Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

fimmtudagur, október 26, 2006

Þá er allt komið á fullt í danmörkinni eftir æðislegt haustfrí. Kagsåfest fór að venju vel fram, geggjað stuð og djamm á fólki, dansað og tjúttað af sér rassg..., ódýr öl á barnum til að halda fólki gangandi og svo voru auðvitað slagsmál hjá strákunum eins og á ekta íslensku sveitaballi...annað hefði nú bara verið lummó ;o)
Nýjustu fréttir herma að Rannslan sé á leið heim á klaka, kem sennilegast eftir miðjan nóvember, er að fara taka starfsnámið mitt heima, en það verður þó sennilega stutt stopp, en planið er þó að hitta sem flesta og gera eitthvað skemmtilegt :o) Annars er mest lítið að frétta héðan úr Köben, aðeins farið að hausta en ekki hægt að segja að það sé orðið kalt ennþá...svona peysuveður, skilst að það sé víst eitthvað annað heima á klaka, spurning um að versla sér eitt stykki kraftgalla áður en maður fer heim...efast reyndar stórlega um að þeir fáist hér í baunalandi...
En segjum þetta gott í bili, farið að plana skemmtilega dagskrá fyrir mig í nóv ;o)

7 Comments:

At október 27, 2006 11:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

það verður haldið partý þér til heiðurs á brávallagötunni um leið og þú birtist á klakanum með jarðaberjamohito og tilheyrandi...

 
At október 27, 2006 2:32 e.h., Blogger Ranna said...

VÚHÚ!!

 
At október 27, 2006 5:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hvar ætlaru að taka starfsnámið þitt?? forvitnin alveg að drepa mig ég veit!
knús frá Ameríku..

 
At október 30, 2006 7:20 e.h., Blogger dröfn said...

ég bíð spennt.. hlakka ofsalega til að sjá þig elskan. já og ég segi það sama og hérna fyrir ofan, þú segir nú bara hálfa sögu.. var ekki markmiðið með þessu öllu saman að uppfæra heilana á okkur með sögum frá DK??

 
At nóvember 01, 2006 12:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey verðuru ekki úti þegar ég kem 30.nóv-4.des !! Ég var alveg búinn að treysta á þig í djammi og almennum skemmtileg heitum í verslunarleiðöngrunum með mér ??

Kv. Smári Jökull

 
At nóvember 01, 2006 2:38 e.h., Blogger Ranna said...

hehe allt að verða vitlaust hér, það er ekki enn komin föst dagsetning á hvenær ég fer, en Smári ég vona sannarlega að ég verði komin aftur 30. nóv...
Emilía, ég er að fara tala starfsnám í raddvandamálum og gómvandamálum og tek mestan hluta þess hjá Bryndísi Guðmundsdóttur á Talþjálfun Reykjavíkur..
Vona að allir séu sáttir núna :)

 
At nóvember 01, 2006 2:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það vona ég líka :-)

Kv. Smári Jökull

 

Skrifa ummæli

<< Home