Brjálað að gera!
Jæja jæja komin tími á blogg... Verður bara að segjast eins og er að það er búiðað vera svo brjálað að gera hjá mér síðust daga og vikur við að djamma, skemmta mér og öðrum ásamt því að túristast með íslendingum um alla Köben að ég má teljast heppin að fá tíma til að anda út og inn!!
Ætla nú samt ekkert að kvarta þar sem þetta eru búnir að vera hreint út sagt frábærir dagar :o)
Byrjaði á því að skella mér í heljarinnar ferðalag til Búlgaríu með Lúðró úr Eyjum og dvelja þar í 1 viku. Þvílík og önnur eins vika! Er alveg óhætt að segja að þar hafi maður marenaðað sig í bjór og öðru úrvals búlgörsku áfengi,enda allt áfengi frítt á hótelinu fram til 11 á kvöldin þannig að maður dreif sig snemma á fætur til þess að fá sér einn (eða fleiri...) morgunbjór og Jagermeister ef maginn var eitthvað slæmur ;o) Ásamt þessari unaðslegu áfengismareneringu var hin fagra söngrödd Rönnslunnar þanin til hins ýtrasta í hinum ýmsu gítarpartýum, hvort sem það var kl 9 að morgni í partýi uppi á hóteli, á börum borgarinnar, eða hinum ýmsu veitingahúsum... Allstaðar var gítarinn/gítararnir með í för og söngur og gól sveitarinnar hljómuðu yfir Golden Sands þessa viku sem við dvöldum þar, alveg óhætt að segja að það hafi ekki farið lítið fyrir okkur... Sveitin stundaði einnig mikið Búlgarska súlustaði enda hafa þeir alveg ótrúlegt aðdráttarafl...og þá er ég ekki aðeins að meina á kallkynið...ég var þó ekki svo fræg að komast á súluna eins og Gulli gerði svo eftirminnilega, og komst heldur ekki á samning eins og tvær ónefndar snótir úr sveitinni ;o)
Milli þess sem að verslun,djamm og búlgarskir súlustaðir voru stundaðir grimmt stóð Rannslan í því að finna sér næturstað fyrir hverja nótt þar sem að herbergisfélaginn nældi sér í elskhuga og var iðulega farin heim að "lúlla" fyrir háttatíma Rönnslunnar (skil það ekki þar sem ég fer ætíð snemma heim af djamminu...) En þar sem að ég á nú svo yndislega félaga í sveitinni sem kepptust um að fá að hýsa mig (hver vill það svosem ekki??) var ég sjaldan í miklum vandræðum með það. Fékk meira segja að taka eina pabbahelgi á þetta þar sem gist var hjá Þjóðhátíðarpabbanum en þjóðhátíðarmamman fékk hvíld þar sem hún var í gifsi upp að olboga, bíður bara næstu ferðar. Það varð raunin að í lok vikunnar hafði Rannslan sofið hjá/með 8 einstaklingum, og fengið boð um að gista hjá mun fleirum, meðal annars honum Rikka ríka, geri aðrir betur!! Þetta var allaveg hin frábærasta ferð, enda ekki við öðru að búast þegar þessi hópur tekur sig saman og ákveður að skemmta sér, 1 handarbrot og 4 brotin rúm voru m.a. uppskeran eftir þessa helgi, og tek ég það sérstaklega fram að Rannslan átti aðeins þátt í 1 þessara rúmbrota :o)
Þegar komið var heim frá Búlgaríu tóku svo Hjördís og Eygló við annsi þreyttri og þunnri Rönnslu...flutti niður á Amager til Eyglóar yfir helgina, þar sem túristast var með Hjördísi um alla Köben. Hjólað og hjólað um alla borg, ásamt því að fá sér bjór og versla... Kíktum m.a. í Carlsberg verksmiðjuna sem var mjög skemmtilegt, fengum hinn sanna bjóranda yfir okkur, og óhætt að segja að Rannslan hafi verið orðin rallhálf á 2. bjór... greinilegt að hluti af búlgarska áfenginu var enn til staðar... Þetta var allavega frábær helgi með þeim stöllum, hjóladjamm á föstudeginum og gott íslendingapartý á laugardeginum... Forustusauðurinn, ætsti strumpur og pipran greinilega hið besta teem :o) Skilst svo að Klakinn sé á leið hingað út til okkar í lok nóv og aldrei að vita nema strympan verði dregin með, það ætti að verða góð blanda :o)
En Rannslan segir þetta nóg í bili af djammsögum og tjútti, líður samt sennileg ekki á löngu þar til þið fáið annan djammpistil...
Djamm og stuðkveðjur úr Kóngsins Köben
5 Comments:
haha... alltaf jafn gaman að rifja þessa helgi okkar upp! ;)
ég fæ bara í magann við að lesa þetta mig langar svooooo að koma eins og eina helgi í smá djamm!!
Bíddu þú fórst til Köben til að læra var það ekki ?? ;)
Já helgin var mögnuð... og aldrei að vita nema von sé á mér aftur fyrir jól... ef guð og menn lofa, þá er ég á leiðinni.. vúhú!
Hellúúúú ! Ég mæti 30.nóv og fer 4.des :-) Vííííí...
Kv. Klakinn
þarna þekki ég rönnsluna mín!! mer sýnist þú hafa látið eins og rönnslunni einni sæmir þarna í búlgaríu.. :)
eyrún kom með þessa þvílíku uppástungu að koma jafnvel e-ð fyrir jólin í heimsókn, ég bað hana bara vel að lifa.. BA-ið vinnur sig ekki sjálft.. þú þekkir það, ikke?
en ég held bara áfram að láta mig dreyma um gull og græna skóga, hjólatúra með rönnslunni, ískaldan og ljúffengan öl ásamt hesta-hjólatúr.. (meðal annars) :) se la vie! koma tímar, koma ráð!!
knúsi knús, Dröfn
Skrifa ummæli
<< Home