Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Blogg blogg!

Jámm sælir lesendur góðir, það er víst nokkuð ljóst að það er kominn tími á blogg þegar "duglegasti" bloggari Danmerkur er farinn að reka á eftir bloggi hjá manni!
Allavega er nú bara allt fínt að frétta hér úr Köben, mestmegnis sama rútínan sem maður lifir þessa síðustu og allra verstu daga, skóli, læra, skóli og læra meira... Annars gerðist ég pössunarpía í síðustu viku og passaði fyrir Evu og Jökul, frábært orðspor mitt var greinilega undarlega fljótt að spryrjast út þar sem að áður en ég vissi af var ég komin með 2 börn í pössun ;o)
Annars uppgötvaði ég flotta verslunarmiðstöð hérna rétt hjá mér á föstudaginn, þegar ég fór með Evu og Jökli í Lyngbystorcenter. Veit ekki alveg hversu gott það er að hafa uppgötvað hana svona snemma, peningarnir verða eflaust fljótir að fara ef ég held mig ekki í hæfilegri fjarlægð... fullt af flottum búðum og sko nóg af skóbúðum handa Rönnslu skófíkli! En síðasti föstudagur ver einmitt svo kallaður J-dagur hér í baunalandi, en það er sá dagur sem að Jólabjórinn frá tuborg kemur á markaðinn, á mínútunni 20:59. Mér skilst að þetta sé einhver svaka partýdagur hér í landi, allavega búið að aulýsa þetta hér um alla borg og margir sem fóru í bæinn að djamma. Ég skellti mér nú bara á blessaðann Kagsaabarinn þar sem að það var rigning og leiðindarveður, en get sko svarið það að það voru færri en venjulega á barnum, og þeir eru nú yfirleitt ekki margir gestirnir þar! Greinilegt að allir skunda í bæinn á þessum degi. Þannig að það var bara tekið því rólega og fengið sér smakk af Jólabjórnum og spilað pool, þar sem ég gjörsamlega RÚSTAÐI lærimeistara mínum 3-0, geri aðrir betur!! Annars verð ég nú að halda uppi heiðri mínum sem tískulögga danmerkur og fræða ykkur um frábæra stígvélanotkun dana, sem er nú alveg sér kafli út af fyrir sig! Sko mér finnst nú allt í lagi að nota regnhlíf og vera kannski í regnjakka þegar er helli rigning, en það er ekki nóg fyrir danina, margir klæða sig upp í heilgalla (bæði regnbuxur og regnjakka) eins og maður gerði á leikskólanum í denn og svo er það greinilega almenn tíska hér að drífa sig í STÍGVÉL þegar það er smá bleyta úti! og þvílík stígvél, svona lág í allavega litum, og það er sko ekkert verið að setja buxurnar yfir svo þetta sé minna áberandi, heldur er þeim bara troðið ofaní!!!! Alveg sérlega smekklegt. Ég fékk sko ekkert smá undarlega augnargot um daginn þegar ég skrapp út á pósthús í adidas sanddölunum mínum í rigningunni, það var bara eins og ég hefið komið frá Mars! Greinilega ekki alveg í rétta fótabúnaðinum, en get sko sagt ykkur að ég myndi ekki láta sjá mig dauða í þessum stígvélum nema í mesta lagi á blautri þjóðhátíð!!
En tískulögga dana kveður í bili, lofa að það verður styttra í næst blogg þar sem að hún Dröfn skoraði á mig að svara einhverjum spurningarlista... Nenni því ekki núna en fer í það næstu daga.
Bless í bili og passið ykkur á dönsku stígvélunum!

14 Comments:

At nóvember 09, 2005 6:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

You have a great blog here! I have a symptoms of diabetes site. It covers everything about symptoms of diabetes as well as diabetes care, complications, treatment and insulin. You'll find it very informative. Check it out when you can :)
Rod

 
At nóvember 09, 2005 9:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

BWAAAAAAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!!
You make me proud, my child!!
Ég fékk einu sinni ansi snéðugt sms:
Du vet du er NORSK når du griller i regnet, går med sokker i sandalene, drikker på flyet, spyr på bussen og er mer redd tollere enn terroriste.
Það gerir mig norska, hvað með þig? :P
Bæ ðö vei -Your wish is mycommand!! (bloggaði þér til ánægju og yndisauka ;))

 
At nóvember 09, 2005 10:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Rannveig...stígvél eru töff... það er sendin á leiðinni til þín... svona svört og gamaldags ;)

 
At nóvember 10, 2005 1:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

iiiiiii'ts aaaliveeee ;o) fyrst ég nennti að gera þennan djö.. lista skalt þú henda í einn líka kona góð! já, og mér finnst stígvél krúttleg, sérstaklega í öllum regnbogans litum og ekki má gelyma gömlu góðu NOKIA stígvélunum. væri sko alveg til í að eiga slíkt par. bara dúlló!!

 
At nóvember 10, 2005 8:23 f.h., Blogger Birkir said...

Skondið að þú nefnir ekki fótboltaspilið sem spilað var þessa helgi líka... og sérstaklega hver rústaði hverjum á þeim vígvelli!!!

 
At nóvember 10, 2005 11:36 f.h., Blogger Ranna said...

Hahahah er einhver sár núna...?
En Dröfn það er sko nóg af NOKIA stígvélum hér, og ég ætti að geta kippt einu pari með mér handa þér þegar ég kem heim um jólin, þá þarftu ekkert að vera að versla þér inn jóla/áramótaskó...

 
At nóvember 10, 2005 3:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hih! ég er nú ekki svo biluð að vilja brúka þá til þess.. en mér finnst þeir ótrúlega krúttó eitthvað.. og að sjálfsögðu yrðu þau notuð vel, sbr. íslenskt veðurfar!!

 
At nóvember 11, 2005 12:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

þessir skandinaviubúar eru nottla bara snillingar...
vertu fegin að þú misstir af tískuni sem var í bergen þegar ég bjó þar ! Ó MÆ og hef ekki meir um það að segja.

btw Hætt í pásu ;)
sí ya Kveðja ég..

 
At nóvember 13, 2005 11:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ansi fróðleg comment hér inn á þó svo að ég skilji nú lítið í einu þeirra :o) En héðan er allt gott að frétta. Maður gerir ekki annað en læra og vinna. En svo er bara dimmerteringin á föstudaginn hjá Ármúla og svo í eyjum á föstudaginn eftir. ÉG tek auðvitað þátt í báðumm hehe,,, sendi þér nú myndir af þessu öllu elskan ;) en vertu nú dugleg að tjá þig um tísku dana þetta er ansi fróðlegt hjá þér elskan ;D
venlige hilsen
Halla ;b

 
At nóvember 14, 2005 2:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha síðast þegar ég spilaði pool með þér var eftir vel heppnaða vísindaferð í Landsbankann og fórstu nú aldeilis á kostum, sýndir snilldartakta eins og þér einni er lagið, lagðist m.a. uppá poolborðið! Minnir líka að nokkur bjórglös hafi flogið í gólfið á Gauknum. Hef sjaldan hlegið jafn mikið! :) Those were the days ;)

 
At nóvember 14, 2005 6:21 e.h., Blogger Ranna said...

Usss uss Bryndís, ég er nú mun dannaðri hér úti get ég sagt þér, allavega enn sem komið er ;o)

 
At nóvember 15, 2005 11:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bryndís talar um þá Rannveigu sem ég þekki!! hvað ætli hafi komið fyrir hana þarna í danaveldi :))

 
At nóvember 11, 2009 4:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Buy Cialis, Viagra, Levitra, Tamiflu. Get Cheap Medication online. Buy Pills Central.
[url=http://buypillscentral.com/buy-generic-cialis-online.html]Purchase Top Quality Viagra, Cialis, Levitra, Tamiflu[/url]. Indian generic pills. Cheapest drugs pharmacy

 
At nóvember 16, 2009 12:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

When you order Viagra or some other meds in our research you may be established cheap Viagra now that this product just of first-rate distinction desire be delivered to you systematically in time.

 

Skrifa ummæli

<< Home