Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

sunnudagur, október 16, 2005

Svíþjóðarferð

Jæja þá er maður kominn aftur heim til Köben eftir vægast sagt frábæra helgi hjá Smára í Malmö. Lagði upp í ferðina á hádegi á föstudegi og var komin til Malmö rúmlega 2, þar sem Smári tók á móti mér og fylgdi mér í græna strætóinn, fynnst frekar fyndið að strætóarnir séu grænir í Svíþjóð, passar eiginlega ekki við þá. Eftir að hafa skilað töksunni upp á Cellsíusgarden þar sem Smári býr var farið í bæjarleiðangur og skoðað í búðirnar í Malmö, mjög áhugavert og verð að segja að ég væri alveg til í að fara í smá verslunarferð yfir til Svíþjóðar, mun skemmtilegra að versla þarna þar sem að það er ekki allt morandi í fólki eins og hér í Köben. Um kvöldið var svo eldað heima og djammað með 2 skiptinemastelpum frá Finnlandi og USA sem búa á sama stað og Smári. Fínt en rólegt kvöld, fórum niður í hverfi sem kallast Möllen og settumst út á bar og fengum okkur bjór með unaðslegum gashitara sem hélt á okkur hita þarna út, mjög sniðugt apparat, ekki má gleyma óborganlega stráknum sem kom hjólandi með risastórann gamaldags ömmu gólflampa með kögri og öllu á BÖGLABERARANUM!! Hvað er það, við Smári hljógum svo ógeðslega mikið að hinum 2 stelpunum sem voru með okkur var hætt að lítast á blikuna, en hver hjóla um Malmöborg með risa gólflampa á böglaberaranum?!? En er farin í bíó, fáið framhald á eftir...

3 Comments:

At október 16, 2005 9:23 e.h., Blogger Hjördís said...

oh Rannveig... ég hélt það væru komnar sögur sem ég væri ekki búnað heyra!! :(

 
At október 16, 2005 10:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Alveg líkt þér að verða vitni að einhverju svona:) En hvernig er það kelling á ekkert að fara að setja inn fleiri myndir?
Kveðjur að norðan. Gæi litli

 
At október 17, 2005 12:40 f.h., Blogger Ranna said...

jújú Gæi litli þarf að fara að vinna í því... gef mér bara aldrei tíma í það...skal reyna að drífa í því í vikunni ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home