Jólaskap
jæja til þess að bæta upp bloggleysi mitt undanfarnar vikur, er hér komin önnur færlsa. Rannslan komst í jólaskapið á einstaklega furðulegan hátt hér í Köben, búin að hækka sjónvarpið í botn og hlusta á danskara keppa í dönskum "Það var lagið" þætti, syngjandi hástöfum dönsk jólalög :o) En það virkaði fyrir mig...
Annars lennti ég í ansi skondnum í fyrradag þegar ég var að læra á bókasafninu. Var þar með Önnu, og við ákváðum að setjast ekki inn í lessal heldur á rými þar sem eru nokkur borð og ekki þarf að vera alveg hljóð. Eins og 2 stelpum sæmir var auðvitað spjallað "aðeins", og við tökum báðar eftir að einn strákurinn sem sitir þarna er alltaf að stara á okkur, þannig að við hugsum með okkur að best væri að lækka bara í sér... svo seinna um daginn kemur hann gangandi að mér og spyr á okkar ylhýra móðurmáli hvort ég sé til í að líta eftir tölvunni hans, mér varð svo mikið um að hann skildi tala íslensku að ég skildi ekki það sem hann sagði og Anna þurfti að svara fyrir mig! Þetta var ekkert smá furðulegt, var bara búin að ákveða að þetta væri dani og hann myndi tala dönsku við mig, þannig að þegar hann spurði mig svo á íslensku, get ég svo svarið að ég skildi bara ekki neitt!!
Annars bíð ég ekkert smá spennt eftir að koma heim, vika þar til ég kem, get gjörsamlega ekki beðið!!!
10 Comments:
bwaaaahahahahahahaha! Been there, done that!
Gvöööð hvað ég er ánægð að vera ekki sú eina sem hef lent í þessu ;)
hahaha.. bjáni!! samt eitthvað svo ekta að lenda í þessu.. varð oft fyrir þessu í portúgal, en þá var ég hinum megin við borðið..
hlakka til að fá þig heim rófusinnn minn : )
knús
Heyrðu nú mig... maður er nú hvergi öruggur að tala íslensku í heiminum HVAÐ ÞÁ Í DANMÖRKU... ég myndi segja að það hafi verið meiri líkur á að hann væir Íslendingur en ekki ;)
vika baby :)
Þegar þú sérð þetta = 5 dagar!!
FIIIIIIIIMMM DAGAR !!!VEI
VÚHÚ ÞETTA STYTTIST :o)
Hæ elskan, ekki enn komin með ADSL :( hlakka til að sjá þig!!! :* Kv. Bryndís vinnualki
Ég meina þegar maður labbar á Strikinu þá er öruggt að maður heyrir íslensku innan 10 mínútna frá því þú kemur þangað og ef það klikkar þá ferðu bara í H&M ! En hvað eigum við að bíða lengi eftir næstu færslu essskan...?
Smári Jökull
það er föstudagur á morgun, vildi bara segja þér það : )
já og c.a. 39klst í heimkomu... jabadabadúúuú :)
blogg blogg blogg blogg... blooooogg blogg blogg blogg blogg o.s.fr.
Skrifa ummæli
<< Home