Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

sunnudagur, janúar 01, 2006

Gleðilegt nýtt ár!!

Gleðilegt ár lesendur góðir og takk fyrir það gamla. Kannski kominn tími á að blogga þar sem að það er nú einu sinni komið nýtt ár...
Allavega átti ég frábært jólafrí heima á Íslandi eins og sést, þar sem ég hef ekki haft nokkurn einasta tíma til að blogga, verst hvað tíminn leið bara eitthvað allt allt of hratt. Borðaði æðislegan mat, hitti flest alla vinina, tók 2 frábær djömm, skellti mér á alveg ekta Sveitaball með Sálinni á selfossi með Hildi frænku og Smára Klaka og bara naut þess að vera heima á íslandi og geta skilið allt og talað frábæru íslenskuna mína, sem ég tók nú reyndar eftir að var farin að ryðga aðeins... Svo var skellt sér aftur út til baunalands 30. des, lennti auðvitað í svaka seinkunn á fluginu, virðist ætla að festast við mig að millilandaflugvélar sem ég ætla að taka seinki sér um 5-6 tíma, pæling að fara bara sjóleiðina heim...
Í gær var svo haldið upp á dönsk áramót og heppnaðist það bara nokkuð vel. Fór út að borða með Birki, Bigga og Guðnýu á ástralskan veitingarstað inn við Ráðhústorgið. Þar fengum við 7 rétta áramótakvöldverð með hinum furðurlegustu réttum, m.a. kengúrukjöti! Allavega vorum við alveg að springa eftir allan þennan mat og drifum okkur út á Ráðuhústorg til þess að sjá klukkuna slá 12! Þar voru víst um 3000 manns saman komnir og voru í óðaönn að sprengja sig og aðra í loft upp, get svarið það að þetta fólk kann ekkert að fara með flugelda, við þorðum ekki að stoppa lengi svo við yrðum ekki sprengd í loft upp þannig að við skelltum okkur í partý upp á Kollegí til Bigga og Guðnýar. Það var rólegt til að byrja með þar til við skelltum okkur í afrískt eldhúspartý, ekki neitt smá fyndið, eldhúsið fullt af fólki frá Afríku sem skemmti sér, söng og dansaði eins og það ætti lífið að leysa! Frábær endir á góðu kvöldi, var komin aðeins seinna heim en ég ætlaði mér en það var bara svo gaman í afríska eldhúspartýinu :o)
Annars er það svo bara lærdómur og lærdómur þar til ég fer í prófið á þriðjudag og svo bara drifið sig aftur heim á klaka á laugardaginn :o)
En held þetta sé komið nóg í bili... knús og kveðjur úr Köben, verið þið stillt og góð þar til ég kem heim til að tjútta með ykkur :o)

6 Comments:

At janúar 02, 2006 2:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís og gleðilegt ár. Gaman að ná að hitta á þig þó það hafi verið kannski frekar ölvaðar aðstæður á fólki ;)

Hvernig smakkaðist svo kengúran? Ég man nú eftir því að sumir myndu sko ekki smakka þetta fyrir fimm...;)

Gangi þér nú vel í prófinu á morgun og ég sé þig vonandi fljótlega í dk ! :)

Kv. Eva

 
At janúar 02, 2006 3:41 e.h., Blogger Sara said...

Gleðilegt ár elskan. Gott að heyra að þú hafðir það bara fínt úti um áramótin :)

 
At janúar 02, 2006 4:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár snúllan mín!! og við sjáumst nú um næstu helgi er það ekki???

 
At janúar 02, 2006 6:38 e.h., Blogger Ranna said...

Jújú við hljótum að hittast um helgina hvort sem það verður í bænum á laugardagskvöldið eða á Sunnudeginum :o)

 
At janúar 03, 2006 9:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

er s.s. stefnan tekin á djamm á laugardaginn?? mér líst alveg rosalega vel á það;)

 
At janúar 03, 2006 5:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel í prófunum elskna mín.....hlakka svo til að hitta þig igen nar du kommer igen pa Island;)

 

Skrifa ummæli

<< Home