Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

mánudagur, október 03, 2005

Íha!

Jæja þá er helgin liðin, og grár mánudagurinn tekur á móti manni, greinilegt að það er að hausta hér í baunalandi, hitinn rétt skríður í 15 stig. Annars var afmælisteitið hjá henni Evu alveg hreint út sagt frábært! Komst loks í almennilegt partýstuð, enda verið að djamma með íslendingum, það voru tekin jellískot, kokteilar, neftóbak og þjóðhátíðarlög sett á fónin, þetta bara gerist ekki mikið betra! Það var allavega svo gaman í partýinu að við nenntum ekki í bæinn heldur bara bara djammað heima í íbúð. Sunnudagurinn var nú frekar slappur eftir ósköp næturinnar enda er Rannslan greinilega eitthvað að missa niður djammþolið hér úti í danaveldi... Þar af leiðandi var legið í leti, glápt á norska, sænska, danska og enska raunveruleikaþætt megnið af deginum...Annars sá ég þá allra stærstu og ógeðslegustu könguló sem ég hef á ævi minni séð (með berum augum sko) inni á klósettvegg hjá mér í morgun! Þar sem að það er enginn kallmaður á svæðinu varð Rannslan bara að redda málunum sjálf og sturta hlussunni niður í tojarann...Ég get sko sagt ykkur það að Rannslan hefur sjaldan verið jafn ótrúlega vakandi svona snemma morguns, eins og hún var eftir að hún sá þessa ógeðslegu hlussu!

3 Comments:

At október 04, 2005 12:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

úfff.. hún hefur tekið vel á móti þér sú stóra!! en annars er gott að heyra ap rannslan sín er búin að finna sig aftur í Dk. ég var farin að hræðast það að þú kæmir svo settleg heim!!
kissoknús, Dröfn

 
At október 05, 2005 12:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Við söknum þín portkonan þín!
Kv. frá öllum, sérstaklega hnitstjörnunum Eyrúnu, Evu, Helgu og Þórdísi.

 
At október 09, 2005 8:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vóvó ég hélt að Rannveig myndi aldrei snerta þessi jellýskot aftur ;) kveðja frá risanum :)

 

Skrifa ummæli

<< Home