Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

sunnudagur, október 09, 2005

Ólukkudagur!

Þetta er aldeilis búinn að vera ólukkudagur í dag svo ekki sé minna sagt! Rannslan náði með einhverri óskyljanlegri óheppni að festa bómul af eyrnapinna inni í eyranu á sér...náði honum enganvegin sjálf úr, þannig að það var farið í heimsókn til þess að fá hjálp...ekki gekk það mikið betur þó að við værum 2 að reyna að ná þessum andsk. bómul út... Þannig að þá var næsta skref að hringja á læknavaktina hér í Herlev, þar fengum við þær upplýsingar að ég ætti að drífa mig niður í Apótek og kaupa mér einhverskonar skolunarvökva....þegar við komum niður í apótek og ætlum að fá vökvan þar segja apótekararnir að ég ætti ekki að setja þetta í eyrað á mér heldur bara fara á læknavaktina og láta þá taka þetta úr, það væri öruggast. Þannig að aftur var brunað af stað niður á sjúkrahús, komst strax að hjá lækninu og sá fram á bjartari tíma þar sem ég áleit að ég væri nú að fara að losna við bómulinn úr eyranu...en neinei, Rannslan var aðeins of bjartsýn get ég sagt ykkur. Læknirinn sem skoðaði mig sagðist ekki hafa réttu töngina hjá sér til þess að ná þessu út, þannig að ég yrði bara að hringja í heimilislækninn minn á morgun og fá hann til að redda þessu. Sko við erum að tala um að læknirinn sem ég fór til vinnur og RISA stóru sjúkrahúsi, þetta er ríkissjúkrahúsið í Herlev og hann gat ekki reddað einni töng!!!! Ekki eins og þetta hafi verið heilsugæslan á Raufarhöfn! Það var Mjög PIRRUÐ Rannsla sem strunsaði út af læknavaktinni áðan get ég sagt ykkur! Þannig að ég þarf að hringja í lækninn minn á morgun milli kl 8 og 9 (eins gott ég er að fara í skólann, þannig að ég vakna pottþétt) og panta mér tíma hjá heimilsilækninum, það er sko eins gott að hann tali ensku! Þannig að núna situr Rannslan heima frekar pirruð yfir danskri læknaþjónustu, og by the way minnið mig á að nota aldrei eyrnapinna á danskri grundu!!!

3 Comments:

At október 09, 2005 10:58 e.h., Blogger Hjördís said...

dísús!!

viltu ekki bara að við sendum þér íslenska eyrnapinna... eru öruggari...pottþétt... eða úps... þessir á íslandi eru ekki íslenskir... en þetta er allavega ótrúlegt!

 
At október 09, 2005 11:41 e.h., Blogger Ranna said...

Mátt frekar senda mér íslenskan lækni!

 
At október 10, 2005 2:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hahaha!! þú ert alveg mögnuð ;o) ef ég gæti mundi ég bara fljúga með íslenzka læknatöng til þín og redda þessu á nó tæm svítí!! treystiru mér ekki alveg til þess? fengir þér bara smá í tánna fyrir, það reddar þessu. hih!

 

Skrifa ummæli

<< Home