Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, mars 08, 2006

Ekki dauð enn...

jæja jæja þá nennir maður loksa að setjst niður og blogga nokkrar línur, enda lesendurnir greinilega ekki mjög ánægðir með frammistöðu mína í blogginu... Þessi undarlega bloggleti er greinilega farin að herja á mig aftur... en ég er bara fegin á meðan það er ekki einhver önnur leti, en best að hætta þessu tuði og koma sér að fréttunum.
Eins og ég sagði frá í kommentakerfinu skellti ég mér í skíðaferð með foreldrunum til Austurríkis, gott að eiga svona foreldra sem dekra við mann hægri vinstri og bjóða manni í skíðaferð ;o) Allavega var alveg magnað að koma aftur til Austurríkis eftir 4 ára fjarveru, þýskan rifjaðist fljótt upp, bjórinn alveg æðislegur þarna og fólkið líka (nóg af sætum strákum!). Það var verið á skíðum með mömmu og pabba frá klukkan 9 á morgnanna til 4 á daginn, þvílík sæla, svo var bara stoppað í skíðakofunum í brekkunum og fegnið sér einn öllara, eina bratwúrst eða vínarsnitsell og svo skellt í sig einni (stundum fleirum) Marillu (skíðaskot) áður en haldið var af stað í brekkurnar á ný. Ég féll alveg fyrir þessu fríi og segi bara við ykkur hin sem þekkið mig að ég er hætt við allar sólarlandaferðir, nú verður bara safnað í skíðaferð og skellt sér í djammskíðaferð í austurrísku alpana, hef mjög góða reynslu af þeim eftir þessa ferð. Frábær skemmtun, æðislegar brekkkur, skíðaskóli fyrir þá sem ekkert kunna, með ótrúlega sætum skíðakennurum, spurning um að skella sér einn dag, bara til þess að njóta útsýnisin :o), nóg af skíðakofum til að bæta á smurolíu (bjór eða skot), æðisleg tyrólamúsik í kofunum, þegar maður kemur niður er svo brjálað partý, þannig að þið hafið enga afsökun, nú verður bara skellt sér í skíðaferð! Grunar líka að það verði alveg óborganlega fyndið fyrir mig að sjá ykkur pjásurnar á skíðum ;o)
Skellti mér svo einnig eitt kvöldið í sleðaferð lengst upp í fjall, var svona hópferð með dönsku ferðaskrifstofunni sem við fórum með, það áttu að vera 2 og 2 saman á litlum sleða, ma og pa skelltu sér auðvitað saman á sleða þannig að ég var bara ein, en fékk fljótlega stórann og stæðilegan herramann með mér á sleðann minn, hann var það stór að hann hafði of langar lappir til að stýra sleðanum, þannig að ég var sett undir stýri. Ómæ ómæ..það gekk nú ekkert allt of vel í fyrstu en svo fór þetta að ganga, rendum á þvílíkri ferð að ég var að skíta í mig úr hræðslu, gargandi á íslensku hægri vinstir í mesta panikkinu, og greyið strákurinn skildi ekki neitt, enda danskur... en komst þó lifandi frá þessu þó að tæpt væri, öll krambúleruð, teygði og toguð eftir nokkrar veltur á sleðanum. Við prófum þetta bókað þegar þið komið með mér í skíðafríið :o)
Annars lítið að frétta hér úr danaveldi nema að það er SKÍTA kuldi hér, 10 stiga frost eða eitthvað, ekki gaman, en hins vegar mun skemmtilegra að Hjördís vinkona er að koma hingað út til mín á MORGUN (hún var víst búin að heimta að ég skrifaði eitthvað um konuna hennar... en hef ekkert heyrt af henni..). Planið er auðvitað að djamma og versla, og svo senniega kíkja yfir til Malmö á Smárann (Sála) sem verður einmitt þar þessa sömu helgi, annars verður þetta bara látið ráðast, hef ekki áhyggjur af því að okkur leiðist neitt...verða sennilegar einhverjar skemmtilegar sögur eftir helgina, hins vegar spurning um hvort að þær verði prenthæfar ;o)
Bestu kveðjru frá skíðasjúklingnum sem er fastu í danaveldi þar sem engar skíðabrekkur finnst!

P.s. henti inn nokkrum myndum í albúm 2 frá því að ma og pa voru hér, og frá Austurríki.

4 Comments:

At mars 09, 2006 1:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vá! hljómar vel!! þvílíka ævintýrið sem þú ert að upplifa rannslan mín.. þetta er alveg frábært : ) alltaf líka gaman að prófa e-ð nýtt. hef nú ekki mikla reynslu af skíðum en þau 2-3 skíðaferðalög sem ég hef farið í voru æði.. hrikalega gaman!! og ég er þessi týpa sem læt mig flakka bara, niður alla brekkuna á milljón.. og öskrandi ALLAN tímann : ) mjög smart!!
skemmtið ykkur hrikalega vel um helgina, verð bara með ykkur í anda!!! knúúúúúúúús og kossar úr hfj rófan mín!!

 
At mars 11, 2006 1:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Saelar elskan.... Gaman ad heyra ad thad var gaman 'i skidaferdalaginu... 'I tessu augnabliki er 'eg stodd 'i norsku partyi SVOOOOO gaman eins og alltaf h'erna 'A Sp'ani i'm loving ITTTT!!!!! verdur eilla ad koma ad heimsaekja mig sko...... EN jaeja 13 stiga hiti 'i augnablikinu mjog fint og spair 18 stiga hita i naestu viku bid ad heilsa hjoddu poddu ;) EN jaeja Halla is out enda so drunkkkkkk Hasta luego elskan Love og saknadar og kn'us og kissess kvedjur fr'a salamanca Espania ;) koss koss koss koss fardu svo ad hustla einhvern dana kjelling hahahahahha

 
At mars 11, 2006 1:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Saelar elskan.... Gaman ad heyra ad thad var gaman 'i skidaferdalaginu... 'I tessu augnabliki er 'eg stodd 'i norsku partyi SVOOOOO gaman eins og alltaf h'erna 'A Sp'ani i'm loving ITTTT!!!!! verdur eilla ad koma ad heimsaekja mig sko...... EN jaeja 13 stiga hiti 'i augnablikinu mjog fint og spair 18 stiga hita i naestu viku bid ad heilsa hjoddu poddu ;) EN jaeja Halla is out enda so drunkkkkkk Hasta luego elskan Love og saknadar og kn'us og kissess kvedjur fr'a salamanca Espania ;) koss koss koss koss fardu svo ad hustla einhvern dana kjelling hahahahahha

 
At mars 15, 2006 3:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

það er ekkert smá Rannsý P.. hehe.. þetta hefur verið alveg draumaferðalag.. pant fara í svona ferð einhvern tímann!

hafðu það gott í Danaveldinu!

 

Skrifa ummæli

<< Home