Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, október 19, 2005

Kort á flakki

Fékk ansi skemmtilegt símtal frá Íslandi í morgun, ungur maður sem sagðist heita Aron hringdi til þess að ath hvort það gæti ekki passað að ég hefið týnt kortaveski...Jú það stemmir sagði ég en það er nú reyndar orðið soldið langt síðan...týndi því nebblega á Menningarnótt, en það var víst fyrst núna að koma í leitirnar hjá þeim núna, niðri í kjallara!! Ekki alveg að fatta á hvaða flakki það hefur verið allan þennan tíma...en það virtist allt vera í því, þannig að mamman var send að sækja Kortaferðalanga niður á Gauk...
Annars er þetta búinn að vera hinn fínasti dagur, sofið út í fríinu og var síðan boðin í kaffi hjá Birki nágranna, hann gerðist svo hugaður að ætla að reyna að kenna Rönnslunni að drekka kaffi....Það gekk nú ekki betur en svo að ég var komin í mjólkina eftir einn kaffisopa þannig að Birkir þurfti bara að drekka kaffið sitt einn, ekki alveg sú skemmtilegasta til þess að bjóða í svona fínheit... En fínt kaffiboð engu að síður, fékk meðal annars kennslu í póker og er því klár í næsta pókerkvöld hér á Kagså þar sem tekjurnar verða vonandi eitthvað drýgðar :o)
Seinni partinn var svo farið í erobikktíma hjá Önnu Ósk. Hún var að fá dótið sitt sent frá Íslandi. Bera þurfti rúm, sjónvarp og nokkra kassa upp heilar fimm hæðir og er óhætt að segja að maður hafi verið orðin vel sveittur og heitur eftir það púl. Á morgun er ferðinni heitið til Guðrúnar frænku og fjölskyldu í Sønderborg, sem þýðir 5 tíma lestarferð og fjör. En þar sem að Rannslan er með einsdæmum morgunfersk er planið að drífa sig snemma á stað og vera komin til þeirra upp úr hádegi, hafiði ekki trú á að það takist?
Reikna ekki með að blogga mikið hjá frænku, þó svo að maður fái kannski að kíkja aðeins á netið, þannig að næsti fréttatími verður ekki fluttur fyrr en á Sunnudagskvöld.

6 Comments:

At október 20, 2005 12:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehehehe sé þig alveg fyrir mér að reyna að drekka þetta kaffi... verst að hann gaf þér ekki blóm líka ... fyrirlitningarsvipurinn sem breiðst hefði yfir andlit þitt ;)

 
At október 20, 2005 3:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hvað er betra en fjölskyldu-hittingur í Sønderborg? hmm..
hugsa til þín af hallarballi í eyjum;o)já, og hafðu það magnað!! knús

 
At október 20, 2005 8:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já og það hugsa örugglega nokkrir til þín úr Gunnarshólma :o)

 
At október 21, 2005 5:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ranna þú hefðir nú frekar átt að hringja í litlu systur, heldur en mömmu og láta hana ná í kortaveskið þitt.... MAður hefði nú komist í ansi feitt að fá allan skilríkjapakkann ha (ekki eins og maður hefur nú ekki fengið þau lánuð áður ;) En jæja ætli maður fari þá ekki bara í kortaleiðangur undir koddann hjá mömmu.... Þar sem að mér grunar nú að hún geymi þau til að sporna við að yngri dóttirinn falli í djamm glötun,,, hmmm ætli það sé nú ekki orðið heldur seint... En hey þú þarft nú að fara að drífa þig á msnið og heyra mína neyðarsögu,,, ég var í skjúkrabíl á mánudaginn,,,, en jæja segi þér það allt seinna því núna er ég á leyðinni á Sálarball í eyjum ;)

 
At október 21, 2005 10:37 e.h., Blogger Hjördís said...

hey Halla...sjáumst :)

 
At október 21, 2005 10:48 e.h., Blogger Ranna said...

omg! Nú er ég forvitin, pabbi var samt eitthvað að tala um hrakfallasögu þína um daginn, en þarf að fara að heyra í þér sys...
Vona að þið skemmtið ykkur vel á Sálarballi í eyjum ;o)

 

Skrifa ummæli

<< Home