Hausfrí
Jæja þá er maður kominn í haustfrí, eða tæknilega séð á það ekki að byrja fyrr en í næstu viku, en þar sem að ég er ekki í skólanum á fimmtudögum og föstudögum er haustfríið mitt byrjað! Að það sé komið haustfrí er bæði gott og slæmt, gott þar sem að maður fær frí og það styttist í að maður komi heim til Íslands, en slæmt þar sem að þetta þýðir að önnin er hálfnuð (og mér finnst ég ekki búin að læra neitt svaka mikið) og þar af leiðandi styttist mikið í prófið mitt 3. jan og dönsk ritgerðarskil í lok annar... En Rannslan tók daginn snemma og skellti sér á Svarta demantinn og lærði í allan dag, er alveg þvílíkt stolt af sjálfri sér núna, fyrsti dagur haustfrísins bara tekinn í lærdóm!
Annars held ég að hitastillirinn hér í baunalandi sé eitthvað bilaður, þegar ég var á leið í skólann í morgun, var svoleiðis steikjandi hiti að ég var bara á stuttermabolnum á leiðinni, er ekki örugglega kominn miðjur október?! Annars vor danirnir nú bara samir við sig í úlpunum og vetrarkápunum, það er greinilega bara litið á dagatalið áður en þeir fara út á morgnanna, ekkert verið að gá til veðurs á þeim bæ...
Á morgun er planið að fara yfir til Malmö til hans Smára Jökuls og gera eitthvað skemmtilegt með honum í Svíaríki um helgina. Þannig að þið fáið sennielgar ekkert meir að heyra frá mér fyrr en á sunnudag, nema það sé eitthvað bráðnauðsynlegt...
Bestu kveðjur úr októberhitanum ;o)
3 Comments:
ohh! þvílík gleði hjá þér. hljómar ofsa ofsa vel.. skemmtu þér rosa vel skvízípæ ;o) við gerum svo allskonar þegar við hittumst ;o)
Hvaða allskonar er það Dröfn??;)
bara allskonar fullt! allskonar skemmtilegt! lest þú e-ð sérstakt út úr þessu?? ;o)
Skrifa ummæli
<< Home