Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Mugison!

Jæja það er nokkuð ljóst að það er farið að styttast í jólin! Köben er allavega að komast í jólafílinginn, búið að skreyta fullt í miðbænum, jólaljós út um allt, jólalög í búðum og fullt af fólki í bænum að skoða og kaupa jólagjafir. Fyndið hvað maður fatta þetta einhvernvegin ekkert þegar maður er svona fastur með nefið í bókunum alla daga... en það eru víst að koma jól! Var í bænum áðan með stelpunum að skoða jólagjafir og virða fyrir mér miðbæinn, ekki frá því að maður hafi komist í smá jólafíling :o)
Annars er það hels að frétta að ég fór á alveg magnaða Mugison - tónleika á Vega í gær. Fór með stelpunum sem eru með mér í skólanum ásamt nokkrum krökkum í viðbót, á tónleikunum voru eiginlega bara íslendingar og nóg af þeim, enda búa ekki svo fáir hér í Kóngsins Köben. Tónleikarnir voru hreint út sagt frábærir, Mugison fór alveg á kostum, flaug á hausinn í síðasta laginu og var klappaður 2x upp, gerist sennilega ekki mikið betra. Dreif mig svo bara heim um 12 þar sem að maður var ekki alveg í djammgírnum, lenti í heljarinnar lestarveseni þar sem að ekki ein, heldur 2!!! lestar sem áttu að ganga heim voru bara stopp á Hovedbanen! Frekar fúlt svona, ekki nóg með það, heldur voru engir leigubílar við lestarstöðina og þurftum við því að labba í kulda og trekki út að Ráðuhústorgi og taka leigubíl þar! Get svarið að ég var frosin í gegn, það er nebblega orðið alveg ógeðslega kallt hér í Baunalandi núna...
Annars eru síðustu dagar í kennslu að skella á, og við tekur lærdómur og meiri lærdómur...ekki alveg það skemmtilegasta, er alveg komin með NETT ógeð af þessum skóla í bili, en ég lifi á því að það styttist í að ég komi heim, 21 dagur! :o)

8 Comments:

At nóvember 26, 2005 11:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

oh verður gott að fá þig heim!!

ég er nákvæmlega í engum jólagír... samt búnað kaupa jólaöl.. heilan kassa af mandarínum... hlusta á mikið af jólalögum, en ekkert gerist!

ætli það sé ekki afþví jólin eru í e-ð svo mikilli óvissu...

 
At nóvember 27, 2005 3:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góðan daginn, góðan daginn!

Hvert vildtu fá jólakortið þitt sendt?

Kær kveðja,
Emilía

 
At nóvember 27, 2005 2:13 e.h., Blogger Ranna said...

Heyrðu Emilía það væri fínt að fá það bara heim til Íslands, Langholtsvegur 147, 104 Rvk. :o)

Spurning um að þú látir mig hafa þitt heimilisfang, ef svo ólíklega vildi til að ég hunskaðist til að skrifa nokkur jólakort eftir að ég kem heim...

 
At nóvember 28, 2005 7:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ooooo vildi að ég hefði verið með þér á tónleikunum!!! En fór á geeeðveika Sigur Rósar tónleika í gær!!! :D Hlakka til að sjá þig elskan, tel niður dagana! :*

 
At nóvember 28, 2005 9:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já, það verður frábært að fá þig heim dúfan mín : )
við tökum svo bara þetta típíska á jólakortin, æææ geri þau á morgun eða hinn og svo bara allt í einu komin áramót..

 
At nóvember 28, 2005 10:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja elskan fer að styttast í það að þú komir heim og borðir kökkur í útskriftinni minni og gefir mér stóran stóran pakkka yeyeyey ;) Neinei smá djók en vil samt fá pakka ;)19 dagar núna þangað til að þú mætir á klakan og tryllir lýðinn, býst ekki við því að það sé neitt breitt ;)

 
At desember 05, 2005 12:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

heyrðu, spurning um að fara að koma bara með niðurtalningu.. hve margir dagar í klakann?? þá um leið hve stutt í tjútt saman eftir laaaaaaaaaaaanga pásu : )

 
At desember 06, 2005 9:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Uhhh spurning að fara að rífa sig upp úr þessari blogg leti Rannveig Rós!!!! Tími til komin á nýtt blogg elskan ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home