Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Prófblogg

Þessir dyggu lesendur mínir sem enn nenna að kíka hingað inn stöku sinnum er víst orðnir eitthvað frekar leiðir á dönskum julefrokostum, (ætli ég sé búin að eyðileggja þá skemmtun hjá þeim fyrir lífstíð?) þannig að ég er tilneydd að skrifa eins og einn leiðinlegan prófbloggpistil hér í janúar-próflesturs-leiðindunm mínum hér í Köben! Ábyrgist þó ekki að hann verði áhugaverður þar sem líf mitt er allt annað en áhugavert þessa dagana...
Allavega var lent á danskri grundu stundvíslega 1. janúar, þar sem hefja skyldi próflestur fyrir próf þann 4. janúar, sem gekk bara svona glimrandi vel...eða skulum vona það allavega... Hef svo haldið til á bókasafni CBS þá klukkutíma úr deginum sem ég hef verið vakandi, og nýtt þá í að lesa fyrir næstu 2 próf, sem verða allsvakleg, meðal annars munnleg aftaka!! Mun djamma í 2 vikur ef ég lifi hana af, allir Klakabúar velkomnir að joina mér í því djammi, ef af því verður...annars komið þið bara í jarðaförina mína...getið djammað eftir hana. Hugsanir mínar snúast því að mestu um radd- og gómvandamál, og það afhverju danir geta ekki teppalagt bókasöfnin hér, nei nei bara alltaf einhver fjandans gólfdúkur, þannig að þegar allar dönsku gellurnar koma á fínu stígvélunum sínum inn á bókasafn, glimur um allt, eða ef einhver hreyfir stól, glimur líka um allt!! Ætti að setja það í lög að það væri skylda að hafa teppi á bókasöfnum, eða skylda alla fólk til að koma á strigaskóm en ekki STÍGVÉLUM á próftímum!!!! Get alveg orðið geðveik á þessu!
En ætla ekki að kvelja ykkur meir á þessum lærdómsþönnkum mínum, ekki holt fyrir nokkrun mann að lesa þetta!
Hlakka hinsvegar geggjað til að fá ykkur skvísur hingað út til mín, lofa því að það verði ekkert "síðasta lest fer heim á miðnætti" þar sem þið komið bara á skikkanlegaum Djammtíma!! Ætti auðveldlega að geta platað hjólataxanna, þar sem þeir þekkja mig ekkert eftir að ég klippti mig, þannig ég er ekki lengur í straffi þar :o)
En best að tapa sér ekki í djammpælingum fyrr en eftir próf...sem klárast 19. janúar :o) Verð fyrst viðræðuhæf þá ef ég lifi klukkustunda danska munnlega aftöku (próf) af...
Kv. danska prófbaunin

10 Comments:

At janúar 10, 2007 3:20 f.h., Blogger Hjördís said...

Vonandi að ég fái ferð á hádegi á morgun!! vúhú :)

en ég þarf að kynna þig fyrir KILLER hlut... svo pirringurinn minnki.
Eyrnatappar!!

kveðja úr BRJÁLAÐRI snjókomu!

 
At janúar 10, 2007 8:30 f.h., Blogger Eygló Egils said...

Einmitt það sem ég hugsaði! Eyrnatappar ;) ;) En gangi þér nú sem allra allra best á lokaprófsprettinum Ranna mín! Ég hugsa sko til þín, hver veit nema ég læðist til þín upp á bókasafn CBS og gefi þér eins og eina almennilega pásu ;) -Annars gerum við nú eitthvað skemmtilegt þegar þú klárar þessa törn, ehaggi!? ;)

 
At janúar 10, 2007 11:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

við getum haldið uppá ársafmæli skemmtilegustu hjólataxaferð ever ef allt gengur samkvæmt áætlun;)

 
At janúar 10, 2007 1:25 e.h., Blogger dröfn said...

við erum að koooooma til þííííín!! jei jei jei. hlakka til að fara með þér í hjólataxa í febrúar : ) hljómar það ekki bara brilljant??

 
At janúar 10, 2007 2:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

43 dagar

 
At janúar 10, 2007 6:09 e.h., Blogger dröfn said...

já og gangi þér vel elskan í prófunum. Þú tekur þetta í ósmurt. þarft líka að æfa þig að tala áður en við komum. við stefnum á mjög dannaða, fræðandi og uppbyggilega ferð þannig að það er mjög gott að þú undirbúir þig aðeins!
knús, miss bellir

 
At janúar 13, 2007 1:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

GLEÐILEGT ÁR!!!

vona að þér gangi rosa vel í prófunum.. væri sko alveg til í að vera með þér í þessu :D

og vertu dugleg að blogga í vetur.. (svo ég hafi nú eitthvað að gera)

knús frá Ameríku

 
At janúar 16, 2007 11:39 e.h., Blogger Hjördís said...

ég veit ekki hvað er verið að gera grín af þínum hlátri...

horfðu á þetta allt:

http://www.youtube.com/watch?v=Z4Y4keqTV6w

 
At janúar 18, 2007 7:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

gangi þér vel í prófinu á morgun!! ég veit þú átt eftir að taka það í rassgatið og skeina þér svo á því;)

 
At janúar 31, 2007 10:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

jæja litla námsmey!! það vita allir að þú massaðir þetta próf!! hvernig væri þá að koma með smá fréttir úr danveldi?!?!

 

Skrifa ummæli

<< Home