Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Á lífi!

Já ég er á lífi hér í Köben þó svo að ekkert hafi verið bloggað í rúma viku. Búin að vera einstaklega löt við að blogga og eru aðalástæður þess að mikið er búið að vera að gera í skólanum og svo hef ég þjáðst af ótrúlega mikilli heimþrá síðustu daga, og ákvað bara að sleppa því að blogga svo ég gæti hlíft ykkur við heimþráarvælinu í mér...annars er nú ekki mikið að frétta, nema bara skóli og aftur skóli. Fékk reyndar sendan pakka að heiman með fullt af íslensku nammi, harðfisk, Séð og Heyrt og nýja disknum frá Sálinni, æðislegt að fá svona íslenskar gæðavörur af fróni. Helgin var bara nokkuð róleg, aldrei þessu vant, fór í heimsókn og mat til Evu og Jökuls á laugardag sem endaði með því að Eva dró mig með sér á barinn, eitthvað Hrekkjavökupartý þar í gangi... greinilegt að íbúarnir í minni blogg voru þeir einu sem tóku það alvarlega og mættu uppábúnir á barinn, ég sveikst þó undan að mæta í nornabúning og með skott....Dagurinn í dag var vel nýttur í lærdóm, þar sem skundað var á bókasafnið í morgunsárið og setið og lesið fram á kvöld, ég og Birkir komum svo við á pítsastað á heimleiðinni til að næra útúrlesinn heilann, það væri nú ekki frásögufærandi nema fyrir það að inn á matsölustaðinn kom þessi svaka strákahópur og þar fékk ég en og aftur staðfestingu á sórundarlegri fatatísku dana... Við erum að tala um það að einn strákurinn var í gallabuxum með gullitað risastórt M á rassinum, það var bara eins og einhver hefði málað mcdonalds merkið á rassinn á honum!!! Ég var svo forviða að ég gat ekki hætt að glápa á rassinn á greyið drengnum....þvílík hörmung, vildi eiginlega að ég hefði verið með myndavél, þetta var svakalegt...
Annars lítið meir að frétta, skal reyna að vera duglegri að blogga, búin að fá ófáar skammir undanfarið fyrir bloggleti, annars bið ég bara að heilsa hér úr danaveldi í bili og vona að þið hafið það gott í frostinu á fróni :)

4 Comments:

At nóvember 02, 2005 2:22 f.h., Blogger Hjördís said...

láttu ekki svona, þér fannst hann bara með flottan rass!!! :)

 
At nóvember 02, 2005 7:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

a star is born!! held svei mér þá að tískulögga dana sé mætt á svæðið ;o) svavar örn watch out.. gott að heyra að þú sért á lífi sæta mín. knús, Dröfn

 
At nóvember 03, 2005 11:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

En hvað er gott að fá að lesa nýtt blogg hjá þér ;) Ætlaði bara rétt að kasta kveðju á þig þar sem ég þarf að fara að þrífa fyrir pakkið sem er að koma heim frá Búdapest á eftir.....
Kveðja úr Langholtinu ;*

 
At nóvember 03, 2005 2:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir linkinn, kannski kominn ´timi til;)

 

Skrifa ummæli

<< Home