Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

mánudagur, febrúar 05, 2007

17 dagar!

Jæja þá er þessu janúar-skólafríi mínu að ljúka, skólinn tekur við á morgun. Verða mikil viðbrigði að þurfa aftur að fara vakna fyrir hádegi, en það hefur ekki gerst síðan 19. janúar! Sem betur fer byrjar skólinn á morgun ekki fyrr en kl 14.00 þannig ég ætti að ná að komast á fætur :o)
Annars átti ég hið fínasta laugardagskvöld með nokkrum strákum, byrjaði á því að rúlla 4 strákum upp í póker, síðan var haldið á barinn í bjór og fótboltaspil þar sem Rannslan hélt áfram uppteknum hætti og var ætíð í vinningsliðinu :o) Að lokum var svo kíkt í færeyskt afmælispartý þar sem að ég komst að mörgu skemmtilegu um Færeyinga frændur okkar, eru líkari okkur en mig grunaði, og fékk þessa fínustu æfingu í færeyskunni minni :o)
Annars hefur maður svo bara beðið eftir því að fá fréttir af Kristínu bekkjarsystur, en á von á að hún pungi út eins og einni stelpu á næstu dögum, daman ætlar eitthvað að láta bíða eftir sér, held það séu komnar 2 vikur fram yfir settan tíma...þannig daman hlýtur nú að fara láta sjá sig!
Styttist í að skvísurnar komi hingað til mín, 17 dagar! Hef öruggar heimildir fyrir því að þær séu farnar að hittast hvert kvöld til að dusta rykið af ryðgaðri skóladönskunni...ekki veitir af, því ekki mun ég tala annað en linamjúkt baunamálið við þær dömur. En ætla þó að gefa þeim nokkur orð og frasa sem verða að vera á hreinu fyrir Köbenkomu:
1) Fire øl, tak! (duglegar ad blæda á línuna)
2) Hvor finder jeg cykletaxi...
3) I hvilken retning er Amager...
4) Jeg taler ikke nogen dansk, er kun en fuld islænding...(svona ef løggan kæmi á svædid)
Ættuð að komast lífs af með þessa frasa á hreinu...
En segjum þetta nóg í bili frá Baunini í Köben ;o)

14 Comments:

At febrúar 06, 2007 12:09 f.h., Blogger Hjördís said...

Ég mótmæli! Íslendingar tala íslensku!

Annars eru þetta ágætis frasar og mun ég nota þá, nema þennan þriðja! enda rata ég í Köben, enda með innbyggt gps tæki í rassgatinu eins og sagt er!

 
At febrúar 06, 2007 12:50 f.h., Blogger dröfn said...

það er ekki séns að ég tali dönsku, enda gæti ég ekki bjargað lífi mínu með henni. -hins vegar er aldrei að vita nema ég taki færeyskuna eins og stundum vill verða þegar maður fær sér öl.
ég get þó alveg snarað síðustu setningunni sem hún hjördís skrifaði yfir á dönsku. og nú hefs ritunin: end nu rater jeg i köben, jeg har en inbyggten gps tæken in den rassen, ens og sagten er. (heppin hjó). Þar sjáið þið það, færeyskan er svo miklu skemmtilegri. ég mun halda mig við hana svona þegar ég mig er farið að langa í tilbreytingu. leikrænir tilburðir koma svo til greina (eins og svo oft áður) þegar enginn skilur mig.. enda ekkert mál að leika smáræði eins og hjólataxa for helvede.

knús ást!! : )

 
At febrúar 06, 2007 10:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég held að það væri best að þú myndir útbúa skilti á Dröfn svona með heimilisfangi og öðru nauðsynlegum upplýsingum?!?!!?
við vitum allar hvernig hún getur verið þegar öl er haft um hönd;)

 
At febrúar 06, 2007 1:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Held samt að það toppi mig enginn með að fara á heimili sem ég bjó á 6 árum áður ?????? eða hvað??

 
At febrúar 06, 2007 1:25 e.h., Blogger dröfn said...

-mér finnst þetta með skiltið hálf glatað en það væri gott að hafa smá snepil í veskinu svona ef vil vandræða kæmi. þar kæmu fram helstu upplýsingar um mig, eins og nafn mitt og danskt heimilisfang. þá mætti bæta við upplýsingum um hjó ef þetta væri einhver óprúttinn náungi sem hefði ekkert gott í huga. Mér sýnist þetta dágott plan. allir glaðir, ég kemst heim að sofa og hjördís nær að uppfylla viss skilyrði.

annars sýnist mér að við gætum allar haft gott að smá snepli í töskunni enda hefur það sýnt sig að ólíklegustu aðilar eiga það til að hafa mál sín ekki á hreinu.
ég meina, við erum að tala um það að svo virðist vera sem að þegar fólk fer yfir visst strik getur það átt til að gleyma hinum ótrúlegustu hlutum eins og til dæmis að gleyma því að hafa flutt fyrir sex árum. hér erum við að tala um lítið bæjarfélag og að hafa búið þar næstum alla sína ævi.

við erum á leið til dk for crying átlád, og þó svo að sumir þykist þekkja dk inn og út tek ég ekki mikið mark á því miðað við aldur og fyrri störf!

 
At febrúar 06, 2007 1:58 e.h., Blogger Ranna said...

HAHAHA ég fer í thad hid snarasta ad útbúa skilti á Kúbubúann... Spurning hversu ýtarlegar upplýsingar eigi ad koma thar fram... ;o)

 
At febrúar 06, 2007 5:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

elsku dröfn... þú ert nú alveg þekkt fyrir að glata hinu ýmsu fylgihlutum og þar sem rannveig er komin í málið þá höldum við okkur bara um skiltahugmyndina;)

 
At febrúar 06, 2007 6:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bara svo það sé á hreinu þá læt ég ekki sjá mig (hvorki dauða né lifandi) með einhverjum sem ætlar að þramma um með eitthvað skilti framan á sér!

Nei takk!! Ég er töff og vil bara töff fólk í kringum mig!

 
At febrúar 06, 2007 6:14 e.h., Blogger Ranna said...

Húff þá veit ég nú ekki hvernig þú ætlar að lifa Danmörk af Hjördís mín!
Stígvélaðir danir.... Nema þér finnist það svaka töff... Skiltið er í vinnslu, skal reyna að takmarka stærð þess svo Hjördís fari ekki alveg í kleinu :o)

 
At febrúar 06, 2007 11:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jæja kona gott á þig að komast aftur í skólann :) ég var að vonast til að sjá þig á alcan svæðinu í janúar en allt kom fyrir ekki. En ekki verða að algjörum bauna Rannveig !!

kveðjur úr Straumsvík
Magnea

nýtt blogg: www.magnea.blog.is

 
At febrúar 19, 2007 5:22 f.h., Blogger Hjördís said...

hey, þú þarft að semja nýja setningu fyrir lið 3 ;)

 
At febrúar 20, 2007 1:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

á ekki að henda inn einu bloggi í tilefni komu okkur á og leiðrétta staðsetninguna:)

 
At mars 13, 2007 12:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey það hlýtur nú eitthvað að vera að gerast í danaveldi??
ég vil fá nýtt blogg!!!!!!!!!

 
At mars 13, 2007 7:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Við erum allavega löngu komnar og farnar, þannig að þetta eru frekar GAMLAR fréttir rassálfurinn minn.
það hljóta bara allir þarna úti að hafa misst málið og rannslan því tú ðe reskjú.. eða kannski ertu bara í s.... (já, ég þori ekki að pósta þessu almennilega ef ég fengji nú skammir!)
kveðja frá færeyska texasíslendingnum.

p.s bið að heilsa kebab dúddanum ef þú rekst á hann. já já já.

 

Skrifa ummæli

<< Home