Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Bbbbbrrrrrrrrrrrrrr

bbbbbbbbbbbrrrrrrrr ég hefði sko betur sleppt því að vera monta mig af þessu góða peysuveðri sem var hér í Köben! Varla búin að setja þá færslu inn þegar fór svoleiðis að hellirigna hér, og svo núna í dag vaknaði ég upp við brjálað rok og snjókomu!! hvað er að gerast?? Þetta veðurfar hefur að sjálfsögðu sett allar samgöngur úr skorðum hér í dk, sama hvort það er á vegum, sjó eða járnbrautirnar...Segi bara thank god að ég þurfti ekki að stíga fæti mínum út fyrir dyr í dag, hefði þá sennilega orðið fyrir kalkskemmdum, skulum vona að þetta batni eitthvað í nótt, þar sem ég þarf að mæta í skólann á morgun :o/
Annars er Rannslan orðin fræg í blokkinni fyrir frammúrskarandi eldamennsku :o) Búið að troða mér í einhvern matarklúbb, þannig ég eldaði þennan dýrindis kjúllarétt á mánudagskvöldið fyrir mig og nokkra sambýlendur mína og er skemmst frá því að segja að þetta vakti mikla lukku. Þannig að nú hlustið þið ekki legnur á kokkasögur af mér frá Hjördísi, það hafa bara verið einhverjir byrjenda örðuleikar á H26 ;o)
Er enn að býða eftir fastri dagsetningu á Íslandsför nú í nóvember, vona að það komi í síðasta lagi í næstu viku...en þó er ekkert því til fyrirstöðu að þið farið að plana fleiri partý og heimsóknir fyrir mig :o)
Knús úr kuldanum og bilnum í Köben, Rannslan

6 Comments:

At nóvember 02, 2006 10:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

rignir kalki í Danaveldi;)

 
At nóvember 03, 2006 1:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vonandi verður þú ekki fyrir kalkskemmdum þarna úti, né kalskemmdum :-)

Kv. Smári Kalki, nei meina Klaki

 
At nóvember 03, 2006 4:24 e.h., Blogger Hjördís said...

höhömm... ég trúi þessu ekki fyrr en mér verður boðið í mat !!

 
At nóvember 03, 2006 9:28 e.h., Blogger Ranna said...

hvaða smámunasemi er þetta í ykkur!! ég hef greinilega orðið fyrir KALskemmdum í heila... þar sem þessi innsláttarvilla fór framhjá mér...gæti svosem alveg orðið fyrir KALKskemmdum af vatninu hér...sem er ógeð..

 
At nóvember 06, 2006 11:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég sem meðlimur tuðklúbbsins gat ekki látið svona villu framhjá mér fara - það kom bara ekki til greina ! Kv. Smári Jökull

 
At nóvember 07, 2006 11:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

mér fannst þetta bara svo ekta rannveig.. tommi meira að segja hló með mér;)

 

Skrifa ummæli

<< Home