Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

mánudagur, febrúar 13, 2006

Hvar eru hjálmarnir!

Sniff sniff þá er frábærasta helgi ever liðin, þvílík og önnur eins snild! Föstudagurinn rann upp og Tommi og Eyrún, ásamt fylgdarlið Appelbúðarinnar mættu til Kóngsins Köben til að trylla lýðinn. Eftir ágætis búðarráp var skundað niður á Nyhavn á hótelið þeirra, komið við í Maria kiosk og keyptur kaldur öllari til þess að svala verslunarþorstanum. Þau skötuhjú fóru svo út að borða með Appelliðinu, en ég græjaði mig fyrir kvöldið, var svo sótt af einum úr títtnefndu Appelliði :o)
Þá var skundað á djammið, byrjað á fínum stað á strikinu og svo fært sig yfir á Köbenhavners jasshous, þar sem að Rannslan kíkti á nokkra róna, en ekkert gekk ;o) og því voru teknir nokkrir frábærir danstaktar, með og án slæðu...
Eftir þetta megafjör var skundað heim á hótel, en þar sem við drottningarnar vorum orðnar svo dauðað í löppunum eftir tjúttið og búðarrápið ákváðum við að taka taxahjól heim.
Það er svona hjól með vagni aftaní og blæju yfir, þar sem 2 geta sitið, yfirleitt eru þetta pör sem taka svona, sitja voða rómó og láta hjólarann hjóla með sig í rólegheitum um stræti borgarinnar, en það varð nú aldeilis ekki raunin hjá okkur Eyrúnu... Strákarnir voru nú fyrst með einhverja kallrembustæla og sögðu að þeir ætluðu sko bara að labba, en leið og það kom annað svona taxahjól, voru þeir ekki lengi að hoppa uppí, og þá hófst nú fjörið ;o) Okkar taxahjólari var rétt að koma sér af stað í rólegheitum með okkur drottningarnar, þegar við heyrum fyrir aftan okkur "follow that car". Við vorum ekki lengi að kveikja á perunni og upphófst ægilegur kappakstur heim á hótel.
Ég var víst mjög æst í að vinna þessa keppni eins og Eyrún og barði greyið hjólarann okkar óspart áfram og gargaði "faster, farster, can´t you go faster!!" Milli þess sem ég barði greyið áfram var ég í því að fylgjast með hinu taxahjólinu sem strákarnir voru í, það gekk ekki alveg nógu vel með blægjuna svona yfir okkur, þannig að okkur tókst einhvernvegin að rústa henni, þannig að hún flögraði þarna fram og til baka, vorum búnar að koma henni einhvernvegin framfyrir okkur, þannig að ég gat fylgst vel með því hvar strákarnir voru og haldið þeim í skefjum með því að ýta þeim alltaf aftar, þegar þeir komu of nálægt, milli þess sem ég reglulega barði hjólarann okkar áfram (hann komst ekki úr sporunum greyið). Á einstaka stöðum rak ég síðan upp ógurleg gól, þar sem að mér fannst vagninn alltaf vera að velta í beygjunum, (hjólarinn keyrði jú á ofsahraða (15 km/klst eða svo)) og spurði Eyrúnu í sífellu um hjálmana, hvar í andsk. hjálmarnir væru, hvort við ættum ekki að hafa svoleiðis á höfðinu!
Þegar við komum niður á hótel ætlaði hjólarinn okkar ekki að geta stunið upp verðinu því hann náði varla andanum af þreytu, á meðan hjólarinn hjá strákunum lá enn í hláturskasti með þeim 2. En semsagt unnum við drtottningarnar þennan æsispennandi kappakstur, enda kom ekki til mála að láta 2 stráka vinna okkur dömurnar!
Á laugardeginum var síðan vaknað í hlátursþynnku og gærkvöldið rifjað upp ásamt því að þramma strikið fram og til baka og versla sig upp fyrir næsta djammkvöld. Um kvöldið var haldið á þorrablót Íslendingafélagsins, þar sem var alveg feiknar stuð, sixtees spilaði undir trylltum dansi mörghundruð íslendinga, meðal annars rönnslunnar, var farin að dansa upp á stólum, en sem betur fer fór ég ekki upp á borð, það hefði ekki getað endað vel, nógu erfitt var að halda jafnvægi á stólnum. Eftir að íslendingaballinu lauk, var komið við á nokkrum börum á leiðinni heim á hótel, og auðvitað tekinn hjólataxi heim, en sem betur fer fyrir hjólaran, höfðum við Eyrún engan að keppa við, þannig að það var bara tekin rólegheit á þetta. Þegar heim við komum heim á hótel fannst okkur ekki vera kominn háttatími og ætluðum að starta eins og einu góðu partýi, þar tók partýhaldari á móti okkur á skær APPELSÍNUGULUM boxernærbuxum og náttúrulegri/lifandi lopapeysu (það skal tekið fram að hér er ekki verið að tala um Tomma!) Held ég hafi ekki séð hana Eyrúnu hlægja jafn ógeðslega mikið áður, hún gjörsamlega lippaðist í gólfið úr hlátri, ekki skánaði það þegar partýhaldari náði í eitt stykki stutt handklæði til að fela lifandi lopapeysuna sína... við fengum síðan að sjá hverslags úrvals stílisti hann var þar sem hann átti APPELSÍNUGULAN bol og APPELSÍNUGULA sokka í stíl, endaði í ágætis spjallpartýi. En APPELSÍNUGULUR tvímælalaust litur helgarinnar :o)

Vill bara þakka fyrir alveg frábæra helgi, hún hefði ekki getað heppnast betur, það er alveg á hreinu. Bíð spennt eftir næstu ferð ykkar hingað út! Styttist reyndar í Hjördísi, grunar að það verði álíka skemmtilegt :o)
En held þetta sé komið nóg í bili af fréttum úr djammsinsKöben ;o)

11 Comments:

At febrúar 14, 2006 1:04 f.h., Blogger Hjördís said...

Lippaðist ?? Rannveig það er ekki orð sem við notum nú til dags :)

 
At febrúar 14, 2006 1:05 f.h., Blogger Ranna said...

hehe hvað á maður þá að sega ???

 
At febrúar 14, 2006 9:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég er búin að þurfa að lesa þetta í áföngum til að jafna mig á milli... gjörsamlega að endurupplifa þetta allt og alveg að deyja úr hlátir!!!! Sæmi biður að heilsa þér!!! hann segjist ekki hafa skemmt sér svona vel í langan tíma!!! kisskiss

 
At febrúar 14, 2006 3:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

sæl Rannveig, Haffi hér. rakst á bloggið þitt á hefðbundnu netrölti dagsinns, gaman að heyra af þér.
kv haffi

 
At febrúar 14, 2006 9:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

gaaarg!! ég er einmitt búin að liggja í kasti yfir þessu!! "faster, faster, cant you go faster"!!! djö.. sniiiilld!! hahaha!! ég sé ykkur snúllurnar mínar svo í anda.. krúúúúttin sko : )

 
At febrúar 15, 2006 6:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Óóóó mææ goood hvað þetta hefur verið fyndið ! Jafnast kannski á við kvöldið á Burger king í Malmö, eða hvað Rannveig ? :-)

Kv. Smári Jökull

 
At febrúar 15, 2006 7:51 e.h., Blogger Ranna said...

Já held þessi kvlöld séu á svipuðu plani! :o)

 
At febrúar 16, 2006 7:00 e.h., Blogger Regnhlif said...

Guð. Ég grenjaði úr hlátri við að lesa þetta.

 
At febrúar 17, 2006 2:33 f.h., Blogger Hjördís said...

mér finnst þú ekki standa undir msn nafninu "bloggar eins og vindurinn" :)

 
At febrúar 17, 2006 4:32 e.h., Blogger Ranna said...

Það hefur aðeins hægt á vindinum, en það stefnir í hvassviðri bráðlega ;o)

 
At febrúar 18, 2006 4:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

farðu nú að blogga eitthvað kona!!!!!! annars verð ég að koma til þín og búa til eitthvað skemmtilegt til að blogga um!!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home