Vú loksins komið blogg og myndir!
Góðan dag hopp og hí uppá nefið nú ég sný... Hvað segir fólk í dag? Ekki allir hressir?
Rannslan loks búin að koma sér í að blogga, og það sem meira er hún hefur líka sett inn fullt af myndum fyrir ykkur lesendur góðir! Albúm 3 hér hægra megin er stútfullt af skemmtilegum myndum úr sólinni í Danmörku :o)
Annar er allt gott að frétta héðan úr Sólarlandinu, alltaf nóg að gera. Verð að viðurkenna að maður hefur verið einstaklega latur við að blogga, en það er nú bara afþví að ég hef yfirleitt eitthvað mun skemmtilegra við tímann að gera...nema auðvitað próflesturinn...sem er víst kominn á fullt núna.
Setti inn myndir úr afmælispartýinu okkar Atla. Héldum saman uppá afmælin okkar í byrjun maí. Fólki boðið í mat ala Ranna...(og Atli...) Þar sem að það var æðislegt veður var partýinu skellt úti í garð, og öll skolað niður með ísköldum öl. Þetta afmæisboð okkar heppnaðist afskaplega vel, djammað fram á rauða nótt úti í garði, veit þó ekki hvort nágrannarnir hafi verið mjög ánægðir með 25 gólandi Íslendinga í garðinum...en við fengum þó ennga kvörtun ;o) Við fengum fullt af góðum gjöfum og standa sennilega uppúr forlátar bleikar nærbuxur sem Rannslan fékk frá strákunum, merktar EIGN ATLA og svo auðvitað flotta hauskúpusvuntan sem Atli fékk frá Evu og Jökli, með þeim skilaboðum að hann yrði að standa sig í eldhússtörfunum þar sem hann hefði nælt sér í hörmungar kokk, sem kynni lítið sem ekkert í eldhúsinu :o) Þarf varla að taka það fram að Rannslan var mjög ánægð með þessa gjöf ;o)
Daginn eftir var svo vaknað fersk kl 9 og kíkt á Bakken í góða veðrinu. Svaka stuð, fyrir utan eitt ælutæki sem varð valdur að því að einn ákv. aðili (ATLI) þurfti að bregða sér á tojarann og skila morgunverðinum...(spurning hvort þynnkan hafi haft einhver áhrif?).
En segi þetta gott af fréttum í bili, styttist í að ég komi heim á klaka. Eins og er, er maður á kafi í próflestri, fer í próf 6. og 7. júní og flýg svo heim á Klaka 10. júni. Verst að maður þarf að skilja Kallinn eftir í Köben, þar sem hann fékk sér vinnu hérna úti í sumar. En treysti á góða skemmtidagskrá heima á Klaka í sumar...
jæja best að hætta þessu blaðri, njótið myndanna. Sorry nennti ekki að flokka þær þannig að þær eru allar í bland, engin tímaröð á þeim, en þar sem þið eruð svo bright hljótið þið að finna útúr þessu.
Bestu sólarkveðjur úr Köben, Rannslan.
8 Comments:
Hver vaknar klukkan 9 eftir að hafa haldið uppá afmælið sitt ?? haha...
en já engar áhyggjur mín kæra, dagskrá sumarsins verður góð :)
Flottustu nærbrækur ever!!!
-og ég tek undir með hjó, maður á að sofa út svona daginn e afmælispartey..
hlakka mikið til að fá þig heim á klakann og takk fyrir fréttirnar!
knús í köku
við undirbúum Welcomepartey fyrir kelluna....
hlakka til að sjá þig;)
Afmælið hefur greinilega verið mikið stuð :o) Gaman að fá loksins myndir og blogg :)
Ég hlakka til að fá þig heim í Júni elskan næ í þig og svona á the airport :P
Hafðu það gott systa í köben og vonandi ertu ekki að kafna í próflestri
Knús og koss úr Lanholtinu
styttist og styttist og styttist :-)
koma svo með eitt próflokablogg!!!!
Gott að heimta blogg frá mér og svo bloggar þú bara ekki neitt ! :-) En það verður gaman að fá þig, við verðum að taka eins og eitt eða tvö geðveikisdjömm í sumar - þ.e. fyrir utan þjóðhátíðina !
Svo langar mig að biðja þig að hætta að segja alltaf "Á Klaka" þegar þú talar um Ísland - það gæti vakið ákveðinn misskilningi :-) Kveðja, Klakinn
múhahahaha Smári... passaðu að sigrún lesi ekki þetta blogg ;)
Skrifa ummæli
<< Home