslan kveður í bili úr tískulandinu...

6 Comments:

At nóvember 23, 2005 6:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já, gott að vera unglegur, en kommon!! 16?? hahaha.. ekta líka danskir kennarar eitthvað, Mads og Birgitt krúttídúllur ;o) æj hvað það væri líka bara allt annað en leiðinlegt að vera hjá þér að kaffihúsast og hafa það næs.. knús

 
At nóvember 24, 2005 1:13 f.h., Blogger Hjördís said...

úfffffffffffffff hvað varð um dani??
ég hélt að dönsku strákarni væru svo smart og svona... pant ekki ég flytja þangað... allavega ná mér í einn íslenskan fyrst :)

 
At nóvember 24, 2005 2:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

... og þú ert á Kaupmannhafnarsvæðinu, bíddu bara þangað til þú ferð til Jótlands... þar eru sko saman komin öll tískuslys samtímans!!!

 
At nóvember 25, 2005 11:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

alveg spurning um að kíkja í heimsókn og kíkja á tískuslysin... hvað segir þú um það Hjödda pönk???

 
At nóvember 26, 2005 9:32 e.h., Blogger Ranna said...

Líst ótrúlega vel á það Lauga :)

 
At nóvember 26, 2005 10:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alltaf til :)

 

Skrifa ummæli

<< Home