Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Ölpeningur!

Smá pæling hér, ég hef nú alltaf verið á móti því að spilia með peninga og ekki verið mikið í þeim geira, fer til að mynda aldrei í spilakassa, enda með eindæmum óheppin í þeim málum. En núna í janúar lét ég til leiðast og ákvað að vera með í veðmáli niðri í vinnu um úrslit í leikjum á Em í handbolta, og haldiði ekki bara að ég hafi verið að fá þær fréttir hingað út að ég hafi grísast til að giska á réttar tölur í leik Dana og Spánverja og þar með unnið mér inn 10.800 krónur!! Get nú ekki sagt annað en að það eigi eftir að koma sér MJÖG vel þegar maður kemur heim í JÚNÍ, skítblankur og allslaus. Skipa hér með hann Smarta í Straumsvíkinni sérstakan fjárgæslumann minn, treysti því að hann geymi og ávaxti Ölpeninginn minn vel og eyði honum ekki öllum í hádegispóker (Tek ekki við Dollurum frá Hannesi, til baka!)
Annars var ég að henda inn myndum af Djamminu í Janúar, Albúm 2 hérna hægramegin á síðunni... Ætla svo að taka mér tak og reyna að setja inn eitthvað af gömlum myndum síðan fyrir áramót, maður er að verða soddan tölvunörd ;o)

4 Comments:

At febrúar 08, 2006 4:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

en þú heppin.. þetta á sko eftir að koma sér ansi vel í sumar!!

Hafðu það gott og ég kem einhvern tímann í heimsókn!

 
At febrúar 08, 2006 5:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja þú getur nú geymt peninginn og lagt undir í spilakassanum í Skýlinu i sumar,þú drekkur nóg af öllara samt,kíkti á síðuna hjá Höllu senjorítu, virðist vera að slá í gegn hjá kk held að Valdi verði að kíkja út til hennar, gaman að sjá að allt er í góðum gír hjá ykkur flökku systrum kveðja frá öllum í Skýlinu Svana

 
At febrúar 08, 2006 6:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ha ha ! Góð Rannsla :-) spurning hvort ég fái þig ekki til að tippa á lengjuna fyrir mig !

Kv. Smári Jökull

 
At febrúar 08, 2006 7:14 e.h., Blogger Ranna said...

Ekki málið Smári minn, tek bara 40% af ágóða ;o)

 

Skrifa ummæli

<< Home