Hugsanir Baunans

25 ára eyjadama sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir og les talmeinafræði við Kaupmannahafnarháskóla.

miðvikudagur, september 05, 2007

Fluttningar og læti

Sælt veri fólkið, þeas þessar fáu hræður sem kíkja hingað inn. Af mér er allt mjög gott að frétta, íslenska sumarið var frábært, held ég hafi aldrei haft jafn þétta og góða dagskrá yfir eitt sumar! Svo var brunað beint á spán eftir að komið var til Köben, en spánarsögur og meira fréttablogg mun bíða aðeins betri tíma þar sem að Rannslan er á kafi í fluttningum þessa dagana....Jebb við erum komin með stærri íbúð og nú er pakkað og ÞRIFIÐ af miklum móð!!!
Þannig að þegar ég verð flutt inn í nýju íbúðina og búin að skila af mér okkar 2 íbúðum, vel þrifnum og ný máluðum, þá mun koma svakalegur fréttapistill frá Kóngsins Köben :o)
En jæja best að bruna í bæinn á hjólafáknum og kaupa skrúbba og þrifefni...þarf víst að halda áfram að skrúbba baðherbergið...
Þrifbaunin kveðjur í bili

7 Comments:

At september 05, 2007 2:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Maður lifir alltaf í voninni um að það komi blogg hérna inn :)
Gangi ykkur vel að flytja, við Jónþór erum einmitt að fara að standa í e-u svipuðu eftir viku eða svo. Reyndar þurfum við ekkert að þrífa en samt að flytja allt draslið! ;)

kveðja frá London
SaraP

 
At september 05, 2007 11:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bara allt að gerast hjá kellingunni , er viss um að það verður voða kósí hjá ykkur þegar þið verðið búin að koma ykkur fyrir í nýju íbúðinni.

 
At september 06, 2007 3:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já og bara til hamingju með nýju íbúðina! Hlakka til að koma í heimsókn og kíkja á ykkur ;-)
Kv.Eygló

 
At september 08, 2007 9:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir póstkortið þarna um daginn og til hamingju með nýju íbúðina ! :)

 
At september 09, 2007 10:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég kíki næstum því daglega hingað í von um einhverja skemmtilega sögu!!! en einhverja hluta vegna hef ég ekkert kíkt í marga dag og þá kemur rosalegt blogg;)

ég geri ráð fyrir að maður fái gistingu ef þið eruð komin í svona stóra íbúð?!?!?

...svo bíð ég eftir að fá að vita hvort þú/þið komir/ð ekki alveg örugglega helgina 20. oct.

 
At september 10, 2007 12:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég kíki sko reglulega hingað inn sjáðu til !!
- Magnea

 
At september 20, 2007 11:35 f.h., Blogger dröfn said...

ertu ennþá í leikfimigallanum eða hvað?

 

Skrifa ummæli

<< Home