Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Ekta Bauni eða hvað!

Elsku Íslendingar fjær og nær, innilega til hamingju með daginn! Eins og allir alvöru íslendingar vita er 16. nóv dagur íslenskrar tungu og var hann auðvitað haldinn hátíðlegur af Rönnslunni í Köben. Annars hlaut ég mína fyrstu eldskírn sem ekta Dani í dag, hélt fyrirlestur á dönsku fyrir bekkinn með 2 öðrum dönum, og það sem meira er að ég komst lifandi frá því!!! Vona að danirnir hafi að mestu skilið mig, en þeir urðu þó að sætta sig við íslenskar áherslur og framburð þar sem að ekki var séns að Rannslan gæfi það eftir á þessum eðaldegi móðurmálsins! Ekki nóg með að vera búin að halda fyrirlestur á baunamáli heldur kaus ég í gær til borgarstjórnarkostningar hér í Köben. Jájá Rannslan er svo rosalega mikilvægur þegn að hún fékk sennt spes Valgkort (eins og reyndar aðrir danir) stílað á hana. Þannig að í gærkvöldi var sett á sig húfu og vetlinga, þar sem að það er aldeilis farið að vetra hér í danmörku, og brunað á hjólum með 4 dönum úr blokkinni á kjörstað og atkvæði greidd. Hef aldrei á ævi minni séð eins langa kjörseðla, þetta var bara á við hálfa klósettrúllu... 2 stykki takk fyrir, eitt fyrir kommúnuna og svo eitt fyrir landspólitíkina (held ég, ekki alveg með þetta allt á hreinu). Allavega nokkuð ljóst að ég er að verða að ekta Bauna!
Annars lítið að frétta héðan, nema að helgin varð mun skemmtilegri en ég hafði búist við. Var búin að búa mig undir lærdóm og aftur lærdóm, en endaði á óvæntu djammi á föstudag á barnum, og svo eftirpartýi til kl 7 :o)
Laugardagurinn fór svo að mestu í svefn og leti. Um kvöldið var svo skellt sér út að borða á Pitsa Hut og snætt eina bestu pitsu sem ég hef smakka, sjúklega góð alveg. Kíkti svo í bíó á The ledgend of Zorro, bara nokkuð góð mynd.
Annars lítið meir að segja í bili, verð að valda tískulögguaðdáendum mínum vonbrigðum með því að sleppa tískuþættinum í dag. En í staðinn mun ég fljótlega setja inn lýsingu á kennurunum mínum, sem eru margir hverjir frekar skrautlegir í háttum og klæðaburði.

6 Comments:

At nóvember 16, 2005 7:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já skál fyrir Jónasi Hallgrímssyni og hinum Fjölnismönnum, eða voru það Fylkismenn??? Ein sem ekki er lengur í hugvísindadeild hahaha - Gaman að lesa bloggið þitt, portkonan mín - farðu svo að koma heim!!!
Eyrún, verðandi stjörnublaðamaður

 
At nóvember 16, 2005 8:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hélt þú myndir opinbera hvað þu hafi kosið ????
meeeeeen þu bara drepur mig úr forvitni... treysti þú hafir kosið rasmunseninn fyrir mig :-D

 
At nóvember 17, 2005 11:14 f.h., Blogger Birkir said...

Ég held að hún hafi kosið á Martin Mouritsen... ekkert meira um það að segja!!!

 
At nóvember 17, 2005 3:07 e.h., Blogger Hjördís said...

Rannveig kaus pottþétt nektarkellinguna... eða dró hún framboð sitt nokkuð til baka??

fleiri sem vilja koma í giski leik..??

 
At nóvember 17, 2005 8:33 e.h., Blogger Ranna said...

Forvitnin í ykkur!

 
At nóvember 18, 2005 12:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ranna kaus rétt, hvað haldiði annars!

En Rannveig mín, fyrst þú spáir smá í bullinu þá veistu hvað þú þarft að gera ;)

Kv. Eva

 

Skrifa ummæli

<< Home