Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

mánudagur, október 17, 2005

Svíþjóð-seinni partur

Jæja komin úr bíó, og tími til að halda áfram með Svíþjóðarsöguna...
Á laugardeginum skelltum við Smári okkur í góðan hjólreiðatúr um Malmöborg, ég fékk lánaðan bleikan eðalfák með hrútastýri sem gagnast ágætlega á jafnsléttu, en ég er ekki alveg viss um hvort og þá hvernig hann myndi virka í brekkum... En allavega var hjólað um alla borg og byggingar, strendur, hjólabátar, bílastæðahúsið Anna, Malmökastali og margt fleira skoðað. Um kvöldið var síðan skellt sér á djammið með sænskum strák sem býr á kollegíinu hans Smára. Ferðinni var heitið á sænskan Klúbb sem nefnist Chockolate fabrikka og auðvitað var farið á hjólum þó svo að búið væri að innbyrgða nokkuð (mismikið eftir einstaklingum) af áfengum drykkjum. Á súkkúlagðiverksmiðjunni var dansað af miklum móð og bætt aðeins í áfengisbyrgðirnar, það virtist fara eitthvað misvel í fólk, þar sem að Smári þurfti að senda sænska vin sinn heim fremur snemma vegan þess að hann var að deyja í sófanum... Við spurðum hvort hann ætlaði að labba heim að taka leigubíl, en vinurinn var nú ekki á því þar sem að hann ætlaði ekki að skilja hjólið sitt eftir! Guð má tvita hvernig hann og hjólið hafa litið út þegar þau komu heim... En við Smári djömmuðum áfram í verksmiðjunni og ákváðum svo að fara að ráði svíans og hjóla heim á leið... Get ekki sagt að ég ráðleggi fólki að gera það, þ.e.a.s. hjóla undir áhrifum en held þó að við Smári séum sammála um að það sé ansi skemmtilegt... Það gekk bara nokkuð áfallalaust fyrir sig að komast heim fyrir utan SMÁ óhapp, þegar Rannslan áttaði sig ekki á því í tíma að Smári á bláka fáknum sínum væri að fara að beygja og hljólaðu langleiðina upp á böglaberarann hjá honum... Vorum heppin að hrynja ekki í götuna úr hlátri þegar þetta gerðist, god það var allavega mjög erfitt að hjóla aftur á stað vegna máttleysis, en það hafðist þó. Eins og alvöru djammörum sæmir var auðvitað ákveðið að fá sér að snæða áður en lagst væri til svefns og því komið við á Burger King. Þangað komum við inn, skellihlægjandi yfir hjólafærni okkar og uppskárum frekar undarlegar augnargotur frá matargestum, en okkur íslendingunum var náttúrulega alveg sama héldum bara áfram að fíflast, talandi um að það skildi okkur hvort eð er enginn... en heyrum þá bara sagt í röðinni fyrir framan okkur " nú er það ekki?" þar var þá íslenskur strákur með kærustunni sinni. Þetta fannst okkur náttúrulega alveg svaka fyndið og hljógum og hlógum, en þetta átti nú eftir að batna, það leið ekki á löngu þar til enn ein íslensk stelpa birtist í röðinni og við vorum því orðin 5 íslendingar þarna á Burger King, öll að koma heim af djamminu og í miklu stuði...en þó held ég að önnur íslenska stelpan hafi átt svæðið, þar sem að hún hélt að Smári héti Sáli! og svo gjörsamlega HRUNDI hún í gólfið þarna þar sem við stóðum í röðinni (gólfið var soldið sleipt) og ekki einu sinni heldur 2 sinnum á sömu mínútunni!!! Sko við hlógum öll svo ógeðslega mikið að svíarnir sem voru þarna inni voru farnir að færa sig alltaf fjær og fjær, ég hékk gjörsamlega á búðarkassanum þar sem ég gat ekki staðið upprétt og Smári þurfti að setjast við eitthvað borð þar sem að hann gat ekki staðið í lappirnar vegna hláturs, hef sjaldan á ævinni hlegið jafn ógeðslega mikið!!! Er viss um að Svíarnir hafa haldið að við værum í hópferð af Kleppi, svoleiðsi var allavega svipurinn á þeim sem voru þarna inni... En eftir að allir höfði keypt sér að borða var ákveðið að halda í íslendingapartý og borða Burger King borgarana, hvað annað. Þannig að kvöldinu var slúttað í 5 manna íslendingapartýi, með fólki sem maður þekkti akkúrat ekki neitt! Gjörsamlega frábær dagur í alla staði, sem endaði á ennþá skemmtilegri hátt, það verður allavega erfitt að toppa þetta kvöld hvað hlátur varðar, Ég er þó komin á þá skoðun að það sé öruggast að taka með sér hjálm á djammið, bæði fyrir heimferðina á hjólinu og ef ske kynni að maður skellti sér á Burger King, þar sem að gólfin þar geta reynst hættuleg...

9 Comments:

At október 17, 2005 12:07 e.h., Blogger Klakinn said...

Shiiiit hvad tetta var mikil snilld ! "Haaaa, heitiru SÁLI !!!" :-) En takk fyrir komuna og vertu velkomin aftur !

 
At október 17, 2005 1:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

haha .... sniiilld :) ég sé ykkur alveg fyrir mér!! hlægjandi þarna saman... ekta þið!

 
At október 17, 2005 3:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hljómar hrikalega spennó.. mér finnst það líka bara fyndið að fara á tjúttið og hjóla svo bara heim á leið.. á alveg eftir að prófa það (fyrir utan e-ð rugl m. rúnu brúnu og fagra blakk). testa þetta bara þegar ég kem í heimsókn!! knúsi knús, Dröfn

 
At október 18, 2005 1:30 f.h., Blogger Birkir said...

Þú hefur pottþétt hlegið mikið þegar þetta gerðist því þú hlóst meiri að segja mikið þegar þú varst að segja frá þessu...
Gott að hlæja að hlátrinum!!

 
At október 18, 2005 12:40 e.h., Blogger Klakinn said...

Sko fólkid sem ég bý med spurdi lögguna hvort tad maetti hjóla fullur og hún sagdi já tannig ad audvitad hjólum vid heim ! :-)

 
At október 18, 2005 2:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha!!! Þið eruð nú alveg met! :)

 
At október 18, 2005 5:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

snilld :)
ég reyndi einu sinni við kaupmannahafnarhjól eftir aðeins of mikið magn af áfengi, það virkaði ekkert vel... ég mæli ekki með því allavegna

 
At október 19, 2005 1:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

'Eg vildi kvitta fyrir lesturinn og ég var alveg kominn í hlátursfeelinginn við það að lesa þessa hjóla sögu ykkar Smára :)

 
At október 19, 2005 7:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe ég á eftir að hlægja og hlægja að þessu fram yfir áramót, þetta bara var allt of fyndið kvöld! ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home