Danskur desember
Þá er liðin upp háannatími danskra julefrokosta hér í Köben. Maður er hættur að kippa sér upp við að sjá reikandi, og dafrandi eldra fólk eftir kl 18 á daginn, sem reynir hvað það getur að ná í leigubíl eftir skemmtun og drykkju dagsins, fólk sem dags daglega er voða dannað og fínt í lestinni á leið til vinnu. Það virðist einnkum vera áberandi að fólk milli 40 og 60 ára taki aðal djamm ársins á julefrokost i desember, veit ekki hversu vel það endar alltaf, heyrði einhverstaðar að það væri alltaf einhver rekinn hvern einasta mánudag í desember hér í dk. Greinilegt að einhverjir sleppa alveg fram af sér beilslinu. En nóg um danska julefrokosti, þar til um næstu helgi þegar ég fer í 2 svoleiðis, skulum vona að ég verði hvorki rekin úr bekknum mínun eða blokkinni minni...kannski lítil hætta á því þar sem Rannslan er jú alltaf svo hrikalega dönnuð á djamminu :o)
Annars er frábær helgi liðin, nóg að gera í lærdóm og "djammi". Smári Jökull var í Köben og var kíkt í búðir og á djamm með honum. Skelltum okkur í 2 íslendingapartý á föstudagskvöldinu, og var annað þeirra eins og skemmtistaður, svo troðið var af fólki þarna, skilst það séu partý þarna hverja helgi :o) Fór svo með krökkunum í Jólatívoli, en er orðin svo gömul að ég fór bara í eitt tæki, en nýtti tímann í að skoða jólaskraut og fínerí ;o)
En það styttist óðfluga í að ég komi heim, 10 dagar! Er samt ansi hrædd um að ég þurfi að fjárfersta í ýmiskonar öryggisbúnaði áður en ég kem heim á klaka miða við fréttirnar sem berast úr Borg óttans, meðal þess er skothelt og stunguhelt vesti og svo gamlar og góðar fiskvinnsluheyrnahlífar! Ég meina hvað er málið með að bíta eyrað af einhverjum út af rifrildi, mætti Tyson á staðinn eða hvað??
Hvernig er eiginlega Ísland í dag???
11 Comments:
ha? gerðist það á íslandi ?
9 dagar í almennilegt tjúúúútt1!!
jahá!! þetta er nú eitthvað sem kemur á óvart verð ég að segja.. danska drottningin nær að fylgjast betur með en sögumaðurinn sjálfur hjödda jó.. wots góin on?
ég væri sko alveg til í að vera í dk núna með rönnslunni að smakka jólabjórinn og skella mér í jólatívolí. það er hins vegar ekki í boði en sem sárabót þá kannski færðu þér einn öl með gamla genginu og færð upplýsingar um það hvernig gamalt fólk í dk hefur það.. svona uppá framtíðina að gera? maður gerist kannski algjör heimsborgari svona á gamals aldri og flakkar heimsálfa á milli :)
ég ætla sko að gerast heimsborgari á gamals aldri... witw out a doubt!!
hvað meinaru með sögumaður Dröfn?? hmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Taktu nú vel eftir orðum mínum:
ÞAÐ ERU FJÓRIR DAGAR Í ÍSLENSKT DJAMM!!!
búin með pensilinið ?? hope so!
haha.. ekkert illt.. bara að hlutirnir eru nú ekki vanir að fara fram hjá þér :)
-Rannveig ég ráðlegg þér að koma með heilan poka af eyrnaskjólum til landsins. þetta er næst sem daglegur viðburður hér. það er líka ágætishugmynd að redda sér heyrnatólunum sem eru notuð hérna í frystihúsum víðsvegar um landið. þá ertu sko VEL varin!!! svo er það líka bara svo andskoti kúl..
Já true Dröfn... liðið lætur nú m.a.s. sjá sig með svona í prófum!!
en verum kúl... kauptu nokkur í stíl rannsla og förum saman á tjúttið með lekkert heyrnaskjól!
Jedúdda, held þið skvísur séðu að fara yfirum í jólapróflestrinum :o)
En ættum að geta fengið nokkur frystihúsheyrnaskjól í stíl, það væri nokkuð flott ;o)
blogg? fréttir? stubbaknús í netvænu formi? eitthvað?
hvað með að skella inn smá kveðju í prófleiðindunum? það virkar!
miss bellir.
svo sammála síðasta ræðumanni!!!
er orðin frekar leið á háannatíma danskra julefrokosta!! fer sá leiðinda tími ekki að vera búinn?!?!
alla vega kíki ég til köben þegar þú hefur tíma í smá djamm og hjólataxaferð;) þá er síðast ferð um miðnætti engin afsökun enda er ég búin að láta taka frá pláss fyrir tjald handa okkur á radhuspladsen;)
jei! ég er geim :)
já eru ekki til svona tjöld sem er hægt að tjalda annarstaðar en á grasi?
mæli með svoleiðis... og verði takk. Vil vera nokk save...
Skrifa ummæli
<< Home