Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Risin upp frá dauðum!

Júhelíhú júhelíhú síðan hefur risið upp frá krankleika og þunglyndi... ákveðið var að rísa upp úr kistunni og setja stefnuna á bloggaraverðlaun ársins :o)
Það eru víst ár og aldir síðan Rannslan hafði tíma og nennu til þess að setjast niður og hripa helstu fréttir af henni hér inn...en ætlar nú að reyna að bæta aðeins fyrir það og uppfæra þessa fáu lesendur sem eftir eru um það helsta sem á dagana hefur drifið síðasta mánuðinn...eitt er víst að það er ekki lítið sem hefur verið að gerast í lífi Rönnslunnar, þó misskemmtilegt geti talist...
Þegar ég skildi við ykkur síðast var Bryndís að koma í heimsókn hingað út til mín í tilefni afmælis okkar beggja. Það var í einu orði sagt FRÁBÆR helgi þar sem Rannslan naut þess í botn að vera í fríi, sleikja sólina og djamma allhressilega að íslenskri vísu :o) Enda skemmtilegar sögur í minningarbankanum eftir þá helgi, Fróði færeyingur á víst þar nokkurt pláss, kvennagræjupartý á Kagså, færeyskt eldhúspartý, Pilgården bar, LA-caffé þar sem var dansað af sér rassgatið inn um subbuleg brimbretti og ískalda kokteila, video-ull á dönsku lögguna ásamt öðru skemmtilegu..yrði allt of langur pistill að fara telja það allt upp hér, en eitt er víst að þetta var æðisleg helgi. Þegar Bryndís kvaddi kom svo Hildur fænka í heimsókn til Rönnslunnar, en það var haft sig rólega þar sem að enn var verið að jafna sig eftir helgina með Bryndísi, því var bara aðeins kíkt í búðir og verslað en Djammið var hvílt þar til haldið var til Höllu sys á spáni ;o)
Salamanca Salamanca!!
Haldið var af stað til Höllu eldsnemma á fimmtudagsmorgni...Tekið flug til Stansted og þaðan flogið til Valladolid á Spáni, allt gekk vel þar til Rannslan tók sér leigubíl frá flugvellinum niður á lestarstöð...hafið ekki alveg hugsað fyrir því að vera með cash á mér og ætlaði bara að borga bílinn með korti, en nei nei leigubílarnir þarna tóku engin kort, uppgötvaði það ekki fyrr en ég kom á lestarstöðina, leigubílstjórinn var víst ekkert allt of ánægður með þennan heimska túrista sem var bara með kort meðferðis...ekki bætti úr skák að hann talaði bara spænsku og virtist ekki skilja neitt í ensku!! Ekki kann ég orð í spænsku, nema si og grasias...og það þýddi ekkert að tönglast á því! Þar sem að Rannslan er einstaklega góður leikari, tókst henni á undraverðan hátt að koma manninum í skilning um að hún þyrti að komast í Hraðbanka, eftir mikið tuð og handapat keyrði kallinn af stað og málinu var reddað...var orðin vel sveitt þarna í aftursætinu eftir 15 mín leikþátt sem virtist í byrjun engu ætla að skila...jæja loks losnaði ég við leigbílstjórann og komst inn til að kaupa miða...þar komst ég að því að leigubílstjórar eru ekki þeir einu sem ekki skilja ensku og tala bara spænsku, þetta virðist eiga við flest alla þá sem ég hitti þarna á leið minni...tókst að kaupa miða og staulast með farangurinn upp í eldgamla og frumstæða lest sem ég taldi vera frá tímum fyrri heimstyrjaldar...þvílíkt hræ...jæjajæja komst þó að lokum til Salamanca, og skipaði Höllu sys að koma og ná í mig, þó að hún væri nú útlítandi eins og hamstur og enn hálf veik (fékk víst hettusótt þarna úti) því ekki ætlaði ég mér fyrir mitt litla líf að fara stíga aftur ein upp í leigubíl á spáni!!
Eftir þetta lærdómsríka ferðalag var ansi gott að komast inn í íbúð til Höllu og fá sér eins og eins sneið af Pizzu og einn öl, sem átti svo eftir að vera aðalfæða mín þann tíma sem ég dvaldi þarna, þó ég fengi hana nú í ýmsum útgáfum, pizza hut, heimbökuð, Bella blu osfr... Enda ekki annað hægt þar sem tíminn var ekki nýttur í að elda heldur VERSLA og kíkja á djammlíf Salamanca ;o)
Það greip mig þvílíkur Costa del sól fílingur þegar ég var loks komin þarna til þeirra, enda lífið ansi ljúft og gott þarna hjá þeim, dagarnir voru nýttir í að versla þar sem að tískan og verðlagið er ekkert smá gott þarna, Rannslan missti sig aðeins á kortinu, áður en ég vissi af voru komin 3 skópör, 8 bolir, jakki, buxur og eitthvað mun meira... Þannig að Halla greyið var dregin í búðir upp á hvern dag, en það kom sér þó einstaklega vel að það var opið til 9 á kvöldin, þannig maður gat sofið vel fram yfir hádegi og kíkt í búðir um 5 leytið, hentar mjög vel fyrir svona djammara eins og okkur, legg til að þessi opnunartími verði tekinn upp í Reykjavíkurborg í sumar ;o)
Næturnar voru svo nýttar í að kynnast börum borgarinnar, Irish Rover var þar í miklu uppáhaldi enda áttu Halla og stelpurnar víst næstum bara staðinn, fengum allavega frábæra þjónustu hvort sem var hjá dyravörðum eða barþjónum ;o) Á milli þess sem var rölt á milli bara (ekki séns að ég muni þessi spænsku nöfn, kann eins og áður sagði ekki bofs í spænsku) var þjóðsöngur Íslands sunginn, skellt sér í ruslatunnuferðir, bakpokaferðalangur á eftirlaunum pikkaður upp og bjórinn teygaður, enda kostar hann varla neitt þarna úti... Held ég hlífi lesendum við svæsnustu djammsögunum, en þetta var alveg ótrúlegat stuð... Það virtist þó loða við mig í þessari ferð að ferðalögin til og frá Danmörku voru ekki alveg mitt uppáhald... Á heimferðinni, var maður kannski ekki alveg sá ferskasti, var með úttroðnar töskur af dóti frá mér og Höllu sys, þorði varla að tékka mig inn í flugið þar sem að ég var með sjúklega þunga tösku, og ennþá þyngri handfarangurstösku! Ferðaist með Ryan-air sem eru nú ekki alveg þeir liðlegustu í töskumálum, 15 kg má bóka inn og handfarangurstaskan má ekki vera þyngri en 10 kíló...Allavega er alveg hægt að segja að ég hafi ekki verið sú ferskasta þennan heimferðardag, byrjaði á að rífa mig upp eftir klukkutíma svefn og drösla töskunum upp á lestarstöð, þar sem klöngrast var upp í ævafornu lestina og hossast í henni í 2 tíma...þegar á flugvöllinn var komið þorði ég varla að bóka mig inn þar sem að ég taldi víst að ég væri nú með meira en 15 kíló til að bóka inn svo ekki sé minnst á hlussu handfarangurstöskuna sem ég var með á öxlinni...þar sem að ég vissi líka að peningurinn á kortinu var lítill sem enginn til þess að borga einhverja yfirvigt! en hafði mig þó í það eftir smá tíma, það kom á daginn að taksan reyndist vera akkúrat 15 kíló! húff og kellan spurði ekkert um blessaða handtöskuna...þannig Rannslan komst í gegnum fyrsta tékk, sama stressið greip um sig á Stansted þegar ég var að bóka mig inn í flugið til Köben, en það hafðist þó líka þar...húff...þá hélt nú Rannslan að þetta væri búið, en nei nei, það var auðvitað seinkunn á fluginu til Köben um 3 tíma! Get ekki sagt að heilsan hafi farið batnandi þarna á Stansted, ekki bætti úr skák að mér tókst að týna blessuðum bording-pass miðanum, þannig að ég var tékkuð síðust inn, og þurfit að hlaupa á harðahlaupum í gegnum endalausa ganga og töppur með hlussu handtöskuna á öxlinni eftir að búið var að bóka alla inn í vélina...munaði minnstu að ég flygi á hausinn í tröppunum upp í vél, það hefði auðvitað verið alveg til að setja punktinn yfir i-ið...að hrynja á hausinn fyrir framan fulla vél af fólki! Var líka með í maganum allan tíman í vélinni að ég myndi missa af síðasta strætó heim, þar sem að ég var ekki með pening á mér fyrir leigubíl...en það rétt reddaðist og ég náði síðasta vagninum...slapp því við að eyða nóttinni á Kaupmannahafnarflugvelli ;o) það var því ansi þreytt og tætt Rannsla sem skreið inn um dyrnar þessa sunnudagsnótt...húff þvílíkt og annað eins ferðalag!
Eftir að komið var frá spáni var sest við próflestur, og lesið og lesið og lesið...þessi próflestur hefur enn ekki tekið enda þar sem að ég er að fara í síðustu prófin núna á fimmtudag og föstudag :o/ Ég fékk þó mömmu og ömmu í heimsókn í eina viku í lok mai, til þess að brjóta aðeins upp lesturinn, fórum m.a. í road-trip um Danmörku, ótrúlega gaman, vona að þær kellur komi fljótlega aftur til mín í heimsókn!
Annars lítið að frétta af mér hér í próflestrinum, er gjörsamlega að mygla í þessum lærdómi...það er ekki á heilbrigða manneskju leggjandi að vera í próflestri í miðjum júni, í 25 stiga hita og sól, og hafa HM í sjónvarpinu alla daga!!! Hvernig í ósköpunum á maður að geta einbeitt sér að bókunum?? og þar að auki allir vinirnir BÚNIR í prófum!!! En þetta styttist, 2 próf eftir og ein ritgerð... vika í að Rannslan leggi af stað til Íslands, stoppa stutt í borginni þar sem að haldi verður beint á árgangsmót í eyjum 23. -25 júni!! Ekki leiðinlegt það, get gjörsamlega ekki beðið, þar sem það eru að nálgast 11 mánuðir síðan maður var síðast á Paradísareyjunni!!
Ætla annars að segja þetta gott í bili, kveð úr sumrinu í Köben - aðeins 51 dagur í ÞJÓÐHÁTIÐ ;o)

11 Comments:

At júní 14, 2006 2:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

...og bloggverðlaunin í ár í flokki lengstu bloggfærslna fær frk. Rannveig Rós Ólafsdóttir! Snilld :)! Einkar skemmtileg frásögn. Við teljum niður!

 
At júní 14, 2006 3:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef tekið ánægju mína á ný eftir að þú hefur hafið að blogga eftir alltof lang skulum bara segja sumarfrí ;) EN já rifjaðist margt skemmtilegt upp frá Salamanca við lesturnn þvílík paradís sá staður er.... Verður minn uppáhaldstaður í heiminum að eilífu allavega ;) EN jæja takk takk fyrir yndislegan tíma á Spáni systir og takk fyrir að koma loksins með blogg.... Sjáumst eftir nokkra daga heima á fróni...Er farin að sakna stóru systur ;P

 
At júní 14, 2006 12:34 e.h., Blogger Sara said...

Gaman að sjá "smá" pistil eftir þig aftur :) Sjáumst svo hressar í borg óttans ;)

 
At júní 14, 2006 9:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja það var mikið að bloggið kom :) Er alltaf að kíkja :) En allavega mjög skemmtilegt hvernig þú segir frá spánarferðinni frægu. Vona að peningamálin séu eitthvað að komast á betra ról hjá þér ;) Þú varst nú ekki kölluð Ranna ríka fyrir ekki neitt :) En ég bið að heilsa þér og gangi þér sem best í prófunum og vonandi hittumst við þegat þú kemur á Paradísareyjuna á árgangsmót :) Bið að heilsa þér og endilega vertu dugleg að blogga það er svo gaman að lesa færslurnar þínar :)

 
At júní 14, 2006 10:36 e.h., Blogger dröfn said...

og ég sem var í vandræðum fyrst ég kláraði bókina sem ég var að lesa í gærkveldi..
ég fylltist valkvíða aðeins við tilhugsunina eina að velja næstu bók.
neibb, rannslan bjargaði því á augabragði.. fjúff..

gott að heyra í þér elskan, og hlakka mikið til að hitta þig sæta mín : )

knús úr höfuðborg reykjavíkur, Hafnarfirði

 
At júní 16, 2006 4:08 e.h., Blogger Regnhlif said...

Ohh. Ég öfunda þig ógeðslega ógeðslega mikið af því að hafa farið til Sala... elska þennan stað. Oh. Irish. Og barþjónarnir þar. Þeir voru sko vinir mínir.

 
At júní 17, 2006 11:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég hélt að þú værir með hugann við fransmanninn og gætir ekki einbeitt þér að þeim sökum;)

 
At júlí 17, 2006 2:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mannst þú ætlaðir að blogga...

 
At júlí 17, 2006 3:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jæja á ekkert að blogga um hamfarir okkar í vinnunni eða :)

kíktu: www.stjornufifill.bloggar.is
sjáumst

 
At júlí 25, 2006 6:17 e.h., Blogger Hjördís said...

jæja þú varst ekki lengi risin upp frá dauðum :)

 
At ágúst 31, 2006 11:20 f.h., Blogger Regnhlif said...

Jæja Rannsý. Nú er alveg kominn tími á smá blogg!

 

Skrifa ummæli

<< Home