Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

laugardagur, mars 25, 2006

Hækkandi hiti og Þjóðhátíð :o)

Best að láta aðeins vita af sér hér úr Danmörkinni, þó svo að það sé svosem ekki mikið að frétta af mér hér úti. Er svona að aðlaga mig að rólegra lífi eftir allan gestaganginn hjá mér síðustu vikur... hef allavega enn komist lifandi í gegnum 2 djammlausar helgar, þannig að þetta hlýtur að hafast. Verð að þrauka aprílmánuð, svo skilst mér að Bryndís sé á leið hingað út til mín yfir afmælið okkar :o) og jafnvel Hjördís líka :o) Þannig að það er hægt að lifa á tilhlökkun fyrir því!
Annars er það helst að frétta að það er eitthvað farið að vora hér hjá okkur í baunalandi eftir þennan ógeðis kulda sem hefur herjað á okkur að undanförnu, núna stígur hitinn bara og er vanalega svona í kringum 5 gráður, sem maður er hæst ánægður með eftir eintómar frotstatölur... Þannig að Rannslan fer bráðlega að pakka niður vetrarfatnaðinum og taka fram sandala og hlýraboli :o)
Annars datt ég í þennan þvílíka þjóðhátíðarfíling þegar ég sá að það var byrjað að skrifa inn þjóðhátiðarfréttir á þjóðhátíðarsíðuna www.dalurinn.is, bara búin að vera hlusta á þjóðhátíðarlög og rifja upp endalaust skemmtilegar minnigar frá síðustu þjóðhátíðum, eins og svipinn á Jóa Löggu þegar hann tapaði sér, þegar mér var hent upp á stóra svið, við skvísurnar í þjóðhátíðarbúningunum, bekkjabílapartý og endalaust meir...get hreinlega ekki beðið eftir næstu hátíð en það eru nú samt bara 131 dagur í setningu næstu þjóðhátíðar :o)
Rannslan kveður í bili, farið að gera ykkur reddý fyrir næstu þjóðhátíð!

8 Comments:

At mars 26, 2006 4:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

dreymi dreym... þjóðhátíð... best í heimi :)

 
At mars 27, 2006 12:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

enda komin tími til!!! maður verður nú að panta í jolla og svona!!! reyndar þekkjum við eina sem er búin að panta og það fyrir mánuði!!! það er hún sara litla páls;)

 
At mars 27, 2006 5:13 e.h., Blogger Ranna said...

jebb, var einmitt að reka á eftir Hjördís að redda þessu fyrir mig, hún sér um þessi mál fyrir mig meðan ég er í útlandinu.. :o)

 
At mars 28, 2006 4:07 f.h., Blogger Hjördís said...

jolli jolli.... ég ætla að ná mér í dúdda sem á speet boat og láta hann skutlast með mig yfir... miklu meira fun í því gott fólk?

spurning hver ætlar að ferja bílinn minn samt ??

 
At mars 29, 2006 1:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

je right! við förum allar með í spíttbátnum. við erum þá líka öruggar um að miss stevens geri enga vitleysu og verði böstuð af löggunni fyrir að vera ALGJÖR POLLÝANNA...hahahah!
hvernig var það stelpur, ætluðum við ekki ALLAR að sleppa þjóðhátíð og kíkja til NY? múhaha : )
ekki séns samt að það sé hægt að kveikja í mér strax.. já og btw, þjóðhátíðarlög eiga að vera hlustuð á rétt fyrir og um þjóðhátíðarhelgina.
-skúli fúli kveður-

 
At mars 30, 2006 3:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hent upp á stóra svið??!!?? Þér var ekki hent! Þú bara dast!! :)

 
At mars 31, 2006 4:18 f.h., Blogger Hjördís said...

Skúli fúli... ég var einmitt að fylla tölvuna af þessum yndis lögum... þú kíkir á mig um helgina ;)

 
At apríl 01, 2006 2:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hol CHICA !!!! ER h'ERNA 'I KVEDJUPARTYJI A SALMANCA HEY ERTU BUIN AD TJEKKA MED FLUG TIL SALA MANCA VERDUR EILLA AD KOMA OG DJamma med okkur!!!!! hey eg heldad eg hafi nad profinu i dag i spaensku tannig ad eg fae ad fara upp i naesta level !!!! yey en hey tu VERDUR ad koma til sALA MANCA OG DJAMMA ;) EN HEYRDU ELSKAN M'IN 'EG SAKNA TIN MESTAST og hlakka til ad hitta storu systur ;)
LOVE YA beib'i ;) og fardu ad tjekka a fluginu tin systir 'a Sp'ani

 

Skrifa ummæli

<< Home