Íha!
Jæja þá er helgin liðin, og grár mánudagurinn tekur á móti manni, greinilegt að það er að hausta hér í baunalandi, hitinn rétt skríður í 15 stig. Annars var afmælisteitið hjá henni Evu alveg hreint út sagt frábært! Komst loks í almennilegt partýstuð, enda verið að djamma með íslendingum, það voru tekin jellískot, kokteilar, neftóbak og þjóðhátíðarlög sett á fónin, þetta bara gerist ekki mikið betra! Það var allavega svo gaman í partýinu að við nenntum ekki í bæinn heldur bara bara djammað heima í íbúð. Sunnudagurinn var nú frekar slappur eftir ósköp næturinnar enda er Rannslan greinilega eitthvað að missa niður djammþolið hér úti í danaveldi... Þar af leiðandi var legið í leti, glápt á norska, sænska, danska og enska raunveruleikaþætt megnið af deginum...Annars sá ég þá allra stærstu og ógeðslegustu könguló sem ég hef á ævi minni séð (með berum augum sko) inni á klósettvegg hjá mér í morgun! Þar sem að það er enginn kallmaður á svæðinu varð Rannslan bara að redda málunum sjálf og sturta hlussunni niður í tojarann...Ég get sko sagt ykkur það að Rannslan hefur sjaldan verið jafn ótrúlega vakandi svona snemma morguns, eins og hún var eftir að hún sá þessa ógeðslegu hlussu!
3 Comments:
úfff.. hún hefur tekið vel á móti þér sú stóra!! en annars er gott að heyra ap rannslan sín er búin að finna sig aftur í Dk. ég var farin að hræðast það að þú kæmir svo settleg heim!!
kissoknús, Dröfn
Við söknum þín portkonan þín!
Kv. frá öllum, sérstaklega hnitstjörnunum Eyrúnu, Evu, Helgu og Þórdísi.
vóvó ég hélt að Rannveig myndi aldrei snerta þessi jellýskot aftur ;) kveðja frá risanum :)
Skrifa ummæli
<< Home