Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

sunnudagur, október 23, 2005

Sønderborg

Þá er maður komin heim úr fjölskylduheimsókn frá Sönderborg. Þetta var hin fínasta ferð, þó hún hafi reyndar orðið styttri en ég áætlaði þar sem ég kom heim til Köben í gær. Ferðin byrjaði nú á frekar fyndin hátt... Rannslan vaknaði vægast sagt mjög mygluð um hálf átta, hentist í föt og út til þess að ná strætó á lestarstöðina og lest niður á Hovedbanegaard, þegar þangað var komið var keyptur miði, og reynt að finna blessaðan lestarvagninn sem ég átti að sitja í, hafði reyndar klikkað á því að kaupa mér sér sæti þannig að ég ákvað bara að setjast í næsta vagn sem ég fyndi og væri viss um að færi til Sönderborg... Eftir allt þetta stress lagði Rannslan sig í tæpan klukkutíma en náði ekki lengri svefn þar sem að danskt par hafið plantað sér við hliðina á henni með nokkrum látum enda kom það á daginn að þau voru víst enn vel í glasi eftir djamm næturinnar (skulum samt ath að það var fimmtudagsmorgun!). Þegar þau höfðu komið sér ágætlega fyrir, farið úr skónum og flaggað sokkum og rauðnaglalökkuðum tánöglum (Hjördís hefði verið hress með þau), var dregin upp rauðvínsflaska og 2 bleikum og appelsínugulum plastglösum úr Ikea skellt upp á borð, mér var auðvitað boðinn sopi, en hefið þá þurft að drekka af stút þar sem að þau höfðu því miður ekki hugsað fyrir gesti...ég afþakkaði nú pent, þar sem að klukkan var rétt að skríða í 11 fyrir hádegi.... Eftir að hafa skellt í sig nokkrum sopum af rauðvíni byrjaði sögustund fyrir Rönnslu litlu, þau þurftu auðvitað að fræða mig um djamm næturinnar og verðandi djamm, það þýddi lítið að segjast tala lélega dönsku, það fannst þeim bara enn betra, gátu verið í því að kenna mér ýmist slangur og svoleiðis...þannig að ekki var sofið meir í þessari lestarferð! Í staðin var hlustað á rallandi dani, sem drógu upp rauðvínsflösku nr. 2 þegar sú fyrri kláraðist, þannig að klefinn var farinn að anga af rauðvíni... Stelpan samkjaftaði valla og talaði alltaf hærra og hærra, milli þess sem hún endurtók djammsögur næturinnar bauð hún mér rauðvín og skyldi ekkert í því að ég vildi ekki sopa! þannig að það var frekar þreytt og mygluð Rannsla sem mætti fjölskyldunni í Sönderborg upp úr hádegi á fimmtudegi.
Í Sönderborg var að mestu slappað af, verslað smá en skellt sér á eitt fimmtudagsdjamm með Balda frænd, þar voru rifjaðar upp gamlar sögur þar sem að við frændsystkynin höfum ekki hista að ráði í 10 ár... Eitt sem við frændsystkynin vorum aljörlega sammála um er að Danir hafa alveg HÖRMULEGAN tónlistarsmekk! Á fyrsta barnum sem við settumst inn á hljómuðu lög sem voru vinsæl í kring um 1990, fengum m.a. að heyra titillagið í Strandvörðum, hvað er það!! Þannig að við ákváðum að skipta um bar og ath. hvort tónlistin batnaði ekki, en þar var bara sama prógram á fóninum... Reyndar ansi fyndið að þar þurftum við að borga okkur inn, svo þegar við komum inn var skylda að setja jakkan sinn í fatahengið, annars var manni vísað út, og auðvitað þurfti að borga fyrir það, frekar spes svona... En skemmtum okkur kongunglega, sérstaklega þegar við föttuðum að það var eitthvað fest í gangi og bjórinn var frír til miðnættist!
Annars hefur Rannslan bara tekið því rólega eftir að hún kom heim og notið þess að vera í fríi, tók reyndar smá öfundarkast í gær þegar gjörsamlega allir eyjamenn voru að fara á Sálarball í eyjum, bókað fjör á liðinu þar, fékk m.a. mjög skemmtilegt símatal í nótt með góðu tóndæmi frá henni Hjördísi minni... En það verður bara djammað með ykkur um jólin og þrettándann, þar sem að ég var að lesa á síðunni hans Smára Klaka að Vinir Vors og blóma verði að spila í eyjum á þrettándanum, og ekki verður hlustað á neinar afsakanir fyrir að sleppa við djamm þar!!

6 Comments:

At október 23, 2005 7:25 e.h., Blogger Hjördís said...

Já hvar endar þetta eiginlega hjá manni með djammið...

misstir nú af góðu balli en það kemur ball eftir þetta ball ;)

er með hrollin við tilhugsunina með táslurnar...

djö verður annars gaman á þrettándanum!

 
At október 24, 2005 12:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mikið gaman að þú sért með heimasíðu, vissi ekki af henni fyrr en nú. Hafðu það gott, framvegis verð ég dugleg að heimsækja síðuna þína
kv. Sigga Anna

 
At október 26, 2005 6:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Rannsla mín mundu að hafa með þér rauðvínsglas í næstu lestarferð svo þú getir nú drukkið með djammglöðum dönum...kveðja Svana

 
At október 28, 2005 1:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já skál fyrir Svönu ég tek undir þetta með henni :)

 
At október 31, 2005 10:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Rannsla mín farðu nú að blogga eitthvað elskan!!! ég er farinn að sakna þess að lesa eithvað nýtt á blogginu þínu er ekkert spennó að gerast þarna hjá þér í Köpen ?
Em jæja bið að heilsa í bili ;*
Love þín lille sys

 
At janúar 02, 2007 7:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

You have very much helped me with a source of the information.
- rannaros.blogspot.com q
07 car civic honda
buy used car
car undefined used
used car bergen
used car oakland
used car greensboro
used car raleigh
used car killeen
used car vallejo
used car tacoma

 

Skrifa ummæli

<< Home