Kaffiprófið
Hehe tók þetta skemmtilega kaffipróf á síðunni hennar Magneu, og hér er það sem kom út úr því... Ég er semsagt Kaffe Latte (þó svo að ég drekki ekki kaffi)
Læt fylgja með lýsinguna sem kom með... nú verðið þið lesendur góðir að segja mér hvort að sé eitthvað til í þessari lýsingu, finnst hún ansi skondin ;o)
Þú ert svo mikið sem...
Latte!
Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.
Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Þið getið tékkað á hvernig kaffi þið eruð á þessari slóð: http://www.froskur.net/annad/kaffi/
5 Comments:
allt er betra en tjöru kaffið á flutningadeildinni ! en annars þá verðum við saman í sumar við á gulu hænunni, verst að Konni og Bjössi séu hættir !! ég veit svo að Þórir og Örn ætla að vera í sumar.. búin að tala e-ð við Svavar ?
Frappuccino!
Þú ert jákvæður og nýjungagjarn einstaklingur sem hikar ekki við að gera óvenjulega hluti og klæðast litskrúðugum fötum. Þú ert týpan sem hleypur á eftir strætó langar leiðir með hrópum og köllum ætli hann að fara án þín.
Þú ert ískalt kaffi með mjólk, sykri og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
vonum að þetta sé jákvætt....
Jahá... Ég er víst "Bankakaffi"!
-sívinsælt og bráðnauðsynlegt.
Harðduglegur og vinnusamur einstaklingur sem mætir fyrstur allra á kontórinn og ferð síðastur heim. Vinnufélagar þínir líta upp til þín og hugsa með sér í hljóði hvaðan þú fáir alla þessa orku.
Þeir vita ekki sem er. Þú færð nefnilega allan dugnaðinn úr bankakaffinu góða.
Bankakaffi er samheiti fyrir gamla góða uppáhellinginn en dregur nafn sitt af ókeypis kaffi í bönkum. VARÚÐ: Ef bankakaffi fær að standa á brúsanum of lengi verður það súrt.
hhhhmmmm........ ?
Hjördís... þetta síðasta hjá þér, þetta með að bera fram í háu glasi og klökum... hvernig ber maður Irish Coffee fram? ;)
haha reyndar ekki HÁU glasi.. en jú jú, nauðsynlegt að setja e-ð með lágmark 15% ofan í kaffibollann minn :P
Espresso!
Þú ert með eindæmum sjálfsöruggur einstaklingur. Þú ert vandvirkur og samviskusamur en lætur það þó stundum eftir þér að fresta verkefnum til morguns. Þú ert á sífelldri hraðferð án þess þó að það hái þér á nokkurn hátt.
Þú ert 30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Eitthvað til í þessu? hmmm... :)
Skrifa ummæli
<< Home