Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

sunnudagur, september 17, 2006

Pottapartý og stuð :o)

Jæja best að koma með smá fréttir úr sólinni hér í Köben ;o)
Allt fínt að frétta, búin að vera bongó blíða síðustu daga, ekki amalegt að vera á stuttermabol og kvartbuxum fram á kvöld... Þessi einmuna veðurblíða var líka vel nýtt á föstudagskvöldið, þegar Rannslan skellti sér á óvænt en skemmtilegt djamm hér á Kagså. Skellti mér á Kollegíbarinn með 3 strákum sem búa hér á kollegínu, fengið sér bjór og spilað fótboltaspil... hljómar þetta nokkuð strákalegt djamm?? Allavega var Rannsla mjög fegin þegar Eva kom fljúgandi inn um bardyrnar, eftir stutt djamm í bænum :o) Mikið stuð og mikið blaðrað það sem eftir var af kvöldinu, stungum strákana af í smá stelpupartý en enduðum svo kvöldið á að taka eitt gott pottapartý heima hjá Evu með stelpum og strákum ;o) Þar var Rannslan í því hlutverki að draga fólk ofan í pottinn í fötunum og sprauta á þá sem ætluðu ekki að hætta sér ofaní...Fínasta upphitun fyrir Búlgaríuferðina mína sem ég legg í á fimmtudaginn, grunar að það verði nóg af sundlaugar og pottapartýum þar, allavega nóg af djammi og tjútti, hlakka alveg geggjað mikið til!!!
Hilsen, Potta-Baunin

7 Comments:

At september 18, 2006 4:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ og velkomin aftur í bloggheiminn.. hlakka til að lesa hvað þú ert að bauka í vetur.. hafðu það gott..
kærar kveðjur úr sumrinu í Ameríku..

 
At september 19, 2006 8:27 e.h., Blogger dröfn said...

ahhhaa.. þú hefur verið í hlutverki leiðinlegu gellunnar í pottapartýinu. sem er allt í lagi þar sem þú ert ekki vön því svona allra jafna..hahahah.. þetta er fyndið. en ekki nærri því jafn fyndið og ökutúrinn.
takmark mitt verður að koma í heimsókn og upplifa eitthvað álíka fyndið : )
knúsi knús úr hafnarfirði

 
At september 20, 2006 4:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mátt samt ekki vera búin með djammkótann þegar ég mæti yfir... :/

 
At september 20, 2006 8:26 e.h., Blogger Ranna said...

Haha nei nei, engin hætta á því...eða skulum vona ekki :)

 
At október 04, 2006 4:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu ég er að spá í Köben-ferð í lok nóv þannig að þú verður að vera tilbúin í búðarráp, bjórdrykkju og annað skemmtilegt :-)

 
At október 04, 2006 4:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já btw þá var þetta Smári Jökull !

 
At október 04, 2006 9:37 e.h., Blogger Ranna said...

Ekki málið, alltaf tilbúin að djamma og túristast með íslenska djammara :o)

 

Skrifa ummæli

<< Home