Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

laugardagur, október 08, 2005

Stórborgin

Maður var illþyrmilega minntur á það í vikunni að maður er ekki lengur heima á litla Íslandi. Þegar ég ætlaði að fara að taka lestina heim um daginn eftir lærdóm á bókasafninu og kaffihúsaferð með stelpunum fékk ég ekki að fara inn í Hovedbanegaarden þar sem að verið var að rýma lestarstöðina vegna grunsamlegrar tösku sem haldið var að sprengja væri í. Þetta er víst búið að gerast nokkrum sinnum hér í Köben, maður fékk hálfgerðan hroll þegar maður áttaði sig á því hversu nálægt þetta er núna þegar maður er kominn hingað út...

Annars er vikan að mestu búin að fara í skóla og lærdóm... Fór í gær í alveg frábært íslendingapartý sem stelpurnar sem eru með mér í talmeinafræðinni héldu...Þar var mikil flóra íslendinga í pínulítilli kjallaraíbúð í hliðargötu af Istergade. Það er með sanni hægt að segja að þetta hafi verið mikið fræðingapartý, þar voru talmeinafræðingar, verkfræðingar, stjarneðlisfræðingur, jarðeðlisfræðingur og fullt meir af fræðingum sem ég man ekki í augnablikinu. Fannst annsi skondið að í miðju partýi bankaði fyrri leigjadi íbúðarinnar upp á og fékk að kíkja á stemminguna, var þarna með 2 vinum sínum bara að tékkja á nýju íbúunum, frekar subbulegir danir sem voru sem betur fer fjótir að drífa sig út... En kvöldið var frábært, nóg af íslenskir tónlist í blandi við danska, móhító kokteilar ásamt dönskum öl.
Í kvöld er svo stefnan að skella sér á Kagsaafest sem er nokkurskonar árshátíð íslendinganna sem búa hér á Kagsaakollegíinu, verður án efa mikið stuð þar, enda búin að komast að því að það er sko alltaf stuð þar sem íslendinar eru í Köben!!

2 Comments:

At október 09, 2005 7:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Svei mér þá... held þú djammir meira en ég :)

 
At október 09, 2005 7:34 e.h., Blogger Ranna said...

Hehe held það vanti nú soldið upp á að ég nái þér vinan...

 

Skrifa ummæli

<< Home