Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

þriðjudagur, október 11, 2005

Hrollur

Jæja fór til læknisins í morgun og losnaði við fjandans bómulina úr eyranu, en það kostaði nú samt smá bras. Þurfti að nota einhverja pinna, þar sem að blessuð eyrnatöngin fannst ekki...það virðist greinilega vera mikill skortur á þessum eyrnatöngum hér í Danmörku. Hins vegar tók ekkert voða spennandi á móti mér þegar ég kom heim, skellti mér með þvott í þvottahúsið og þegar þangað kom sá ég að það var búið að girða stórt svæði af fyrir framan nokkrar íbúðir og þar var sjúkrabíll og fullt af löggum. Þegar ég þorði loks að spurja um hvað hefði gerst, fékk ég að vita að það hefði verið framið MORÐ!!! 29 ára stelpa stungin af fyrrverandi kærastanum sínum. Frekar óhugnarlegt, er sko búin að vera með hroll í allan dag og eiginlega ekki fara út úr húsi, rétt þorað út á snúrur með þvottinn minn... Maður er greinilega ekki lengur heima á litla Íslandi...

10 Comments:

At október 12, 2005 12:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er hérna í Drápuhlíð 2, í heimsókn.
Það eru allir hangandi yfir öxlina á mér.
Hér er allt nýtt, ný húsgögn um alla íbúð. Nýjar buxur finnast í skápunum alveg eins og á Háveginum þar sem afi átti buxur í öllum númerum. Auður er með sama lager og afi.
Hér er allt gott að frétta, valdi er heima að lesa en Halla er með mömmu í heimsókn hjá móðursystur sinni hjá Auði og familíu. Birna er að taka mig í tölvutíma. Pabbi þinn er á sínum stað í vinnunni.
kveðja úr Langholtinu sem og Drápuhlíð 2.
Góða nótt.
Kær kveðja frá Mömmu

 
At október 12, 2005 12:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ætlaði bara aðsegja enn einu sinni hvað ég gleðs innilega yfir því að neyðarástandiinu sé aflétt í DANAVELDI og að fjarlægt hafi verið aðskotahlutinn farsællega ;)
En saknaðarkveðjur frá mér
KISS KISS ;* (maður er nú smá farinn að sakna stóru systur )
Hafðu það nú gott systa

 
At október 12, 2005 12:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ vonandi gengur þér vel :P
sakna þín!:'( en bara hafðu það sem best -kv.Birna :P

 
At október 12, 2005 7:19 e.h., Blogger Ranna said...

Hehe takk fyrir umhygguna og góðar kveðjur frá elskulegri familíu... það verður gott að komast heim í öryggið um jólin, ekkert neyðarástand þá :)

 
At október 12, 2005 9:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

var þetta sem sagt bara við kollegíið eða eitthvern spöl frá?? hljómar ekki spennandi. þú verður að fara varlega snúllan mín!!
hvenær mætiru svo á klakann??

 
At október 12, 2005 9:58 e.h., Blogger Ranna said...

Heyrðu þetta var bara á kollegíinu mínu, 2 mín að labba þarna yfir að þessari íbúð, sem betur fer samt ekki í minni blokk!
En kem sennilega heim 17.des... ekki samt alveg fastákveðið...

 
At október 13, 2005 2:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Rannveig... ef þú kemur heim þá, þá bara hrynjum við í það um kvöldið... meina þú að koma og ég að klára prófin... gæti ekki verið betra :)

 
At október 13, 2005 3:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

úúúú... ég verð með!! víúvíú
þetta verður svo fljótt að líða, næstum því á morgun ;o)

 
At október 13, 2005 6:31 e.h., Blogger Ranna said...

Jebb, dagskráin sett á það...verst að maður þarf sennilega að mæta settlegur og fínn í stúdentaveislu hjá henni litlu sys, en hef enga trúa á öðru en hún skilji ástand mitt...veit hins vegar ekki alveg með mömmu, en því verður reddað :)

 
At október 13, 2005 9:59 e.h., Blogger Hjördís said...

Bína?

 

Skrifa ummæli

<< Home